Stýra álagi í miðbænum með kvótum heiða kristín helgadóttir skrifar 10. mars 2015 07:45 Ólöf Örvarsdóttir, Sviðsstjóri Umhverfis og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, telur að skipulagsákvarðanir eigi að taka mið af íbúum í borginni en ekki ferðamönnum, því sérstök uppbygging fyrir ferðamenn skili okkur einungis tilbúnu, óspennandi umhverfi sem sé ekki heillandi fyrir gesti að heimsækja. „Þessi aukning fer náttúrulega fram úr öllum áætlunum. Við bregðumst við með því að setja meiri kraft og fjármuni í hreinsun og umhirðu eins og að tæma ruslafötur í miðborginni oftar. Því þetta er eins og við höfum allt í einu fengið mörg hundruð nýja borgarbúa til okkar, sem nota borgina og borgarlandið með okkur meirihluta ársins. En við þurfum að passa að það sem við gerum sé ekki bara fyrir ferðamenn, heldur líka fyrir Reykvíkinga. Þannig að eitthvað sem hefur aðdráttarafl í miðborginni eins og til dæmis flott skautasvell, sem væri frábær viðbót fyrir borgarbúa og þá sem heimsækja borgina því ferðmenn vilja upplifa borgina með borgarbúum en ekki í sérhólfum. Fyrst og fremst eigum við að varðveita okkar sérkenni og sérstöðu.“Lágreist byggð og hótelvæðingEn fara sérkenni miðborgarinnar, eins og lágreist byggð og gömul hús, saman við mikla hóteluppbyggingu? „Hótel eru afmörkuð við miðsvæði og miðborg samkvæmt aðalskipulagi, en sú þróun sem við sjáum núna er í takt við þá þróun sem okkur þykir jákvæð, því uppbyggingin er að teygja sig í átt að Hlemmi og jafnvel ofar í borgina. Álagið á Kvosinni minnkar líka núna því það svæði er orðið nokkuð mettað og við höfum sett þak á þá þróun með tillögu að breyttu skipulagi. Nú á að byggja nýtt hótel við Hlemm og þar í nágrenninu er líka verið að byggja töluvert mikið af nýjum íbúðum. Hótelið getur gert það að verkum að meiri þjónusta sækir á Hlemmsvæðið því hóteluppbygging ein og sér getur haft mjög jákvæð áhrif á umhverfið. Segjum sem svo að á Hlemmi væri frábær matarmarkaður þá styður hótelið við þann markað með sínum gestum og þeim veitingastöðum sem ákveða að vera nálægt hótelinu og umhverfið verður allt líflegra og skemmtilegra.“ Ólöf segir að uppbygging á Laugavegi sé ekki hætt en við sjáum að þyngdin sé að færast nær Hlemmi, Borgartúni, Suðurlandsbraut og að Grand hóteli. „En þarna skipta hjólastígar, göngustígar og græn svæði miklu máli því þau gera það að verkum ferðamenn vilja fara á aðra staði en Kvosina og miðbæinn og geta ferðast um Reykjavík með vistvænum en ekki síður skemmtilegum hætti.“Starfsemiskvótar og stýring Samkvæmt aðalskipulagi eiga starfsemiskvótar á Laugavegi og á Hverfisgötu að ýta undir fjölbreytni á þessu svæði. „Almenningsrými á jarðhæð er algjör forsenda fyrir því að hafa lifandi borg, þannig að við séum ekki bara með lokuð hótellobbý eða veitingastaði. Það þarf að vera lifandi umhverfi og þjónusta á jarðhæðum og fjölbreytni er lykilatriði,“ segir Ólöf.Borgaryfirvöld hafa líka sett 23% þak á hóteluppbygginu í Kvosinni, þannig að hótel mega ekki vera meira en 23% af starfseminni þar.Hefur þú engar áhyggjur af því að þessi kvóti í Kvosinni geti orðið til þess að leyfi gangi kaupum og sölum á uppsprengdu verði? „Það er hugsanlegur möguleiki og við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum eflaust að endurskoða þessar reglur á einhverjum tímapunkti. En við verðum hins vegar að bregðast við og þetta er ein leið til þess. Nú þegar er skipulögð mikil viðbót við gistirými á þessu svæði, hluti er nú þegar kominn til framkvæmda og svo eru þarna einhver fimm prósent til viðbótar sem eru þegar komin í deiliskipulag.“Ef Landsímareiturinn færi í uppbyggingu, er þessu 23% marki þá ekki náð? „Jú, það er rétt.“Þannig að ef ég væri fjárfestir og vildi kaupa upp húsnæði í Kvosinni og breyta því í hótel þá fengi ég ekki leyfi? „Nei, ekki samkvæmt þessu, því þær áætlanir sem eru samþykktar setja bara ákveðið stopp á fleiri hótel þarna.“En hvar er fyrirséð að hóteluppbygging fari fram annars staðar á næstu árum? „Það eru uppi hugmyndir um að stækka Grand hótel, en ég veit ekki hversu hratt þeir fara. En hótel á horninu á Lækjargötu og Vonarstræti gæti komið á þarnæsta ári. Hótel sem fyrirhugað er í Hafnarstræti gæti líka komið á þarnæsta ári. Hótelið á Hljómalindarreit er langt komið, annað hótel ofar á Hverfisgötu líka. Það kemur svo hótel á Laugavegi sem er byrjað að byggja. Þetta er auðvitað mjög mikið en í samræmi við eftirspurn. Hótel geta verið góð innspýting fyrir ákveðin svæði eins og dæmin sanna ef vel er staðið að verki.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, telur að skipulagsákvarðanir eigi að taka mið af íbúum í borginni en ekki ferðamönnum, því sérstök uppbygging fyrir ferðamenn skili okkur einungis tilbúnu, óspennandi umhverfi sem sé ekki heillandi fyrir gesti að heimsækja. „Þessi aukning fer náttúrulega fram úr öllum áætlunum. Við bregðumst við með því að setja meiri kraft og fjármuni í hreinsun og umhirðu eins og að tæma ruslafötur í miðborginni oftar. Því þetta er eins og við höfum allt í einu fengið mörg hundruð nýja borgarbúa til okkar, sem nota borgina og borgarlandið með okkur meirihluta ársins. En við þurfum að passa að það sem við gerum sé ekki bara fyrir ferðamenn, heldur líka fyrir Reykvíkinga. Þannig að eitthvað sem hefur aðdráttarafl í miðborginni eins og til dæmis flott skautasvell, sem væri frábær viðbót fyrir borgarbúa og þá sem heimsækja borgina því ferðmenn vilja upplifa borgina með borgarbúum en ekki í sérhólfum. Fyrst og fremst eigum við að varðveita okkar sérkenni og sérstöðu.“Lágreist byggð og hótelvæðingEn fara sérkenni miðborgarinnar, eins og lágreist byggð og gömul hús, saman við mikla hóteluppbyggingu? „Hótel eru afmörkuð við miðsvæði og miðborg samkvæmt aðalskipulagi, en sú þróun sem við sjáum núna er í takt við þá þróun sem okkur þykir jákvæð, því uppbyggingin er að teygja sig í átt að Hlemmi og jafnvel ofar í borgina. Álagið á Kvosinni minnkar líka núna því það svæði er orðið nokkuð mettað og við höfum sett þak á þá þróun með tillögu að breyttu skipulagi. Nú á að byggja nýtt hótel við Hlemm og þar í nágrenninu er líka verið að byggja töluvert mikið af nýjum íbúðum. Hótelið getur gert það að verkum að meiri þjónusta sækir á Hlemmsvæðið því hóteluppbygging ein og sér getur haft mjög jákvæð áhrif á umhverfið. Segjum sem svo að á Hlemmi væri frábær matarmarkaður þá styður hótelið við þann markað með sínum gestum og þeim veitingastöðum sem ákveða að vera nálægt hótelinu og umhverfið verður allt líflegra og skemmtilegra.“ Ólöf segir að uppbygging á Laugavegi sé ekki hætt en við sjáum að þyngdin sé að færast nær Hlemmi, Borgartúni, Suðurlandsbraut og að Grand hóteli. „En þarna skipta hjólastígar, göngustígar og græn svæði miklu máli því þau gera það að verkum ferðamenn vilja fara á aðra staði en Kvosina og miðbæinn og geta ferðast um Reykjavík með vistvænum en ekki síður skemmtilegum hætti.“Starfsemiskvótar og stýring Samkvæmt aðalskipulagi eiga starfsemiskvótar á Laugavegi og á Hverfisgötu að ýta undir fjölbreytni á þessu svæði. „Almenningsrými á jarðhæð er algjör forsenda fyrir því að hafa lifandi borg, þannig að við séum ekki bara með lokuð hótellobbý eða veitingastaði. Það þarf að vera lifandi umhverfi og þjónusta á jarðhæðum og fjölbreytni er lykilatriði,“ segir Ólöf.Borgaryfirvöld hafa líka sett 23% þak á hóteluppbygginu í Kvosinni, þannig að hótel mega ekki vera meira en 23% af starfseminni þar.Hefur þú engar áhyggjur af því að þessi kvóti í Kvosinni geti orðið til þess að leyfi gangi kaupum og sölum á uppsprengdu verði? „Það er hugsanlegur möguleiki og við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum eflaust að endurskoða þessar reglur á einhverjum tímapunkti. En við verðum hins vegar að bregðast við og þetta er ein leið til þess. Nú þegar er skipulögð mikil viðbót við gistirými á þessu svæði, hluti er nú þegar kominn til framkvæmda og svo eru þarna einhver fimm prósent til viðbótar sem eru þegar komin í deiliskipulag.“Ef Landsímareiturinn færi í uppbyggingu, er þessu 23% marki þá ekki náð? „Jú, það er rétt.“Þannig að ef ég væri fjárfestir og vildi kaupa upp húsnæði í Kvosinni og breyta því í hótel þá fengi ég ekki leyfi? „Nei, ekki samkvæmt þessu, því þær áætlanir sem eru samþykktar setja bara ákveðið stopp á fleiri hótel þarna.“En hvar er fyrirséð að hóteluppbygging fari fram annars staðar á næstu árum? „Það eru uppi hugmyndir um að stækka Grand hótel, en ég veit ekki hversu hratt þeir fara. En hótel á horninu á Lækjargötu og Vonarstræti gæti komið á þarnæsta ári. Hótel sem fyrirhugað er í Hafnarstræti gæti líka komið á þarnæsta ári. Hótelið á Hljómalindarreit er langt komið, annað hótel ofar á Hverfisgötu líka. Það kemur svo hótel á Laugavegi sem er byrjað að byggja. Þetta er auðvitað mjög mikið en í samræmi við eftirspurn. Hótel geta verið góð innspýting fyrir ákveðin svæði eins og dæmin sanna ef vel er staðið að verki.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira