Tortryggni fyrir tortryggni sakir Stjórnarmaðurinn skrifar 4. mars 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn fylgdist forviða með fjaðrafoki kringum skipan framkvæmdahóps um afnám gjaldeyrishaftanna. Líkt og stundum virðist loða við á Íslandi má segja að aðalatriðum hafi lítill gaumur verið gefinn. Einkum virðist fólki hafa verið umhugað um þá staðreynd að þrír meðlima hópsins hafi starfað hjá MP banka. Ekki var að finna sérstök rök fyrir áhyggjunum í fréttum af málinu, önnur en þau að skipan sérfræðingana hefði valdið „titringi“ hjá öðrum fjármálastofnunum og haft var eftir þingmanni að mikilvægt væri að „eyða öllum efasemdum sem tengjast hinum mikilvægu verkefnum nefndarinnar“. Á enskri bloggsíðu Sigrúnar Davíðsdóttur var þó gengið lengra. Rakin voru ættartengsl forstjóra MP banka og forsætisráðherra, og fundið að því að enginn þriggja lögfræðinga í nefndinni hefði alþjóðlega reynslu. Stjórnarmaðurinn klóraði sér í höfðinu yfir þessum umkvörtunum, enda fær hann ekki séð að MP banki og starfsmenn hans hafi sérstaka hagsmuni aðra en almennar fjármálastofnanir og landsmenn allir af afnámi haftanna. Langsótt ættartengsl manns sem ekki situr í nefndinni og forsætisráðherra, teljast heldur vart tíðindi í litlu landi. Einkum í ljósi þess að skipan nefndarinnar var á vegum fjármálaráðherra en ekki forsætisráðuneytisins. Loks leiðir stutt Google-leit í ljós að a.m.k. einn lögfræðinganna sem um ræðir hefur starfað við lögmennsku í London um skeið, en slík starfsreynsla er nokkuð fátíð á Íslandi í ljósi staðbundins eðlis lögfræðinnar. Við það má bæta að formaður hópsins er Glenn nokkur Kim, sem hefur áratugareynslu af alþjóðafjármálamörkuðum og hefur m.a. ráðlagt þýska fjármálaráðuneytinu í tengslum við krísuna á evrusvæðinu. Umræða um þetta mál hefur einkennst af því sem kalla mætti tortryggni fyrir tortryggni sakir. Það er lágmarkskrafa þegar rætt er um jafn mikilvæg málefni að menn sái ekki efasemdafræjum að óþörfu, og beiti boðlegum rökum. Annars dæmir fólk sig úr leik í opinberri umræðu.Að hrósa því sem vel er gert Stjórnarmaðurinn hefur í fyrri pistlum kallað eftir því að innleiddir verði, að breskri fyrirmynd, skattafslættir fyrir einstaklinga vegna fjárfestinga í nýsköpun. Fjármálaráðherra hefur nú tilkynnt að frumvarp um slíkt sé í smíðum. Stjórnarmaðurinn hrósar ráðherra og hlakkar til að kynna sér afraksturinn. Vel gert Bjarni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Stjórnarmaðurinn fylgdist forviða með fjaðrafoki kringum skipan framkvæmdahóps um afnám gjaldeyrishaftanna. Líkt og stundum virðist loða við á Íslandi má segja að aðalatriðum hafi lítill gaumur verið gefinn. Einkum virðist fólki hafa verið umhugað um þá staðreynd að þrír meðlima hópsins hafi starfað hjá MP banka. Ekki var að finna sérstök rök fyrir áhyggjunum í fréttum af málinu, önnur en þau að skipan sérfræðingana hefði valdið „titringi“ hjá öðrum fjármálastofnunum og haft var eftir þingmanni að mikilvægt væri að „eyða öllum efasemdum sem tengjast hinum mikilvægu verkefnum nefndarinnar“. Á enskri bloggsíðu Sigrúnar Davíðsdóttur var þó gengið lengra. Rakin voru ættartengsl forstjóra MP banka og forsætisráðherra, og fundið að því að enginn þriggja lögfræðinga í nefndinni hefði alþjóðlega reynslu. Stjórnarmaðurinn klóraði sér í höfðinu yfir þessum umkvörtunum, enda fær hann ekki séð að MP banki og starfsmenn hans hafi sérstaka hagsmuni aðra en almennar fjármálastofnanir og landsmenn allir af afnámi haftanna. Langsótt ættartengsl manns sem ekki situr í nefndinni og forsætisráðherra, teljast heldur vart tíðindi í litlu landi. Einkum í ljósi þess að skipan nefndarinnar var á vegum fjármálaráðherra en ekki forsætisráðuneytisins. Loks leiðir stutt Google-leit í ljós að a.m.k. einn lögfræðinganna sem um ræðir hefur starfað við lögmennsku í London um skeið, en slík starfsreynsla er nokkuð fátíð á Íslandi í ljósi staðbundins eðlis lögfræðinnar. Við það má bæta að formaður hópsins er Glenn nokkur Kim, sem hefur áratugareynslu af alþjóðafjármálamörkuðum og hefur m.a. ráðlagt þýska fjármálaráðuneytinu í tengslum við krísuna á evrusvæðinu. Umræða um þetta mál hefur einkennst af því sem kalla mætti tortryggni fyrir tortryggni sakir. Það er lágmarkskrafa þegar rætt er um jafn mikilvæg málefni að menn sái ekki efasemdafræjum að óþörfu, og beiti boðlegum rökum. Annars dæmir fólk sig úr leik í opinberri umræðu.Að hrósa því sem vel er gert Stjórnarmaðurinn hefur í fyrri pistlum kallað eftir því að innleiddir verði, að breskri fyrirmynd, skattafslættir fyrir einstaklinga vegna fjárfestinga í nýsköpun. Fjármálaráðherra hefur nú tilkynnt að frumvarp um slíkt sé í smíðum. Stjórnarmaðurinn hrósar ráðherra og hlakkar til að kynna sér afraksturinn. Vel gert Bjarni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira