Ólafur á leið til Frakklands: Stórt skref fyrir mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 06:30 Ólafur Ólafsson. Vísir/Valli Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deildinni í körfubolta, spilar erlendis í atvinnumennsku næsta vetur en hann er búinn að ganga frá eins árs samningi við franska liðið St. Clement. Liðið spilar í fjórðu efstu deild í Frakklandi og er í baráttunni um að komast upp í C-deildina á þessu tímabili. „Þetta kom upp rétt eftir áramót. Ég er með umboðsmann í mínum málum sem Logi Gunnarsson kom mér í samband við,“ segir Ólafur við Fréttablaðið um aðdraganda vistaskiptanna. Ólafur reyndi síðasta sumar að komast í atvinnumennsku en var of seinn til að eigin sögn. Umboðsmaðurinn hefur haldið áfram að reyna. „Stuttu eftir að við duttum út á móti KR í úrslitakeppninni fékk ég samningstilboð og svo kláraðist þetta í morgun [gærmorgun],“ segir Ólafur, en hann setti sín skilyrði áður en skrifað var undir. „Eitt af þeim var að ég myndi ekki koma fyrr en eftir Evrópumótið í Berlín,“ segir hann, en Ísland hefur leik á EM 5. september og vonast Ólafur til að vera með Íslandi á sínu fyrsta stórmóti. Ólafur kveðst spenntur fyrir nýrri áskorun í deild sem er talin betri en deildin hér heima. „Þetta er bara mjög flott. Það spila 56 lið í þessari NM2-deild og það yrði bara betra ef liðið kemst upp. Þarna er verið að setja saman lið til að komast í næstu deild. Þetta er bara stórt skref fyrir mig,“ segir Ólafur sem þarf nú að kveðja Grindavík, liðið sem hann hefur spilað með allan sinn feril. „Það stóð alltaf til að ég gæti farið. Í samningnum mínum var ákvæði um að ég gæti farið ef lið utan landsteinanna hefðu áhuga – ekki ef íslenskt lið kæmi með tilboð. Þá færi ég ekki neitt. Grindvíkingar tóku þessu bara vel og voru ánægðir hvað þetta kom snemma upp þannig að þeir geta farið að ganga frá sínum málum,“ segir Ólafur Ólafsson. Dominos-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deildinni í körfubolta, spilar erlendis í atvinnumennsku næsta vetur en hann er búinn að ganga frá eins árs samningi við franska liðið St. Clement. Liðið spilar í fjórðu efstu deild í Frakklandi og er í baráttunni um að komast upp í C-deildina á þessu tímabili. „Þetta kom upp rétt eftir áramót. Ég er með umboðsmann í mínum málum sem Logi Gunnarsson kom mér í samband við,“ segir Ólafur við Fréttablaðið um aðdraganda vistaskiptanna. Ólafur reyndi síðasta sumar að komast í atvinnumennsku en var of seinn til að eigin sögn. Umboðsmaðurinn hefur haldið áfram að reyna. „Stuttu eftir að við duttum út á móti KR í úrslitakeppninni fékk ég samningstilboð og svo kláraðist þetta í morgun [gærmorgun],“ segir Ólafur, en hann setti sín skilyrði áður en skrifað var undir. „Eitt af þeim var að ég myndi ekki koma fyrr en eftir Evrópumótið í Berlín,“ segir hann, en Ísland hefur leik á EM 5. september og vonast Ólafur til að vera með Íslandi á sínu fyrsta stórmóti. Ólafur kveðst spenntur fyrir nýrri áskorun í deild sem er talin betri en deildin hér heima. „Þetta er bara mjög flott. Það spila 56 lið í þessari NM2-deild og það yrði bara betra ef liðið kemst upp. Þarna er verið að setja saman lið til að komast í næstu deild. Þetta er bara stórt skref fyrir mig,“ segir Ólafur sem þarf nú að kveðja Grindavík, liðið sem hann hefur spilað með allan sinn feril. „Það stóð alltaf til að ég gæti farið. Í samningnum mínum var ákvæði um að ég gæti farið ef lið utan landsteinanna hefðu áhuga – ekki ef íslenskt lið kæmi með tilboð. Þá færi ég ekki neitt. Grindvíkingar tóku þessu bara vel og voru ánægðir hvað þetta kom snemma upp þannig að þeir geta farið að ganga frá sínum málum,“ segir Ólafur Ólafsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira