Óður til verkamanna Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 13. mars 2015 09:30 Ný lína Orra Finn kallast Verkfæri. Jónatan Grétarsson Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason, hönnuðir skartgripamerkisins Orri Finn, sýna hluta af nýrri línu hannaðri fyrir karlmenn, Verkfæri, á HönnunarMars, sem innblásin er af gamaldags verkfærum. „Þessi lína er svolítið til heiðurs verkafólki og verkalýðsbaráttu. Smá 1. maí í þessu,“ segir Helga. „Venjulega gerum við bara eina línu á ári en við vildum gera eitthvað sérstakt fyrir HönnunarMars. Þessi hugmynd að verkfæralínu er búin að gerjast í okkur lengi svo við ákváðum bara að sýna það sem við erum að vinna að,“ segir Helga. Línan er innblásin af gömlum verkfærum, en þau voru að gera upp hús í Hnífsdal þegar þau fundu gömul skæri í húsinu, sem þeim þótti svo falleg að smíðuð var nákvæm eftirmynd af þeim, sem notuð er í skartið.Línan er gerð með karlmenn í huga, þótt allt skart frá Orra Finn sé fyrir bæði kynin. „Línan snýst um verkfærin sjálf. Við vorum alveg heilluð af þessum gömlu verkfærum eins og exinni, sem er svo karlmannleg og voldug, en um leið er hún með svo mjúkar línur.“ Í línunni, sem er ekki fullgerð, má finna skæri, rakhníf og exi, ásamt lykli og oddi af blekpenna. Fengu þau ljósmyndarann Jónatan Grétarsson til þess að mynda línuna og verða myndirnar, ásamt skartgripunum til sýnis í nýrri vinnustofu þeirra á Skólavörðustíg 17a um helgina. „Á laugardaginn klukkan þrjú verður svo gjörningur hjá okkur. Ég vil sem minnst segja um hann, en það á að koma á óvart,“ segir Helga leyndardómsfull að lokum. HönnunarMars Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason, hönnuðir skartgripamerkisins Orri Finn, sýna hluta af nýrri línu hannaðri fyrir karlmenn, Verkfæri, á HönnunarMars, sem innblásin er af gamaldags verkfærum. „Þessi lína er svolítið til heiðurs verkafólki og verkalýðsbaráttu. Smá 1. maí í þessu,“ segir Helga. „Venjulega gerum við bara eina línu á ári en við vildum gera eitthvað sérstakt fyrir HönnunarMars. Þessi hugmynd að verkfæralínu er búin að gerjast í okkur lengi svo við ákváðum bara að sýna það sem við erum að vinna að,“ segir Helga. Línan er innblásin af gömlum verkfærum, en þau voru að gera upp hús í Hnífsdal þegar þau fundu gömul skæri í húsinu, sem þeim þótti svo falleg að smíðuð var nákvæm eftirmynd af þeim, sem notuð er í skartið.Línan er gerð með karlmenn í huga, þótt allt skart frá Orra Finn sé fyrir bæði kynin. „Línan snýst um verkfærin sjálf. Við vorum alveg heilluð af þessum gömlu verkfærum eins og exinni, sem er svo karlmannleg og voldug, en um leið er hún með svo mjúkar línur.“ Í línunni, sem er ekki fullgerð, má finna skæri, rakhníf og exi, ásamt lykli og oddi af blekpenna. Fengu þau ljósmyndarann Jónatan Grétarsson til þess að mynda línuna og verða myndirnar, ásamt skartgripunum til sýnis í nýrri vinnustofu þeirra á Skólavörðustíg 17a um helgina. „Á laugardaginn klukkan þrjú verður svo gjörningur hjá okkur. Ég vil sem minnst segja um hann, en það á að koma á óvart,“ segir Helga leyndardómsfull að lokum.
HönnunarMars Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira