Grundvallarspurningar um RÚV Stjórnarmaðurinn skrifar 11. mars 2015 10:15 Morgunblaðið fjallaði í vikubyrjun um málefni Ríkisútvarpsins og kvað leiðarahöfundur nokkuð fast að orði. Velti hann m.a. upp þeirri spurningu hvort ekki kæmi til greina að ríkið semdi við Bylgjuna um að gegna því öryggishlutverki sem hingað til hefur hvílt á herðum RÚV. Benti hann á þá staðreynd að Bylgjan hefur meiri hlustun en útvarpsrásir RÚV. Ritstjóri Morgunblaðsins veltir þarna upp grundvallarspurningu um RÚV. Það er ágætis tilbreyting, en umræðan hefur oftar en ekki litast af pólitík, sem verður til þess að tími vinnst ekki til að ræða grundvallaratriði um stöðu ríkisútvarps í nútímasamfélagi. Hvað öryggishlutverkið varðar þá telur stjórnarmaðurinn, líkt og ritstjóri Morgunblaðsins, að aðrar lausnir séu raunhæfar. Þannig mætti hugsa sér eins og hann gerir að ríkið semdi við einkareknu miðlana um að gegna þessu hlutverki, en einnig mætti skoða hvort ekki er hægt að leggja skyldur í þessum efnum á fjölmiðla við veitingu t.d. útvarpsleyfa. Síðast en ekki síst má spyrja hvort lögboða sé nokkuð þörf í þessum efnum, enda er ekki hægt að segja að einkareknu miðlarnir láti sitt eftir liggja þegar kemur að umfjöllun um náttúruhamfarir eða álíka viðburði. Undanfarin ár hefur umræða um RÚV oftar en ekki snúist um bága fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Á sama tíma hefur verið ákall eftir auknu vægi innlendrar dagskrárgerðar hjá stofnuninni, á kostnað erlends skemmtiefnis. Fólk leyfir sér að horfa fram hjá þeirri staðreynd að framleiðsla á innlendu efni frá grunni er margfalt dýrari en innkaup á erlendu efni. Því er ljóst að RÚV getur ekki bæði haldið núverandi formi, þ.e.a.s. haldið úti öllum sínum miðlum, og um leið aukið stórkostlega vægi innlendrar framleiðslu. Kall eftir aukinni áherslu á innlenda dagskrárgerð er því um leið kall eftir breyttu hlutverki stofnunarinnar. Ríkisútvarpið er líka á auglýsingamarkaði, og étur þar mikilvægar tekjur fyrir einkarekin fjölmiðlafyrirtæki á markaðnum. Það er ekki hlutverk hins opinbera að leggja stein í götu einkaaðila. Stjórnarmaðurinn er ekki andstæðingur ríkisrekinna fjölmiðla. Þvert á móti telur hann þá í aðstöðu til að sinna umfjöllunarefnum sem annars er hætt við að falli milli skips og bryggju, má þar nefna heimildarmyndir um ýmis málefni og fréttatengda umfjöllun, sbr. BBC í Bretlandi. Íslendingar verða hins vegar að gera upp við sig hvernig ríkisútvarp þeir vilja. Það verður ekki bæði sleppt og haldið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Morgunblaðið fjallaði í vikubyrjun um málefni Ríkisútvarpsins og kvað leiðarahöfundur nokkuð fast að orði. Velti hann m.a. upp þeirri spurningu hvort ekki kæmi til greina að ríkið semdi við Bylgjuna um að gegna því öryggishlutverki sem hingað til hefur hvílt á herðum RÚV. Benti hann á þá staðreynd að Bylgjan hefur meiri hlustun en útvarpsrásir RÚV. Ritstjóri Morgunblaðsins veltir þarna upp grundvallarspurningu um RÚV. Það er ágætis tilbreyting, en umræðan hefur oftar en ekki litast af pólitík, sem verður til þess að tími vinnst ekki til að ræða grundvallaratriði um stöðu ríkisútvarps í nútímasamfélagi. Hvað öryggishlutverkið varðar þá telur stjórnarmaðurinn, líkt og ritstjóri Morgunblaðsins, að aðrar lausnir séu raunhæfar. Þannig mætti hugsa sér eins og hann gerir að ríkið semdi við einkareknu miðlana um að gegna þessu hlutverki, en einnig mætti skoða hvort ekki er hægt að leggja skyldur í þessum efnum á fjölmiðla við veitingu t.d. útvarpsleyfa. Síðast en ekki síst má spyrja hvort lögboða sé nokkuð þörf í þessum efnum, enda er ekki hægt að segja að einkareknu miðlarnir láti sitt eftir liggja þegar kemur að umfjöllun um náttúruhamfarir eða álíka viðburði. Undanfarin ár hefur umræða um RÚV oftar en ekki snúist um bága fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Á sama tíma hefur verið ákall eftir auknu vægi innlendrar dagskrárgerðar hjá stofnuninni, á kostnað erlends skemmtiefnis. Fólk leyfir sér að horfa fram hjá þeirri staðreynd að framleiðsla á innlendu efni frá grunni er margfalt dýrari en innkaup á erlendu efni. Því er ljóst að RÚV getur ekki bæði haldið núverandi formi, þ.e.a.s. haldið úti öllum sínum miðlum, og um leið aukið stórkostlega vægi innlendrar framleiðslu. Kall eftir aukinni áherslu á innlenda dagskrárgerð er því um leið kall eftir breyttu hlutverki stofnunarinnar. Ríkisútvarpið er líka á auglýsingamarkaði, og étur þar mikilvægar tekjur fyrir einkarekin fjölmiðlafyrirtæki á markaðnum. Það er ekki hlutverk hins opinbera að leggja stein í götu einkaaðila. Stjórnarmaðurinn er ekki andstæðingur ríkisrekinna fjölmiðla. Þvert á móti telur hann þá í aðstöðu til að sinna umfjöllunarefnum sem annars er hætt við að falli milli skips og bryggju, má þar nefna heimildarmyndir um ýmis málefni og fréttatengda umfjöllun, sbr. BBC í Bretlandi. Íslendingar verða hins vegar að gera upp við sig hvernig ríkisútvarp þeir vilja. Það verður ekki bæði sleppt og haldið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira