Þrjú þúsund seðlabankastjórar Stjórnarmaðurinn skrifar 25. mars 2015 10:15 Bandaríkin, Bretland, Noregur, Finnland, Danmörk og Svíþjóð. Allt eru þetta lönd sem láta sér nægja einn seðlabankastjóra. Sama gildir um Seðlabanka Evrópu, en þar hefur ekki verið talin ástæða til að skipa tvo meðreiðarsveina til aðstoðar Mario Draghi. Á Íslandi höfum við hins vegar lengst af farið aðra leið, og talið þörf á þremur seðlabankastjórum. Það fyrirkomulag var þó afnumið 2009 og hefur bankastjóri síðan þá starfað einsamall, en þó með aðstoðarseðlabankastjóra sér við hlið og bankastjórn sem gegnir eftirlitshlutverki. Ætla mætti að með þessu væri tryggt að starfsemi bankans gæti gengið snurðulaust fyrir sig, og raunar er ekkert sem bendir til þess að stjórn Seðlabankans hafi verið sérstaklega ábótavant síðan þriggja manna kerfið var afnumið – nema síður sé. Nefnd skipuð af fjármálaráðherra er þó á öðru máli og hefur lagt til úrbætur á starfseminni sem m.a. fela í sér að seðlabankastjórar verði aftur þrír. Hvernig getur það staðist að í 300 þúsund manna landi þurfi þrjá menn í sambærilega stöðu og einn maður gegnir í Bandaríkjunum? Landi sem er þúsund sinnum fjölmennara en Ísland. Má þá ekki segja að Bandaríkjamenn ættu að kalla til 2.999 nýja seðlabankastjóra til viðbótar þeim sem fyrir er á fleti, að Bretar ættu að fjölga í 600 og Danir í 45? Nei, vitaskuld ekki. Það er ágæt regla fyrir litla þjóð að finna ekki upp hjólið þegar auðveldlega má finna alþjóðlegar fyrirmyndir. Lausleg skoðun á þeim sem gegnt hafa embætti seðlabankastjóra leiðir í ljós að á árunum 1986 til 2009 gegndu sjö fyrrverandi ráðherrar embætti seðlabankastjóra. Þar af voru tveir fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins, og tveir formenn Framsóknarflokksins. Þar sat líka annar fyrrverandi framsóknarráðherra sem hætti störfum og keypti ásamt öðrum banka í ríkiseigu. Við þetta má svo bæta að þrír seðlabankastjórar tryggja ekki að bankinn standi vaktina á ögurstundu. Hver man annars ekki eftir því á haustdögum 2008 þegar allt sigldi í strand en ekki náðist í seðlabankastjóra þar sem hann var í kvikmyndahúsi? Það er óheiðarlegt að klæða tillögu um fjölgun seðlabankastjóra í skýrslubúning. Tillagan felur í sér afturhvarf til þeirra tíma þegar bankinn var pólitískt elliheimili, og affarasælast væri að segja það hreint út. Menn gætu þá tekist á um málið á þeim grundvelli. Sár reynslan kennir okkur nefnilega að við þurfum sjálfstæðan og faglegan Seðlabanka sem bregst við á ögurstundu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Bandaríkin, Bretland, Noregur, Finnland, Danmörk og Svíþjóð. Allt eru þetta lönd sem láta sér nægja einn seðlabankastjóra. Sama gildir um Seðlabanka Evrópu, en þar hefur ekki verið talin ástæða til að skipa tvo meðreiðarsveina til aðstoðar Mario Draghi. Á Íslandi höfum við hins vegar lengst af farið aðra leið, og talið þörf á þremur seðlabankastjórum. Það fyrirkomulag var þó afnumið 2009 og hefur bankastjóri síðan þá starfað einsamall, en þó með aðstoðarseðlabankastjóra sér við hlið og bankastjórn sem gegnir eftirlitshlutverki. Ætla mætti að með þessu væri tryggt að starfsemi bankans gæti gengið snurðulaust fyrir sig, og raunar er ekkert sem bendir til þess að stjórn Seðlabankans hafi verið sérstaklega ábótavant síðan þriggja manna kerfið var afnumið – nema síður sé. Nefnd skipuð af fjármálaráðherra er þó á öðru máli og hefur lagt til úrbætur á starfseminni sem m.a. fela í sér að seðlabankastjórar verði aftur þrír. Hvernig getur það staðist að í 300 þúsund manna landi þurfi þrjá menn í sambærilega stöðu og einn maður gegnir í Bandaríkjunum? Landi sem er þúsund sinnum fjölmennara en Ísland. Má þá ekki segja að Bandaríkjamenn ættu að kalla til 2.999 nýja seðlabankastjóra til viðbótar þeim sem fyrir er á fleti, að Bretar ættu að fjölga í 600 og Danir í 45? Nei, vitaskuld ekki. Það er ágæt regla fyrir litla þjóð að finna ekki upp hjólið þegar auðveldlega má finna alþjóðlegar fyrirmyndir. Lausleg skoðun á þeim sem gegnt hafa embætti seðlabankastjóra leiðir í ljós að á árunum 1986 til 2009 gegndu sjö fyrrverandi ráðherrar embætti seðlabankastjóra. Þar af voru tveir fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins, og tveir formenn Framsóknarflokksins. Þar sat líka annar fyrrverandi framsóknarráðherra sem hætti störfum og keypti ásamt öðrum banka í ríkiseigu. Við þetta má svo bæta að þrír seðlabankastjórar tryggja ekki að bankinn standi vaktina á ögurstundu. Hver man annars ekki eftir því á haustdögum 2008 þegar allt sigldi í strand en ekki náðist í seðlabankastjóra þar sem hann var í kvikmyndahúsi? Það er óheiðarlegt að klæða tillögu um fjölgun seðlabankastjóra í skýrslubúning. Tillagan felur í sér afturhvarf til þeirra tíma þegar bankinn var pólitískt elliheimili, og affarasælast væri að segja það hreint út. Menn gætu þá tekist á um málið á þeim grundvelli. Sár reynslan kennir okkur nefnilega að við þurfum sjálfstæðan og faglegan Seðlabanka sem bregst við á ögurstundu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira