Skorið niður í þágu framfara Skjóðan skrifar 8. apríl 2015 14:00 Framvegis skal framhaldsskólanám á Íslandi vera þrjú ár en ekki fjögur eins og verið hefur almenn regla fram til þessa. Rökin fyrir þessari styttingu framhaldsskólans eru sögð þau að Íslendingar séu lengur í skóla en aðrir og útskrifist seinna með stúdentspróf. Rætt er fram og til baka um að stytta nám til stúdentsprófs og menn greinir á um hvort stytta skuli grunnskólann eða framhaldsskólann eða bæði stigin. Því miður hefur minna borið á umræðu um dýpri vandamál íslenska skólakerfisins, sem skilar stórum hluta drengja ólæsum út úr tíu ára grunnskólanámi á sama tíma og miðlungsnemendur og betri þjást og gætu sem best hafið nám í framhaldsskóla ári fyrr en nú er. En niðurstaða stjórnvalda er að skera af framhaldsskólanum í stað þess að endurskoða grunnskólann, sem virðist þó fremur vera vandamálið. Ástæðan fyrir þessu er augljós. Stytting skólastigs um eitt ár leiðir til sparnaðar í rekstri og því einblínir ríkisvaldið á framhaldsskólana þegar kemur að styttingu náms til stúdentsprófs. Sveitarfélögin reka grunnskólana. Framhaldsskólar á Íslandi þjóna mismunandi hópum og uppfylla mismunandi þarfir. Ólíkt skólakerfinu í heild hafa einstakir framhaldsskólar skarað fram úr jafnvel í alþjóðlegum samanburði. Sem dæmi um þetta má nefna að nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík hafa verið áberandi í keppnisliðum Íslands sem hafa á undanförnum árum staðið sig með prýði á Ólympíuleikum í eðlisfræði, þar sem þeir etja kappi við nemendur frá fjölmörgum löndum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur nokkra sérstöðu. Skólinn er hinn eini hér á landi sem býður upp á nám í ýmsum klassískum fræðum og tungumálum. Stúdentar úr skólanum þykja vel búnir undir akademískt nám. Stjórnendur MR hafa óskað eftir að varðveita sérstöðu skólans, t.d. með því að taka inn nemendur ári fyrr en nú tíðkast en halda í fjögurra ára skólann, en talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Nú skal spara í skólakerfinu og spara skal hjá ríkinu en ekki sveitarfélögum. Allir skólar skulu verða þriggja ára skólar og hafa það hlutverk eitt að miðla staðlaðri grunnnámsskrá inn í kollinn á nemendum. Framhaldsskólanám verður starfsnám og undirbúningur frekara starfsnáms. Akademískt nám er dýr lúxus og óþarfur að mati skólayfirvalda. Í framhaldinu verður væntanlega hægt að straumlínulaga Háskóla íslands og leggja af óþarfar greinar á borð við hugvísindi. Eflaust verður skólum á borð við MR og Kvennaskólann, sem eru með bekkjakerfi, í framhaldinu gert að taka upp áfangakerfi svo hægt sé að afmá alla þeirra sérstöðu. Þetta verður vitanlega innleitt undir fána jafnréttis og framfara.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Framvegis skal framhaldsskólanám á Íslandi vera þrjú ár en ekki fjögur eins og verið hefur almenn regla fram til þessa. Rökin fyrir þessari styttingu framhaldsskólans eru sögð þau að Íslendingar séu lengur í skóla en aðrir og útskrifist seinna með stúdentspróf. Rætt er fram og til baka um að stytta nám til stúdentsprófs og menn greinir á um hvort stytta skuli grunnskólann eða framhaldsskólann eða bæði stigin. Því miður hefur minna borið á umræðu um dýpri vandamál íslenska skólakerfisins, sem skilar stórum hluta drengja ólæsum út úr tíu ára grunnskólanámi á sama tíma og miðlungsnemendur og betri þjást og gætu sem best hafið nám í framhaldsskóla ári fyrr en nú er. En niðurstaða stjórnvalda er að skera af framhaldsskólanum í stað þess að endurskoða grunnskólann, sem virðist þó fremur vera vandamálið. Ástæðan fyrir þessu er augljós. Stytting skólastigs um eitt ár leiðir til sparnaðar í rekstri og því einblínir ríkisvaldið á framhaldsskólana þegar kemur að styttingu náms til stúdentsprófs. Sveitarfélögin reka grunnskólana. Framhaldsskólar á Íslandi þjóna mismunandi hópum og uppfylla mismunandi þarfir. Ólíkt skólakerfinu í heild hafa einstakir framhaldsskólar skarað fram úr jafnvel í alþjóðlegum samanburði. Sem dæmi um þetta má nefna að nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík hafa verið áberandi í keppnisliðum Íslands sem hafa á undanförnum árum staðið sig með prýði á Ólympíuleikum í eðlisfræði, þar sem þeir etja kappi við nemendur frá fjölmörgum löndum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur nokkra sérstöðu. Skólinn er hinn eini hér á landi sem býður upp á nám í ýmsum klassískum fræðum og tungumálum. Stúdentar úr skólanum þykja vel búnir undir akademískt nám. Stjórnendur MR hafa óskað eftir að varðveita sérstöðu skólans, t.d. með því að taka inn nemendur ári fyrr en nú tíðkast en halda í fjögurra ára skólann, en talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Nú skal spara í skólakerfinu og spara skal hjá ríkinu en ekki sveitarfélögum. Allir skólar skulu verða þriggja ára skólar og hafa það hlutverk eitt að miðla staðlaðri grunnnámsskrá inn í kollinn á nemendum. Framhaldsskólanám verður starfsnám og undirbúningur frekara starfsnáms. Akademískt nám er dýr lúxus og óþarfur að mati skólayfirvalda. Í framhaldinu verður væntanlega hægt að straumlínulaga Háskóla íslands og leggja af óþarfar greinar á borð við hugvísindi. Eflaust verður skólum á borð við MR og Kvennaskólann, sem eru með bekkjakerfi, í framhaldinu gert að taka upp áfangakerfi svo hægt sé að afmá alla þeirra sérstöðu. Þetta verður vitanlega innleitt undir fána jafnréttis og framfara.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira