Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn Ingólfur Eiríksson skrifar 8. apríl 2015 06:00 Mynd/IceCave Iceland „Nú erum við aðallega að fara í frágang, en öll aðalatriði eru komin og við opnum 1. júní,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri IceCave Iceland. Fyrirtækið hefur undanfarið unnið að greftri á íshelli í Langjökli. Þar munu ferðamenn eiga færi á að skoða jökulinn að innan. Í fyrradag tókst að ljúka við göngin og Sigurður segir að aukaatriðin séu það eina sem eftir standi. Aðstæður á fjallinu hafa verið erfiðar í ár og veðrið hefur torveldað framkvæmdirnar. „Við þurftum náttúrlega að glíma við versta veturinn í mjög langan tíma. Það hefur gengið svolítið brösuglega að halda áætlunum, en nú er ljóst að þetta mun hafast,“ segir Sigurður. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í skoðunarferðir og áhuginn lætur ekki á sér standa. „Þetta hefur vakið gríðarlega athygli erlendis. Fjölmiðlar frá Þýskalandi og Bretlandi hafa komið hingað og fjallað ítarlega um íshellinn. Svo hafa milli þrjú og fjögur þúsund manns skráð sig í ferðirnar, svo það er mikill meðbyr.“ Þá segir Sigurður að ferðirnar njóti mikilla vinsælda meðal hópa. Öllu er tjaldað til við að gera upplifunina sem stórfenglegasta og spilar lýsingin stærsta hlutverkið. Heildarlengd ganganna er fimm hundruð metrar og gert er ráð fyrir að ferðin inn í jökulinn taki klukkustund með leiðsögumanni. „Aðalálagstíminn verður sennilega frá júní og fram í september. Ætli þetta verði ekki rólegra eftir því sem líður á veturinn,“ segir Sigurður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
„Nú erum við aðallega að fara í frágang, en öll aðalatriði eru komin og við opnum 1. júní,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri IceCave Iceland. Fyrirtækið hefur undanfarið unnið að greftri á íshelli í Langjökli. Þar munu ferðamenn eiga færi á að skoða jökulinn að innan. Í fyrradag tókst að ljúka við göngin og Sigurður segir að aukaatriðin séu það eina sem eftir standi. Aðstæður á fjallinu hafa verið erfiðar í ár og veðrið hefur torveldað framkvæmdirnar. „Við þurftum náttúrlega að glíma við versta veturinn í mjög langan tíma. Það hefur gengið svolítið brösuglega að halda áætlunum, en nú er ljóst að þetta mun hafast,“ segir Sigurður. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í skoðunarferðir og áhuginn lætur ekki á sér standa. „Þetta hefur vakið gríðarlega athygli erlendis. Fjölmiðlar frá Þýskalandi og Bretlandi hafa komið hingað og fjallað ítarlega um íshellinn. Svo hafa milli þrjú og fjögur þúsund manns skráð sig í ferðirnar, svo það er mikill meðbyr.“ Þá segir Sigurður að ferðirnar njóti mikilla vinsælda meðal hópa. Öllu er tjaldað til við að gera upplifunina sem stórfenglegasta og spilar lýsingin stærsta hlutverkið. Heildarlengd ganganna er fimm hundruð metrar og gert er ráð fyrir að ferðin inn í jökulinn taki klukkustund með leiðsögumanni. „Aðalálagstíminn verður sennilega frá júní og fram í september. Ætli þetta verði ekki rólegra eftir því sem líður á veturinn,“ segir Sigurður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira