HönnunarMars: Skissubækur og innblástur Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2015 14:00 Hönnuðirnir Guðbjörg og Ýr eru meðal þeirra sem eru með sýningu á HönnunarMars. HönnunarMars hefst í sjöunda sinn þann 12. mars og er þemað í ár leikur. Um 400 hönnuðir og arkitektar taka þátt og eru um hundrað viðburðir á dagskrá ár hvert. Ýr og Guðbjörg eru á meðal þeirra hönnuða sem taka þátt í ár.Guðbjörg á vinnustofu sinni. Hún vinnur skartgripalínuna úr hreindýraklaufum og silfri.vísir/vilhelmHver: Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir skartgripahönnuðurHvað: Tuttu – Skartgripir unnir úr hreindýraklaufum og silfri. Hvenær: Opnun 11. mars klukkan 18. Sýningin verður opnuð 12. mars klukkan 10.00 og verður opin til 15. mars. Hvar: Aurum, Bankastræti 4.„Ég gef hugmyndunum góðan tíma til þess að mótast í huganum og svo þegar ég sest við vinnuborðið þá er ég yfirleitt komin með skýra mynd af forminu og skartinu sem ég ætla að búa til,“ segir Guðbjörg um hönnunarferlið.vísir/vilhelm„Ég byrja á að safna að mér heimildum. Í þessu tiltekna ferli skoðaði ég allt sem ég fann um Grænland og þá sérstaklega gamlar bækur og ljósmyndir,“ segir Guðbjörg, sem sýnir skartgripalínuna Tuttu í Aurum. Skartgripirnir eru unnir úr klaufum grænlenskra hreindýra og er nafn línunnar dregið af þeim. Guðbjörg er hrifin af efniviðnum sem einhverjum gæti þótt óhefðbundinn en efniviðurinn hefur fram til þessa ekki verið mikið nýttur. „Klaufarnar vinn ég á svipaðan hátt og þegar ég er að vinna með málm, nota sömu verkfærin og tækin. Það tók samt tíma að átta sig á efninu og hvað væri hægt að gera,“ segir Guðbjörg en línan samanstendur af hálsmenum, hringum og armböndum. „Ég vinn grunnana að hlutunum á prjónavélina mína og afganginn handsauma ég sjálf, svo það fer mikill tími og handavinna í þetta,“ segir Ýr um buddurnar.vísir/pjeturHver: Ýr Jóhannsdóttir sem hannar undir nafninu Ýrúrarí, nemi í textílhönnun. Hvað: Sköpun / Genitalia, samsýning ásamt Öldu Lilju Geirsdóttur, Öldu Villiljósi, Önnu Rakel Róbertsdóttur Glad, Kristu Hall og Siggu Dögg. Hvenær: Opnunarpartí 13. mars klukkan 17.00. Sýningin opnuð 12. mars klukkan 12.00 og verður opin til 14. mars. Hvar: Víkin kaffihús„Fyrst fékk ég hugmynd að því að gera prjónaða punga, út frá því urðu píkubuddurnar til en það er líka smá orðaleikur þar sem píkur eru af einhverjum ástæðum stundum kallaðar buddur.“vísir/pjetur„Hugmyndirnar eru allar nokkuð einfaldar, en það tók tíma að útfæra þær, það þurfti þó nokkrar prótótýpur áður en ég náði hinni fullkomnu buddu,“ segir Ýr en hún mun sýna Kynfærabuddur á samsýningunni Sköpun. „Nafnið kemur einfaldlega út frá sköpum sem er líka táknrænt fyrir upphaf lífs og sköpunar,“ segir hún um nafn sýningarinnar, en hún setur kynfærin upp í hlýrri, praktískri og litríkri mynd. „Svo er ég einnig búin að hanna og prjóna frekar skemmtilegan og praktískan typpatrefil. Sú hugmynd eiginlega bara skaust upp í höfuðið á mér, en það er mjög praktískt að hafa svona punga, sem hægt er að nota sem vasa, með á treflinum sínum.“ HönnunarMars Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Sjá meira
HönnunarMars hefst í sjöunda sinn þann 12. mars og er þemað í ár leikur. Um 400 hönnuðir og arkitektar taka þátt og eru um hundrað viðburðir á dagskrá ár hvert. Ýr og Guðbjörg eru á meðal þeirra hönnuða sem taka þátt í ár.Guðbjörg á vinnustofu sinni. Hún vinnur skartgripalínuna úr hreindýraklaufum og silfri.vísir/vilhelmHver: Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir skartgripahönnuðurHvað: Tuttu – Skartgripir unnir úr hreindýraklaufum og silfri. Hvenær: Opnun 11. mars klukkan 18. Sýningin verður opnuð 12. mars klukkan 10.00 og verður opin til 15. mars. Hvar: Aurum, Bankastræti 4.„Ég gef hugmyndunum góðan tíma til þess að mótast í huganum og svo þegar ég sest við vinnuborðið þá er ég yfirleitt komin með skýra mynd af forminu og skartinu sem ég ætla að búa til,“ segir Guðbjörg um hönnunarferlið.vísir/vilhelm„Ég byrja á að safna að mér heimildum. Í þessu tiltekna ferli skoðaði ég allt sem ég fann um Grænland og þá sérstaklega gamlar bækur og ljósmyndir,“ segir Guðbjörg, sem sýnir skartgripalínuna Tuttu í Aurum. Skartgripirnir eru unnir úr klaufum grænlenskra hreindýra og er nafn línunnar dregið af þeim. Guðbjörg er hrifin af efniviðnum sem einhverjum gæti þótt óhefðbundinn en efniviðurinn hefur fram til þessa ekki verið mikið nýttur. „Klaufarnar vinn ég á svipaðan hátt og þegar ég er að vinna með málm, nota sömu verkfærin og tækin. Það tók samt tíma að átta sig á efninu og hvað væri hægt að gera,“ segir Guðbjörg en línan samanstendur af hálsmenum, hringum og armböndum. „Ég vinn grunnana að hlutunum á prjónavélina mína og afganginn handsauma ég sjálf, svo það fer mikill tími og handavinna í þetta,“ segir Ýr um buddurnar.vísir/pjeturHver: Ýr Jóhannsdóttir sem hannar undir nafninu Ýrúrarí, nemi í textílhönnun. Hvað: Sköpun / Genitalia, samsýning ásamt Öldu Lilju Geirsdóttur, Öldu Villiljósi, Önnu Rakel Róbertsdóttur Glad, Kristu Hall og Siggu Dögg. Hvenær: Opnunarpartí 13. mars klukkan 17.00. Sýningin opnuð 12. mars klukkan 12.00 og verður opin til 14. mars. Hvar: Víkin kaffihús„Fyrst fékk ég hugmynd að því að gera prjónaða punga, út frá því urðu píkubuddurnar til en það er líka smá orðaleikur þar sem píkur eru af einhverjum ástæðum stundum kallaðar buddur.“vísir/pjetur„Hugmyndirnar eru allar nokkuð einfaldar, en það tók tíma að útfæra þær, það þurfti þó nokkrar prótótýpur áður en ég náði hinni fullkomnu buddu,“ segir Ýr en hún mun sýna Kynfærabuddur á samsýningunni Sköpun. „Nafnið kemur einfaldlega út frá sköpum sem er líka táknrænt fyrir upphaf lífs og sköpunar,“ segir hún um nafn sýningarinnar, en hún setur kynfærin upp í hlýrri, praktískri og litríkri mynd. „Svo er ég einnig búin að hanna og prjóna frekar skemmtilegan og praktískan typpatrefil. Sú hugmynd eiginlega bara skaust upp í höfuðið á mér, en það er mjög praktískt að hafa svona punga, sem hægt er að nota sem vasa, með á treflinum sínum.“
HönnunarMars Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning