Stjörnustríðið mikla: MSN gegn BBC Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2015 10:00 MSN eða Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez eru búnir að skora saman 29 mörk á árinu 2015. Fréttablaðið/AFP Það er ekki hægt að finna sterkari sóknarþríeyki í fótboltanum en hjá spænsku liðunum Barcelona og Real Madrid og það verður því algjör knattspyrnuveisla þegar liðin mætast í El Clasico um helgina. Þarna fær knattspyrnuáhugafólk tækifæri til að sjá BBC (Karim Benzema, Gareth Bale, Cristiano Ronaldo) á móti MSN (Lionel Messi, Luis Suarez, Neymar) í leik sem er eins mikilvægur og þeir geta orðið. Það er ekki bara heiðurinn undir heldur einnig spænski meistaratitillinn. Barcelona er á heimavelli og hefur eins stigs forskot á Real Madrid á toppi deildarinnar. Hér er því á ferðinni einn mest spennandi El Clasico-leikur síðustu ára. Real Madrid vann fyrri leikinn 3-1 á Bernabéu þrátt fyrir að Barcelona kæmist í 1-0 í upphafi leiks. Sá leikur snérist þó aðallega um það að Luis Suárez var að spila sinn fyrsta leik með Barcelona eftir leikbannið og Úrúgvæinn var alls ekki kominn í takt við hina tvo. Í raun var það Real Madrid sem réð ríkjum á Spáni fyrir jól, bæði í stigasöfnun og í markaskorun BBC-þríeykisins. BBC skoraði þrettán mörkum meira en MSN fyrir áramót og Real var með fjögurra stiga forskot á Börsunga yfir jólin. Enginn var betri en Cristiano Ronaldo sem skoraði 25 mörk í fyrstu fjórtán deildarleikjum tímabilsins. Með nýkrýndan besta fótboltamann í heimi leit út fyrir að Evrópumeistarar Real Madrid væru óstöðvandi. Lionel Messi og félagar í MSN-þríeyki Barcelona voru hins vegar ekki búnir að leggja árar í bát. Messi hefur skipt yfir í túrbó-gírinn á árinu 2014 og þeir Messi, Neymar og Suárez virðast ná betur saman með hverjum leik.BBC-þríeykið hjá Real Madrid: Benzema, Bale og Ronaldo.Vísir/GettyÁ sama tíma og Barcelona fann aftur taktinn lenti Real Madrid hins vegar í vandræðum, Gullboltinn virtist þyngja Cristiano Ronaldo sem hefur bara verið venjulegur leikmaður síðan hann var kosinn sá besti í heimi annað árið í röð. Kannski bara orðinn svolítið saddur á meðan aðalkeppinauturinn, Lionel Messi, spilar eins maður sem er glorhungraður í að komast aftur í hásæti fótboltaheimsins. Lionel Messi hefur skoraði 17 mörk í fyrstu 11 leikjum ársins og MSN-gengið er með fjórtán fleiri mörk en BBC-þríeykið það sem af er á árinu 2015. Góð spilamennska Börsunga hefur skilað þeim í toppsæti deildarinnar. Barcelona getur náð fjögurra stiga forskoti með sigri á Real Madrid klukkan 20.00 á sunnudagskvöldið. Real-liðið getur með sigri getur liðið tekið aftur frumkvæðið fyrir síðustu tíu umferðir tímabilsins. Börsungar hafa unnið sig til baka upp í toppsætið og þar er ekki á dagskrá að tapa stigum á heimavelli á móti erkióvinunum sem hafa ekki unnið tvo leiki í röð á móti Barca síðan fyrir íslenska bankahrunið. Það er von á knattspyrnuveislu á Nývangi því lið með sóknarþríeyki eins og Barcelona og Real Madrid eru ekki að fara að leggjast í vörn. BBC og MSN vilja hafa boltann og það sem oftast. Fyrir vikið verður enginn svikinn af því að skella sér í sófann og fylgjast með beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Spænski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Í beinni: Leeds - Everton | Fyrsta umferðin klárast á Elland Road Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Sjá meira
Það er ekki hægt að finna sterkari sóknarþríeyki í fótboltanum en hjá spænsku liðunum Barcelona og Real Madrid og það verður því algjör knattspyrnuveisla þegar liðin mætast í El Clasico um helgina. Þarna fær knattspyrnuáhugafólk tækifæri til að sjá BBC (Karim Benzema, Gareth Bale, Cristiano Ronaldo) á móti MSN (Lionel Messi, Luis Suarez, Neymar) í leik sem er eins mikilvægur og þeir geta orðið. Það er ekki bara heiðurinn undir heldur einnig spænski meistaratitillinn. Barcelona er á heimavelli og hefur eins stigs forskot á Real Madrid á toppi deildarinnar. Hér er því á ferðinni einn mest spennandi El Clasico-leikur síðustu ára. Real Madrid vann fyrri leikinn 3-1 á Bernabéu þrátt fyrir að Barcelona kæmist í 1-0 í upphafi leiks. Sá leikur snérist þó aðallega um það að Luis Suárez var að spila sinn fyrsta leik með Barcelona eftir leikbannið og Úrúgvæinn var alls ekki kominn í takt við hina tvo. Í raun var það Real Madrid sem réð ríkjum á Spáni fyrir jól, bæði í stigasöfnun og í markaskorun BBC-þríeykisins. BBC skoraði þrettán mörkum meira en MSN fyrir áramót og Real var með fjögurra stiga forskot á Börsunga yfir jólin. Enginn var betri en Cristiano Ronaldo sem skoraði 25 mörk í fyrstu fjórtán deildarleikjum tímabilsins. Með nýkrýndan besta fótboltamann í heimi leit út fyrir að Evrópumeistarar Real Madrid væru óstöðvandi. Lionel Messi og félagar í MSN-þríeyki Barcelona voru hins vegar ekki búnir að leggja árar í bát. Messi hefur skipt yfir í túrbó-gírinn á árinu 2014 og þeir Messi, Neymar og Suárez virðast ná betur saman með hverjum leik.BBC-þríeykið hjá Real Madrid: Benzema, Bale og Ronaldo.Vísir/GettyÁ sama tíma og Barcelona fann aftur taktinn lenti Real Madrid hins vegar í vandræðum, Gullboltinn virtist þyngja Cristiano Ronaldo sem hefur bara verið venjulegur leikmaður síðan hann var kosinn sá besti í heimi annað árið í röð. Kannski bara orðinn svolítið saddur á meðan aðalkeppinauturinn, Lionel Messi, spilar eins maður sem er glorhungraður í að komast aftur í hásæti fótboltaheimsins. Lionel Messi hefur skoraði 17 mörk í fyrstu 11 leikjum ársins og MSN-gengið er með fjórtán fleiri mörk en BBC-þríeykið það sem af er á árinu 2015. Góð spilamennska Börsunga hefur skilað þeim í toppsæti deildarinnar. Barcelona getur náð fjögurra stiga forskoti með sigri á Real Madrid klukkan 20.00 á sunnudagskvöldið. Real-liðið getur með sigri getur liðið tekið aftur frumkvæðið fyrir síðustu tíu umferðir tímabilsins. Börsungar hafa unnið sig til baka upp í toppsætið og þar er ekki á dagskrá að tapa stigum á heimavelli á móti erkióvinunum sem hafa ekki unnið tvo leiki í röð á móti Barca síðan fyrir íslenska bankahrunið. Það er von á knattspyrnuveislu á Nývangi því lið með sóknarþríeyki eins og Barcelona og Real Madrid eru ekki að fara að leggjast í vörn. BBC og MSN vilja hafa boltann og það sem oftast. Fyrir vikið verður enginn svikinn af því að skella sér í sófann og fylgjast með beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Spænski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Í beinni: Leeds - Everton | Fyrsta umferðin klárast á Elland Road Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Sjá meira