Átta ástæður til að stunda ekki viðskipti á Íslandi Stjórnarmaðurinn skrifar 25. febrúar 2015 07:00 1. Það þarf að leggja út tæpar 650 þúsund krónur til að stofna einkahlutafélag. Í Bretlandi þarf tvö hundruð krónur. Þetta skiptir miklu máli fyrir smærri félög. 2. Íslenskir fatakaupmenn greiða tvöfaldan toll af vörukaupum. 15% þegar varningur lendir innan Evrópusambandsins, frá Kína eða sambærilegu framleiðslulandi, og svo aftur við flutning frá Evrópu til Íslands. Eru stjórnvöld undrandi á því að H&M er sagt vera með 30% markaðshlutdeild á Íslandi án þess að reka verslun hér á landi? 3. Fyrirtækjaskrá neyðir þig til að borga 25 þúsund krónur í þjónustugjöld til bankans fyrir að fá skráða íslenska kennitölu á erlent félag. Þetta snýst um eitt eyðublað; það er ekki hlutverk opinberra aðila að innheimta gjöld fyrir einkarekna banka. 4. Afgreiðsla hjá opinberum aðilum á borð við skattayfirvöld og fyrirtækjaskrá er tilviljanakennd, seinvirk, og einkennist af tortryggni. Hvernig má það vera að ekki sé allt orðið rafrænt hjá fyrirtækjaskrá árið 2015? 5. Umræða í fjölmiðlum er óvinveitt erlendum fjárfestum. Kröfuhafar bankanna eru iðulega kallaðir „hrægammar“ eða „hrægammasjóðir“. Vissulega er rétt að í einhverjum tilvikum eru kröfurnar í eigu aðila sem stunda það að fjárfesta í „eitruðum“ eignum. Þó eru þessar kröfur keyptar í samræmi við gildandi reglur, og af fyrri kröfuhöfum sem stofnuðu til viðskipta í góðri trú. Sama gildir um Huang Nobu – tókst einhverjum einhvern tíma að færa sönnur fyrir því að hann gengi erinda vondra kínverskra kommúnista þegar hann sýndi áhuga á að kaupa eyðijörð í einkismannslandi? 6. Óstöðugt stjórnarfar. Kröfuhafar bankanna hafa þurft að búa við stöðugar lagabreytingar og hringlandahátt frá hruni. Við ríkisstjórnarskipti verður nánast alltaf 180 gráðu umturnun á öllum málum. Það er forsenda þess að laða að erlenda fjárfesta, að stöðugleiki sé tryggður. Frá því er langur vegur á Íslandi. 7. Ríkið er með puttana í of mörgum pæum. Opinberir aðilar hafa niðurgreitt innlendar landbúnaðarvörur til sölu erlendis, t.d. í Whole Foods í Bandaríkjunum. Ávinningur íslenskra bænda af því er í besta falli enginn. Þrátt fyrir áratugareynslu af vonlausum útrásardraumum, hafði MS fyrir því að eltast við íslenskan mann sem seldi skyr í Bandaríkjunum, Siggi's Skyr. Siggi náði margföldum árangri MS, með brotabroti af kostnaðinum, og seldi síðar félagið. Væri ekki nær að veita honum verðlaun? 8. Gjaldeyrishöftin.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
1. Það þarf að leggja út tæpar 650 þúsund krónur til að stofna einkahlutafélag. Í Bretlandi þarf tvö hundruð krónur. Þetta skiptir miklu máli fyrir smærri félög. 2. Íslenskir fatakaupmenn greiða tvöfaldan toll af vörukaupum. 15% þegar varningur lendir innan Evrópusambandsins, frá Kína eða sambærilegu framleiðslulandi, og svo aftur við flutning frá Evrópu til Íslands. Eru stjórnvöld undrandi á því að H&M er sagt vera með 30% markaðshlutdeild á Íslandi án þess að reka verslun hér á landi? 3. Fyrirtækjaskrá neyðir þig til að borga 25 þúsund krónur í þjónustugjöld til bankans fyrir að fá skráða íslenska kennitölu á erlent félag. Þetta snýst um eitt eyðublað; það er ekki hlutverk opinberra aðila að innheimta gjöld fyrir einkarekna banka. 4. Afgreiðsla hjá opinberum aðilum á borð við skattayfirvöld og fyrirtækjaskrá er tilviljanakennd, seinvirk, og einkennist af tortryggni. Hvernig má það vera að ekki sé allt orðið rafrænt hjá fyrirtækjaskrá árið 2015? 5. Umræða í fjölmiðlum er óvinveitt erlendum fjárfestum. Kröfuhafar bankanna eru iðulega kallaðir „hrægammar“ eða „hrægammasjóðir“. Vissulega er rétt að í einhverjum tilvikum eru kröfurnar í eigu aðila sem stunda það að fjárfesta í „eitruðum“ eignum. Þó eru þessar kröfur keyptar í samræmi við gildandi reglur, og af fyrri kröfuhöfum sem stofnuðu til viðskipta í góðri trú. Sama gildir um Huang Nobu – tókst einhverjum einhvern tíma að færa sönnur fyrir því að hann gengi erinda vondra kínverskra kommúnista þegar hann sýndi áhuga á að kaupa eyðijörð í einkismannslandi? 6. Óstöðugt stjórnarfar. Kröfuhafar bankanna hafa þurft að búa við stöðugar lagabreytingar og hringlandahátt frá hruni. Við ríkisstjórnarskipti verður nánast alltaf 180 gráðu umturnun á öllum málum. Það er forsenda þess að laða að erlenda fjárfesta, að stöðugleiki sé tryggður. Frá því er langur vegur á Íslandi. 7. Ríkið er með puttana í of mörgum pæum. Opinberir aðilar hafa niðurgreitt innlendar landbúnaðarvörur til sölu erlendis, t.d. í Whole Foods í Bandaríkjunum. Ávinningur íslenskra bænda af því er í besta falli enginn. Þrátt fyrir áratugareynslu af vonlausum útrásardraumum, hafði MS fyrir því að eltast við íslenskan mann sem seldi skyr í Bandaríkjunum, Siggi's Skyr. Siggi náði margföldum árangri MS, með brotabroti af kostnaðinum, og seldi síðar félagið. Væri ekki nær að veita honum verðlaun? 8. Gjaldeyrishöftin.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira