Opið bréf til þingmanna Lára G. Sigurðardóttir skrifar 4. mars 2015 07:00 Það hryggir mig að þurfa að setjast niður og skrifa þetta bréf. Á meðan Landspítalinn og heilsugæslan eru komin að þolmörkum leggja nokkrir þingmenn kapp á að auka álagið á heilbrigðiskerfið.Engin brjóstbirta í Kollubúð Þeir halda því fram að það að gera áfengissölu frjálsa sé allt í lagi og skerði ekki lýðheilsu okkar. Ein röksemd þeirra er að Jón Jónsson á Hvanneyri eigi rétt á sama aðgengi og Jónas Jónasson í Borgarnesi. Samt hef ég aldrei heyrt Jón Jónsson kvarta undan því að hann þurfi að keyra til Borgarness til að kaupa sér áfengi eða finnist það brjóta gegn einstaklingsfrelsinu að geta ekki keypt sér brjóstbirtu í Kollubúð.Ungmenni kaupa áfengi Ofneysla áfengis er eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem við horfumst í augu við. Teymi sérfræðinga hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hefur komist að þeirri niðurstöðu að áhrifaríkustu leiðirnar til að minnka áfengisneyslu eru allar á valdi stjórnvalda. Þær eru takmörkun á framboði áfengis, verðstýring og bann við áfengisauglýsingum. Enda sýna gögn frá OECD að neysla áfengis miðað við höfðatölu er allt að tvöfalt meiri í löndum þar sem áfengissala er frjáls – þar með talin drykkja ungmenna undir lögaldri. Auk þess sýna rannsóknir að þrefalt fleiri ungmenni geta keypt áfengi í matvörubúðum en áfengisbúðum án þess að vera spurð um skilríki.Mikil ábyrgð fylgir því að kjósa Vonandi er óþarfi að skrifa þetta bréf en ef þú, ágæti þingmaður, átt eftir að gera upp hug þinn hvort leyfa eigi frjálsa áfengissölu þá bið ég þig um að hafa hugfast, að ef þú kýst með frumvarpinu þá gætir þú einnig verið að velja eftirfarandi:1. Tvöföldun á heildaráfengisneyslu Íslendinga.2. Þreföldun á áfengisaðgengi íslenskra ungmenna.3. Fjölgun krabbameinstilfella – áfengisneysla eykur líkur krabbameini í níu líffærum.4. Fjölgun geðsjúkdóma eins og þunglyndis og kvíðaraskana ásamt örorku.5. Fjölgun annarra sjúkdóma svo sem skorpulifrar, briskirtilsbólgu, gáttaflökts, heilablæðinga og smitsjúkdóma.6. Aukningu á tíðni fósturskaða vegna áfengisneyslu.7. Fjölgun alvarlegra slysa og banaslysa í umferðinni.8. Aukið heimilisofbeldi og vanrækslu barna.9. Fjölgun líkamsárása og glæpa.10. Aukningu á tíðni sjálfsvíga. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að samþykkja umrætt frumvarp og mikilvægt að geta staðið heils hugar við ákvörðun sína eftir að hafa skoðað allar hliðar málsins. Gríðarleg vinna hefur verið lögð í að rannsaka skaðlegar afleiðingar áfengisneyslu ásamt því að finna leiðir til að lágmarka skaðann á heilsu þjóðarinnar. Með því að auka aðgengi að áfengi erum við að kasta frá okkur þeim árangri sem þessi vinna hefur skilað.Þú stendur vörð um heilsu fólksins Eins og fyrr sagði eru allar mikilvægustu forvarnaraðgerðir til að auka lýðheilsu Íslendinga lagðar í hendur ykkar þingmanna. Ykkur ber skylda til að gera allt sem í ykkar valdi stendur til að draga úr áfengisneyslu en ekki auka hana og standa þannig vörð um heilsu fólksins í landinu. Ef þingmaður heldur því fram að það að gera áfengisneyslu frjálsa auki ekki áfengisneyslu, sérstaklega meðal ungmenna, þá vil ég sjá þær rannsóknir sem styðja þessar staðhæfingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það hryggir mig að þurfa að setjast niður og skrifa þetta bréf. Á meðan Landspítalinn og heilsugæslan eru komin að þolmörkum leggja nokkrir þingmenn kapp á að auka álagið á heilbrigðiskerfið.Engin brjóstbirta í Kollubúð Þeir halda því fram að það að gera áfengissölu frjálsa sé allt í lagi og skerði ekki lýðheilsu okkar. Ein röksemd þeirra er að Jón Jónsson á Hvanneyri eigi rétt á sama aðgengi og Jónas Jónasson í Borgarnesi. Samt hef ég aldrei heyrt Jón Jónsson kvarta undan því að hann þurfi að keyra til Borgarness til að kaupa sér áfengi eða finnist það brjóta gegn einstaklingsfrelsinu að geta ekki keypt sér brjóstbirtu í Kollubúð.Ungmenni kaupa áfengi Ofneysla áfengis er eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem við horfumst í augu við. Teymi sérfræðinga hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hefur komist að þeirri niðurstöðu að áhrifaríkustu leiðirnar til að minnka áfengisneyslu eru allar á valdi stjórnvalda. Þær eru takmörkun á framboði áfengis, verðstýring og bann við áfengisauglýsingum. Enda sýna gögn frá OECD að neysla áfengis miðað við höfðatölu er allt að tvöfalt meiri í löndum þar sem áfengissala er frjáls – þar með talin drykkja ungmenna undir lögaldri. Auk þess sýna rannsóknir að þrefalt fleiri ungmenni geta keypt áfengi í matvörubúðum en áfengisbúðum án þess að vera spurð um skilríki.Mikil ábyrgð fylgir því að kjósa Vonandi er óþarfi að skrifa þetta bréf en ef þú, ágæti þingmaður, átt eftir að gera upp hug þinn hvort leyfa eigi frjálsa áfengissölu þá bið ég þig um að hafa hugfast, að ef þú kýst með frumvarpinu þá gætir þú einnig verið að velja eftirfarandi:1. Tvöföldun á heildaráfengisneyslu Íslendinga.2. Þreföldun á áfengisaðgengi íslenskra ungmenna.3. Fjölgun krabbameinstilfella – áfengisneysla eykur líkur krabbameini í níu líffærum.4. Fjölgun geðsjúkdóma eins og þunglyndis og kvíðaraskana ásamt örorku.5. Fjölgun annarra sjúkdóma svo sem skorpulifrar, briskirtilsbólgu, gáttaflökts, heilablæðinga og smitsjúkdóma.6. Aukningu á tíðni fósturskaða vegna áfengisneyslu.7. Fjölgun alvarlegra slysa og banaslysa í umferðinni.8. Aukið heimilisofbeldi og vanrækslu barna.9. Fjölgun líkamsárása og glæpa.10. Aukningu á tíðni sjálfsvíga. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að samþykkja umrætt frumvarp og mikilvægt að geta staðið heils hugar við ákvörðun sína eftir að hafa skoðað allar hliðar málsins. Gríðarleg vinna hefur verið lögð í að rannsaka skaðlegar afleiðingar áfengisneyslu ásamt því að finna leiðir til að lágmarka skaðann á heilsu þjóðarinnar. Með því að auka aðgengi að áfengi erum við að kasta frá okkur þeim árangri sem þessi vinna hefur skilað.Þú stendur vörð um heilsu fólksins Eins og fyrr sagði eru allar mikilvægustu forvarnaraðgerðir til að auka lýðheilsu Íslendinga lagðar í hendur ykkar þingmanna. Ykkur ber skylda til að gera allt sem í ykkar valdi stendur til að draga úr áfengisneyslu en ekki auka hana og standa þannig vörð um heilsu fólksins í landinu. Ef þingmaður heldur því fram að það að gera áfengisneyslu frjálsa auki ekki áfengisneyslu, sérstaklega meðal ungmenna, þá vil ég sjá þær rannsóknir sem styðja þessar staðhæfingar.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun