Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar 18. desember 2025 20:01 Undanfarna daga hefur farið fram ítarleg umræða á Alþingi um fjárlög og svokallaðan bandorm. Í þeirri umræðu hefur eitt orðið deginum ljósara; fyrir ríkisstjórnina virðist nær allt sem hreyfist, andar eða eykur lífsgæði landsmanna vera skattstofn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist gegn þessari stefnu af festu og það af góðri ástæðu. Ríkisstjórnin, sem kallar sig gjarnan verkstjórn, leggur nú til umfangsmiklar skatt- og gjaldahækkanir sem bitna af fullum þunga á heimilum og atvinnulífi. Dæmin tala sínu máli. Hækkun vörugjalda á ökutæki um milljarða hefur þegar ýtt undir kapphlaup fólks og fyrirtækja til að flytja inn bíla fyrir áramót. Afleiðingin er augljós. Fjölskyldur munu síður hafa efni á nýrri og öruggari bifreiðum í framtíðinni og bílaleiguflotinn mun eldast og fjárfestingageta fyrirtækjanna mun skerðast. Þá á að innleiða kílómetragjald þar sem yfir 300 þúsund bíleigendur fá senda reikninga í stað þess að greiða gjöld á dælunni. Til viðbótar við flókna framkvæmd og mikinn umsýslukostnað fyrir bæði ríki og fyrirtæki, mun gjaldið hækka kostnað bílaleiga um tugi prósenta og veikja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Að ofan bætist sektarheimild sem getur numið allt að 100 milljónum króna, sem segir sitt um hugarfarið. Ríkisstjórnin hyggst einnig afnema samsköttun hjóna, þ.e. samnýtingu skattþrepa. Þar með er verið að slíta í sundur úrræði sem að minnsta kosti 15 þúsund heimili nýta sér í dag. Fyrir mörg þeirra þýðir þetta umtalsverð tekjuskerðing sem er bein atlaga að vinnandi fólki og fjölskyldum landsins. Á sama tíma er dregið úr möguleikum fólks til að nýta séreignarsparnað til íbúðakaupa með því að setja tímamörk sem útiloka þorra fólks frá úrræðinu á næsta ári. Þannig er enn þrengt að leiðum ungs fólks og tekjulægri hópa til að eignast eigið húsnæði. Þessu fylgir svo krónutöluhækkun á nánast öll opinber gjöld, langt umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans. Útvarpsgjald, áfengisgjöld, bifreiðagjöld hækka og listinn er langur og sameiginlegt með honum öllum er að kostnaður almennings hækkar án þess að þjónustan batni. Ekki er þar með allt upptalið. Skattar á leigutekjur eiga að hækka um helming, sem mun óhjákvæmilega skila sér í hærri leiguverði. Áhrifin á vísitölu neysluverðs geta numið allt að 0,7% af þessari einu aðgerð með keðjuverkandi áhrifum á verðtryggð lán heimilanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram raunhæfar tillögur um aðhald í ríkisrekstri, lækkun vaxtabyrðar ríkissjóðs, leiðir til að loka fjárlagagatinu og um leið tillögur til að lækka skatta og gjöld á almenning og atvinnulífið. Þeim tillögum hefur öllum verið hafnað. Verra er þó að þessar aðgerðir munu hækka verðtryggðar skuldir heimilanna um allt að 20 milljarða króna. Fyrir fjölskyldur landsins þýðir það minna svigrúm, meiri óvissu og lakari lífskjör, einmitt á sama tíma og ríkisstjórnin teygir enn lengra í vasa þeirra. Þetta er ekki ábyrg fjármálastjórn. Þetta er stefna sem refsar fólki fyrir að vinna, spara og reyna að bæta hag sinn. Það væri nær fyrir verkstjórnina að taka sér til fyrirmyndar þegar að Sjálfstæðisflokkurinn felldi niður vörugjöld á yfir þúsund vöruflokkum árið 2015 og sparaði þar með heimilunum yfir 20 milljarða á ári. Misjafnt hafast menn að. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur farið fram ítarleg umræða á Alþingi um fjárlög og svokallaðan bandorm. Í þeirri umræðu hefur eitt orðið deginum ljósara; fyrir ríkisstjórnina virðist nær allt sem hreyfist, andar eða eykur lífsgæði landsmanna vera skattstofn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist gegn þessari stefnu af festu og það af góðri ástæðu. Ríkisstjórnin, sem kallar sig gjarnan verkstjórn, leggur nú til umfangsmiklar skatt- og gjaldahækkanir sem bitna af fullum þunga á heimilum og atvinnulífi. Dæmin tala sínu máli. Hækkun vörugjalda á ökutæki um milljarða hefur þegar ýtt undir kapphlaup fólks og fyrirtækja til að flytja inn bíla fyrir áramót. Afleiðingin er augljós. Fjölskyldur munu síður hafa efni á nýrri og öruggari bifreiðum í framtíðinni og bílaleiguflotinn mun eldast og fjárfestingageta fyrirtækjanna mun skerðast. Þá á að innleiða kílómetragjald þar sem yfir 300 þúsund bíleigendur fá senda reikninga í stað þess að greiða gjöld á dælunni. Til viðbótar við flókna framkvæmd og mikinn umsýslukostnað fyrir bæði ríki og fyrirtæki, mun gjaldið hækka kostnað bílaleiga um tugi prósenta og veikja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Að ofan bætist sektarheimild sem getur numið allt að 100 milljónum króna, sem segir sitt um hugarfarið. Ríkisstjórnin hyggst einnig afnema samsköttun hjóna, þ.e. samnýtingu skattþrepa. Þar með er verið að slíta í sundur úrræði sem að minnsta kosti 15 þúsund heimili nýta sér í dag. Fyrir mörg þeirra þýðir þetta umtalsverð tekjuskerðing sem er bein atlaga að vinnandi fólki og fjölskyldum landsins. Á sama tíma er dregið úr möguleikum fólks til að nýta séreignarsparnað til íbúðakaupa með því að setja tímamörk sem útiloka þorra fólks frá úrræðinu á næsta ári. Þannig er enn þrengt að leiðum ungs fólks og tekjulægri hópa til að eignast eigið húsnæði. Þessu fylgir svo krónutöluhækkun á nánast öll opinber gjöld, langt umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans. Útvarpsgjald, áfengisgjöld, bifreiðagjöld hækka og listinn er langur og sameiginlegt með honum öllum er að kostnaður almennings hækkar án þess að þjónustan batni. Ekki er þar með allt upptalið. Skattar á leigutekjur eiga að hækka um helming, sem mun óhjákvæmilega skila sér í hærri leiguverði. Áhrifin á vísitölu neysluverðs geta numið allt að 0,7% af þessari einu aðgerð með keðjuverkandi áhrifum á verðtryggð lán heimilanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram raunhæfar tillögur um aðhald í ríkisrekstri, lækkun vaxtabyrðar ríkissjóðs, leiðir til að loka fjárlagagatinu og um leið tillögur til að lækka skatta og gjöld á almenning og atvinnulífið. Þeim tillögum hefur öllum verið hafnað. Verra er þó að þessar aðgerðir munu hækka verðtryggðar skuldir heimilanna um allt að 20 milljarða króna. Fyrir fjölskyldur landsins þýðir það minna svigrúm, meiri óvissu og lakari lífskjör, einmitt á sama tíma og ríkisstjórnin teygir enn lengra í vasa þeirra. Þetta er ekki ábyrg fjármálastjórn. Þetta er stefna sem refsar fólki fyrir að vinna, spara og reyna að bæta hag sinn. Það væri nær fyrir verkstjórnina að taka sér til fyrirmyndar þegar að Sjálfstæðisflokkurinn felldi niður vörugjöld á yfir þúsund vöruflokkum árið 2015 og sparaði þar með heimilunum yfir 20 milljarða á ári. Misjafnt hafast menn að. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun