Hljóp heim til mömmu eftir fyrstu troðsluna Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2015 08:00 Hinn ákaflega geðþekki og brosmildi bakvörður Njarðvíkur nýtur lífsins á Íslandi þrátt fyrir erfiðan vetur. Hann kom til liðsins um áramótin og skoraði 30 stig eða meira í tíu af ellefu leikjum liðsins í Dominos-deildinni. Vísir/Pjetur „Ég er mjög þakklátur fyrir þessi verðlaun,“ segir Stefan Bonneau, leikmaður Njarðvíkur, brosmildur en hann var kjörinn besti leikmaður seinni hlutans í Dominos-deild karla í körfubolta á blaðamannafundi KKÍ í Laugardalnum í gær. Það kom í raun enginn annar til greina þegar leitað var að besta leikmanninum eftir áramót. Þessi ótrúlegi skotbakvörður skoraði 36,9 stig að meðaltali í leik, tók sjö fráköst og gaf 5,1 stoðsendingu. Hann hitti úr 4,8 þriggja stiga skotum að meðaltali í leik og var með 46,5 prósent nýtingu fyrir utan teiginn. Geggjuð, og nánast galin, tölfræði. „Við erum að finna okkar einkenni sem lið,“ segir hann við Fréttablaðið. „Ef við ætlum alla leið þurfum við að bæta vörnina. Þetta snýst allt um hana. Í sókninni getum við gert það sem okkur langar til nánast hvenær sem er, en ef við ætlum að vinna þann stóra þurfum við góðan varnarleik.“Stórir í Kína Bonneau er frá New York og spilaði háskólabolta með LIU Post í Brookville þar í borg. Þegar hann útskrifaðist var hann fenginn til Fort Wayne Mad Ants í þróunardeild NBA. Þaðan fór hann til Kanada þar sem hann vann titilinn með Windsor Express og var kjörinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. „Eftir það spilaði ég nokkra mánuði í Kína áður en ég kom til Íslands. Kínadvölin var mjög ólík öðru sem ég hef kynnst því þar voru spilaðir þrír leikir á viku. Á Íslandi er leikjaálagið minna þannig að þetta er rólegra og maður nær meiri endurheimt,“ segir Bonneau. Bandaríkjamaðurinn er ekki sá stærsti í bransanum, aðeins 177 cm, en hann var samt ekki að spila við marga í sinni hæð í Kína þótt meðalhæðin þar sé almennt ekki sú mesta í heiminum. „Nei, maður,“ segir hann og hlær. „Það voru tveir í hverju í liði langt yfir tvo og tíu. Kínverskir leikmenn. Það var ekki eitthvað sem ég bjóst við.“Veðrið brjálað Bonneau segist njóta lífsins á Íslandi. Það þarf ekki að koma neinum á óvart hvað honum finnst þó vera það versta við að halda til á klakanum. Vitaskuld er það veðrið. „Mér líður mjög vel hérna. Andrúmsloftið er afslappað en veðrið er alveg brjálað. Fyrir utan veðrið er þetta alveg frábært. Ég hef þó heyrt að þetta sé einn versti veturinn í langan tíma,“ segir hann. Körfuboltinn er þó aðalmálið og á fimmtudaginn mætir Njarðvík liði Stjörnunnar í fyrsta sinn í átta liða úrslitum. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í undanúrslit. „Við getum farið alla leið, það er ekki spurning. Nú er úrslitakeppnin byrjuð og þá fara allir á fullt. Við verðum að berjast og gefa okkur alla í þetta allan tímann. Við getum klárlega unnið þann stóra en þá verðum við að spila góða vörn,“ segir Bonneau.Tróð og sagði mömmu Stökkkraftur Bonneau hefur vakið mikla athygli í vetur. Hann er algjör gormur og gerir hluti sem sumir eiga bágt með að trúa, sérstaklega í ljósi lágrar innistæðu í sentimetrabankanum. „Ég hef alltaf getað hoppað svona. Ég tróð fyrst þegar ég var fjórtán ára gamall. Þá var ég rétt skriðinn yfir 150 cm,“ segir Bonneu og hlær dátt. Hann man meira að segja eftir fyrstu troðslunni. „Ég var í íþróttatíma í gaggó. Ég reyndi nokkrum sinnum að troða og svo tókst það. Ég var nánast í áfalli sjálfur, ég var svo glaður. Það fyrsta sem ég gerði var að hlaupa heim og segja mömmu frá því,“ segir Bonneau.“Bestu humarhalarnir Tölfræði Bonneaus í Dominos-deildinni er svo góð að tæplega er hægt að búast við honum aftur í græna búningnum næsta vetur. Því miður. Þessi gríðarlega geðþekki og brosmildi strákur veit þó ekki hvað tekur við. „Ég ræð því tæplega sjálfur. Ég vil bara einbeita mér núna að úrslitakeppninni og fara eins langt með liðinu mínu og ég get. Svo verð ég bara að sjá til hvað gerist eftir tímabilið,“ segir Bonneau. Hann lofar þó að koma aftur síðar í heimsókn hvernig sem fer. Og ástæðan? Jú, humarhalarnir á uppáhaldsveitingastaðnum hans. „Ég elska veitingastaðinn Duus. Þar er boðið upp á bestu humarhala sem ég hef fengið. Þó ég fari annað að spila körfubolta eftir tímabilið á Íslandi þá mun ég koma aftur til að borða þá. Það er ekki spurning,“ segir Stefan Bonneau að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira
„Ég er mjög þakklátur fyrir þessi verðlaun,“ segir Stefan Bonneau, leikmaður Njarðvíkur, brosmildur en hann var kjörinn besti leikmaður seinni hlutans í Dominos-deild karla í körfubolta á blaðamannafundi KKÍ í Laugardalnum í gær. Það kom í raun enginn annar til greina þegar leitað var að besta leikmanninum eftir áramót. Þessi ótrúlegi skotbakvörður skoraði 36,9 stig að meðaltali í leik, tók sjö fráköst og gaf 5,1 stoðsendingu. Hann hitti úr 4,8 þriggja stiga skotum að meðaltali í leik og var með 46,5 prósent nýtingu fyrir utan teiginn. Geggjuð, og nánast galin, tölfræði. „Við erum að finna okkar einkenni sem lið,“ segir hann við Fréttablaðið. „Ef við ætlum alla leið þurfum við að bæta vörnina. Þetta snýst allt um hana. Í sókninni getum við gert það sem okkur langar til nánast hvenær sem er, en ef við ætlum að vinna þann stóra þurfum við góðan varnarleik.“Stórir í Kína Bonneau er frá New York og spilaði háskólabolta með LIU Post í Brookville þar í borg. Þegar hann útskrifaðist var hann fenginn til Fort Wayne Mad Ants í þróunardeild NBA. Þaðan fór hann til Kanada þar sem hann vann titilinn með Windsor Express og var kjörinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. „Eftir það spilaði ég nokkra mánuði í Kína áður en ég kom til Íslands. Kínadvölin var mjög ólík öðru sem ég hef kynnst því þar voru spilaðir þrír leikir á viku. Á Íslandi er leikjaálagið minna þannig að þetta er rólegra og maður nær meiri endurheimt,“ segir Bonneau. Bandaríkjamaðurinn er ekki sá stærsti í bransanum, aðeins 177 cm, en hann var samt ekki að spila við marga í sinni hæð í Kína þótt meðalhæðin þar sé almennt ekki sú mesta í heiminum. „Nei, maður,“ segir hann og hlær. „Það voru tveir í hverju í liði langt yfir tvo og tíu. Kínverskir leikmenn. Það var ekki eitthvað sem ég bjóst við.“Veðrið brjálað Bonneau segist njóta lífsins á Íslandi. Það þarf ekki að koma neinum á óvart hvað honum finnst þó vera það versta við að halda til á klakanum. Vitaskuld er það veðrið. „Mér líður mjög vel hérna. Andrúmsloftið er afslappað en veðrið er alveg brjálað. Fyrir utan veðrið er þetta alveg frábært. Ég hef þó heyrt að þetta sé einn versti veturinn í langan tíma,“ segir hann. Körfuboltinn er þó aðalmálið og á fimmtudaginn mætir Njarðvík liði Stjörnunnar í fyrsta sinn í átta liða úrslitum. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í undanúrslit. „Við getum farið alla leið, það er ekki spurning. Nú er úrslitakeppnin byrjuð og þá fara allir á fullt. Við verðum að berjast og gefa okkur alla í þetta allan tímann. Við getum klárlega unnið þann stóra en þá verðum við að spila góða vörn,“ segir Bonneau.Tróð og sagði mömmu Stökkkraftur Bonneau hefur vakið mikla athygli í vetur. Hann er algjör gormur og gerir hluti sem sumir eiga bágt með að trúa, sérstaklega í ljósi lágrar innistæðu í sentimetrabankanum. „Ég hef alltaf getað hoppað svona. Ég tróð fyrst þegar ég var fjórtán ára gamall. Þá var ég rétt skriðinn yfir 150 cm,“ segir Bonneu og hlær dátt. Hann man meira að segja eftir fyrstu troðslunni. „Ég var í íþróttatíma í gaggó. Ég reyndi nokkrum sinnum að troða og svo tókst það. Ég var nánast í áfalli sjálfur, ég var svo glaður. Það fyrsta sem ég gerði var að hlaupa heim og segja mömmu frá því,“ segir Bonneau.“Bestu humarhalarnir Tölfræði Bonneaus í Dominos-deildinni er svo góð að tæplega er hægt að búast við honum aftur í græna búningnum næsta vetur. Því miður. Þessi gríðarlega geðþekki og brosmildi strákur veit þó ekki hvað tekur við. „Ég ræð því tæplega sjálfur. Ég vil bara einbeita mér núna að úrslitakeppninni og fara eins langt með liðinu mínu og ég get. Svo verð ég bara að sjá til hvað gerist eftir tímabilið,“ segir Bonneau. Hann lofar þó að koma aftur síðar í heimsókn hvernig sem fer. Og ástæðan? Jú, humarhalarnir á uppáhaldsveitingastaðnum hans. „Ég elska veitingastaðinn Duus. Þar er boðið upp á bestu humarhala sem ég hef fengið. Þó ég fari annað að spila körfubolta eftir tímabilið á Íslandi þá mun ég koma aftur til að borða þá. Það er ekki spurning,“ segir Stefan Bonneau að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Sjá meira