Hugleiðing – Eiga börnin þetta skilið ? Birgir Grímsson skrifar 1. apríl 2015 10:57 Vissir þú, að árlega missa mörg börn tengslin við annað foreldrið sitt vegna þess að lög landsins ná ekki að verja réttindi þeirra til njóta tengsla við báða foreldra sína eftir skilnað? Vissir þú að fjöldi foreldra á Íslandi býr við fátækt, og þeir eru þannig ófærir um að bjóða börnum sínum upp á góð heimili vegna kerfislægs galla í lögum þar sem kerfið mismunar foreldrum eftir skilnað, eftir því hjá hvoru foreldri barnið hefur lögheimili? Þann 12. maí 2014 var þingsályktunartillaga samþykkt á Alþingi um að stofnuð skyldi nefnd til að skoða hvernig jafna mætti stöðu foreldra, sem hafa sameiginlega forsjá. Því miður dróst það í rúma átta mánuði að skipa þessa mikilvægu nefnd og er það ámælisvert. Var það ekki fyrr en nýr ráðherra var skipaður að skriður komst á málið og nefndin var skipuð. En hér vil ég spyrja þig, kæri lesandi, hvort þú teljir eftirfarandi annmarka vera ásættanlega, út frá hagsmunum barnanna okkar. Er það ásættanlegt að upphafleg nefnd var eingöngu skipuð lögmönnum? Er það ásættanlegt að við nýskipan ráðherra, þá hafi aðeins einum sálfræðingi verið bætt við, en ekki reynt að skipa þverfaglega nefnd með aðkomu félagsráðgjafa og fleiri fagaðila sem hafa helgað sig þessu málefni sérstaklega? Hvað með að leita til mannréttindahópa eins og Félags um foreldrajafnrétti? Er það ásættanlegt að nefndin hafi aðeins einn mánuð til starfsins? Eigum við ekki sem íbúar þessa lands að óska eftir því að þessi málaflokkur verði tekinn til víðtækrar endurskoðunar, með aðkomu allra fagaðila og mannréttindahópa og í hann séu settir þeir fjármunir sem þarf til að ná að bæta réttindi barna og koma í veg fyrir ónauðsynlegar deilur foreldra. Er það ásættanlegt að nefndin eigi einungis að skoða stöðu foreldra sem hafa sameiginlega forsjá? Hvað með stöðu forsjárlausa foreldra sem einnig sinna umgengni án þess að fá nokkurn fjárhagslegan stuðning?Eykur lífsgæði barna Á meðan staðan er eins slæm í dag og hún birtist okkur í Félagi um foreldrajafnrétti er nauðsynlegt að bregðast skjótt við. Fjöldi barna á á hættu að þurfa að glíma við andlega erfiðleika seinna á lífsleiðinni vegna skorts á samveru og öruggum tengslum við báða foreldra. Því miður falla enn þann dag í dag dómar um aðskilnað og minni umgengni jafnvel þótt báðir foreldrar séu jafn hæfir til að sinna barni sínu. Það er margbúið að sýna fram á hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum, að mikil samvera með báðum foreldrum eykur lífsgæði barna, andlega heilsu og árangur í skóla. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn samvera er til þess fallin að auka möguleika kvenna til að ná starfsframa og hærri launum. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn ábyrgð beggja foreldra og skilaboð frá yfirvöldum þess efnis, muni fækka deilum og þar með minnka líkur á erfiðleikum barna í kjölfar skilnaðar Það er mikil þörf á að aðlaga lögin breyttum tíðaranda til þess að skapa betra og farsælla samfélag. Ert þú tilbúinn að leggja þitt af mörkum? Félag um foreldrajafnrétti er félag sem berst fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Vissir þú, að árlega missa mörg börn tengslin við annað foreldrið sitt vegna þess að lög landsins ná ekki að verja réttindi þeirra til njóta tengsla við báða foreldra sína eftir skilnað? Vissir þú að fjöldi foreldra á Íslandi býr við fátækt, og þeir eru þannig ófærir um að bjóða börnum sínum upp á góð heimili vegna kerfislægs galla í lögum þar sem kerfið mismunar foreldrum eftir skilnað, eftir því hjá hvoru foreldri barnið hefur lögheimili? Þann 12. maí 2014 var þingsályktunartillaga samþykkt á Alþingi um að stofnuð skyldi nefnd til að skoða hvernig jafna mætti stöðu foreldra, sem hafa sameiginlega forsjá. Því miður dróst það í rúma átta mánuði að skipa þessa mikilvægu nefnd og er það ámælisvert. Var það ekki fyrr en nýr ráðherra var skipaður að skriður komst á málið og nefndin var skipuð. En hér vil ég spyrja þig, kæri lesandi, hvort þú teljir eftirfarandi annmarka vera ásættanlega, út frá hagsmunum barnanna okkar. Er það ásættanlegt að upphafleg nefnd var eingöngu skipuð lögmönnum? Er það ásættanlegt að við nýskipan ráðherra, þá hafi aðeins einum sálfræðingi verið bætt við, en ekki reynt að skipa þverfaglega nefnd með aðkomu félagsráðgjafa og fleiri fagaðila sem hafa helgað sig þessu málefni sérstaklega? Hvað með að leita til mannréttindahópa eins og Félags um foreldrajafnrétti? Er það ásættanlegt að nefndin hafi aðeins einn mánuð til starfsins? Eigum við ekki sem íbúar þessa lands að óska eftir því að þessi málaflokkur verði tekinn til víðtækrar endurskoðunar, með aðkomu allra fagaðila og mannréttindahópa og í hann séu settir þeir fjármunir sem þarf til að ná að bæta réttindi barna og koma í veg fyrir ónauðsynlegar deilur foreldra. Er það ásættanlegt að nefndin eigi einungis að skoða stöðu foreldra sem hafa sameiginlega forsjá? Hvað með stöðu forsjárlausa foreldra sem einnig sinna umgengni án þess að fá nokkurn fjárhagslegan stuðning?Eykur lífsgæði barna Á meðan staðan er eins slæm í dag og hún birtist okkur í Félagi um foreldrajafnrétti er nauðsynlegt að bregðast skjótt við. Fjöldi barna á á hættu að þurfa að glíma við andlega erfiðleika seinna á lífsleiðinni vegna skorts á samveru og öruggum tengslum við báða foreldra. Því miður falla enn þann dag í dag dómar um aðskilnað og minni umgengni jafnvel þótt báðir foreldrar séu jafn hæfir til að sinna barni sínu. Það er margbúið að sýna fram á hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum, að mikil samvera með báðum foreldrum eykur lífsgæði barna, andlega heilsu og árangur í skóla. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn samvera er til þess fallin að auka möguleika kvenna til að ná starfsframa og hærri launum. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn ábyrgð beggja foreldra og skilaboð frá yfirvöldum þess efnis, muni fækka deilum og þar með minnka líkur á erfiðleikum barna í kjölfar skilnaðar Það er mikil þörf á að aðlaga lögin breyttum tíðaranda til þess að skapa betra og farsælla samfélag. Ert þú tilbúinn að leggja þitt af mörkum? Félag um foreldrajafnrétti er félag sem berst fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar