Afglæpavæðing einkaneyslu Ingvar Þór Björnsson og Inga Björk Bjarnadóttir skrifar 28. mars 2015 07:00 Á nýliðnum landsfundi Samfylkingarinnar var samþykkt tillaga Ungra jafnaðarmanna um að horfst verði í augu við þá staðreynd að refsirammi vímulöggjafarinnar sé of strangur og sé ekki til þess fallinn að aðstoða fólk sem stríðir við vímuefnavanda. Þar af leiðandi ætti varsla neysluskammta fíkniefna ekki að vera refsiverð og auknu fjármagni að vera veitt í forvarnir og fræðslu í stað löggæslu. Árið 1997 samþykktu ríkisstjórn Íslands og Reykjavíkurborg stefnumörkun sem bar yfirskriftina Vímuefnalaust Ísland árið 2002. Við gerum okkur öll grein fyrir hvernig til hefur tekist og erum við jafnvel fjær markmiðinu en árið 1997. Því liggur það í augum uppi að ríkjandi stefna, refsistefnan, gengur ekki upp og brýn nauðsyn er að skoða aðrar leiðir sem gætu leitt til breytinga til batnaðar er varða þessi málefni. Núverandi refsistefna í fíkniefnamálum hefur ekki reynst árangursrík við að draga úr neyslu fíkniefna eða koma fíklum til aðstoðar. Þá má það teljast beinlínis óréttlátt, að fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna, lendi fólk á sakaskrá sem takmarki mjög atvinnutækifæri þess og ferðafrelsi til frambúðar. Rannsóknir sýna að þeir sem eiga við félagsleg, heilsufarsleg eða persónuleg vandamál að etja eru mun líklegri til að verða fíkn að bráð. Gríðarlega mikilvægt er því að líta á fíkniefnaneyslu sem velferðar- og heilbrigðismál fremur en sem dómsmál. Fíklum þarf að vera unnt að leita sér aðstoðar án ótta um gríðarháar sektir og skerta atvinnumöguleika. Reynslan góð Skiljanlegt er að það heyrist í gagnrýnisröddum þegar rætt er um að afnema refsistefnuna og afglæpavæða fíkniefni einfaldlega vegna þess að við erum að stíga skref inn á áður óþekktar brautir er varða þessi mál. Reynslan er þó með afbrigðum góð. Afglæpavæðing er ekki líkleg til að auka neyslu, né þarf afglæpavæðing að gefa það til kynna að fíkniefnaneysla sé samfélagslega samþykkt, svo lengi sem öflugt fræðslu- og forvarnarstarf fari fram meðfram varfærnislegum skrefum í átt til afglæpavæðingar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lagði til ekki alls fyrir löngu að afglæpavæða einkaneyslu á fíkniefnum og í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum er mælt með því sama. Þessi leið hefur verið farin í fjölmörgum löndum og sífellt bætist í hóp þeirra landa sem afglæpavæða einkaneyslu fíkniefna og niðurstaðan er ávallt jákvæð. Nauðsynlegt er að átta sig á að refsistefnan er ekki að virka og að finna þurfi aðra leið í þessum málum. Tökum fíklana frekar inn í heilbrigðiskerfið og hjálpum þeim að vinna bug á fíkninni fremur en að refsa neytendum og fara með þá inn í dómskerfið sem dregur hvorki úr neyslu né neikvæðum áhrifum fíkniefnamisnotkunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á nýliðnum landsfundi Samfylkingarinnar var samþykkt tillaga Ungra jafnaðarmanna um að horfst verði í augu við þá staðreynd að refsirammi vímulöggjafarinnar sé of strangur og sé ekki til þess fallinn að aðstoða fólk sem stríðir við vímuefnavanda. Þar af leiðandi ætti varsla neysluskammta fíkniefna ekki að vera refsiverð og auknu fjármagni að vera veitt í forvarnir og fræðslu í stað löggæslu. Árið 1997 samþykktu ríkisstjórn Íslands og Reykjavíkurborg stefnumörkun sem bar yfirskriftina Vímuefnalaust Ísland árið 2002. Við gerum okkur öll grein fyrir hvernig til hefur tekist og erum við jafnvel fjær markmiðinu en árið 1997. Því liggur það í augum uppi að ríkjandi stefna, refsistefnan, gengur ekki upp og brýn nauðsyn er að skoða aðrar leiðir sem gætu leitt til breytinga til batnaðar er varða þessi málefni. Núverandi refsistefna í fíkniefnamálum hefur ekki reynst árangursrík við að draga úr neyslu fíkniefna eða koma fíklum til aðstoðar. Þá má það teljast beinlínis óréttlátt, að fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna, lendi fólk á sakaskrá sem takmarki mjög atvinnutækifæri þess og ferðafrelsi til frambúðar. Rannsóknir sýna að þeir sem eiga við félagsleg, heilsufarsleg eða persónuleg vandamál að etja eru mun líklegri til að verða fíkn að bráð. Gríðarlega mikilvægt er því að líta á fíkniefnaneyslu sem velferðar- og heilbrigðismál fremur en sem dómsmál. Fíklum þarf að vera unnt að leita sér aðstoðar án ótta um gríðarháar sektir og skerta atvinnumöguleika. Reynslan góð Skiljanlegt er að það heyrist í gagnrýnisröddum þegar rætt er um að afnema refsistefnuna og afglæpavæða fíkniefni einfaldlega vegna þess að við erum að stíga skref inn á áður óþekktar brautir er varða þessi mál. Reynslan er þó með afbrigðum góð. Afglæpavæðing er ekki líkleg til að auka neyslu, né þarf afglæpavæðing að gefa það til kynna að fíkniefnaneysla sé samfélagslega samþykkt, svo lengi sem öflugt fræðslu- og forvarnarstarf fari fram meðfram varfærnislegum skrefum í átt til afglæpavæðingar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lagði til ekki alls fyrir löngu að afglæpavæða einkaneyslu á fíkniefnum og í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum er mælt með því sama. Þessi leið hefur verið farin í fjölmörgum löndum og sífellt bætist í hóp þeirra landa sem afglæpavæða einkaneyslu fíkniefna og niðurstaðan er ávallt jákvæð. Nauðsynlegt er að átta sig á að refsistefnan er ekki að virka og að finna þurfi aðra leið í þessum málum. Tökum fíklana frekar inn í heilbrigðiskerfið og hjálpum þeim að vinna bug á fíkninni fremur en að refsa neytendum og fara með þá inn í dómskerfið sem dregur hvorki úr neyslu né neikvæðum áhrifum fíkniefnamisnotkunar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun