Skorið niður í þágu framfara Skjóðan skrifar 8. apríl 2015 14:00 Framvegis skal framhaldsskólanám á Íslandi vera þrjú ár en ekki fjögur eins og verið hefur almenn regla fram til þessa. Rökin fyrir þessari styttingu framhaldsskólans eru sögð þau að Íslendingar séu lengur í skóla en aðrir og útskrifist seinna með stúdentspróf. Rætt er fram og til baka um að stytta nám til stúdentsprófs og menn greinir á um hvort stytta skuli grunnskólann eða framhaldsskólann eða bæði stigin. Því miður hefur minna borið á umræðu um dýpri vandamál íslenska skólakerfisins, sem skilar stórum hluta drengja ólæsum út úr tíu ára grunnskólanámi á sama tíma og miðlungsnemendur og betri þjást og gætu sem best hafið nám í framhaldsskóla ári fyrr en nú er. En niðurstaða stjórnvalda er að skera af framhaldsskólanum í stað þess að endurskoða grunnskólann, sem virðist þó fremur vera vandamálið. Ástæðan fyrir þessu er augljós. Stytting skólastigs um eitt ár leiðir til sparnaðar í rekstri og því einblínir ríkisvaldið á framhaldsskólana þegar kemur að styttingu náms til stúdentsprófs. Sveitarfélögin reka grunnskólana. Framhaldsskólar á Íslandi þjóna mismunandi hópum og uppfylla mismunandi þarfir. Ólíkt skólakerfinu í heild hafa einstakir framhaldsskólar skarað fram úr jafnvel í alþjóðlegum samanburði. Sem dæmi um þetta má nefna að nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík hafa verið áberandi í keppnisliðum Íslands sem hafa á undanförnum árum staðið sig með prýði á Ólympíuleikum í eðlisfræði, þar sem þeir etja kappi við nemendur frá fjölmörgum löndum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur nokkra sérstöðu. Skólinn er hinn eini hér á landi sem býður upp á nám í ýmsum klassískum fræðum og tungumálum. Stúdentar úr skólanum þykja vel búnir undir akademískt nám. Stjórnendur MR hafa óskað eftir að varðveita sérstöðu skólans, t.d. með því að taka inn nemendur ári fyrr en nú tíðkast en halda í fjögurra ára skólann, en talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Nú skal spara í skólakerfinu og spara skal hjá ríkinu en ekki sveitarfélögum. Allir skólar skulu verða þriggja ára skólar og hafa það hlutverk eitt að miðla staðlaðri grunnnámsskrá inn í kollinn á nemendum. Framhaldsskólanám verður starfsnám og undirbúningur frekara starfsnáms. Akademískt nám er dýr lúxus og óþarfur að mati skólayfirvalda. Í framhaldinu verður væntanlega hægt að straumlínulaga Háskóla íslands og leggja af óþarfar greinar á borð við hugvísindi. Eflaust verður skólum á borð við MR og Kvennaskólann, sem eru með bekkjakerfi, í framhaldinu gert að taka upp áfangakerfi svo hægt sé að afmá alla þeirra sérstöðu. Þetta verður vitanlega innleitt undir fána jafnréttis og framfara.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Framvegis skal framhaldsskólanám á Íslandi vera þrjú ár en ekki fjögur eins og verið hefur almenn regla fram til þessa. Rökin fyrir þessari styttingu framhaldsskólans eru sögð þau að Íslendingar séu lengur í skóla en aðrir og útskrifist seinna með stúdentspróf. Rætt er fram og til baka um að stytta nám til stúdentsprófs og menn greinir á um hvort stytta skuli grunnskólann eða framhaldsskólann eða bæði stigin. Því miður hefur minna borið á umræðu um dýpri vandamál íslenska skólakerfisins, sem skilar stórum hluta drengja ólæsum út úr tíu ára grunnskólanámi á sama tíma og miðlungsnemendur og betri þjást og gætu sem best hafið nám í framhaldsskóla ári fyrr en nú er. En niðurstaða stjórnvalda er að skera af framhaldsskólanum í stað þess að endurskoða grunnskólann, sem virðist þó fremur vera vandamálið. Ástæðan fyrir þessu er augljós. Stytting skólastigs um eitt ár leiðir til sparnaðar í rekstri og því einblínir ríkisvaldið á framhaldsskólana þegar kemur að styttingu náms til stúdentsprófs. Sveitarfélögin reka grunnskólana. Framhaldsskólar á Íslandi þjóna mismunandi hópum og uppfylla mismunandi þarfir. Ólíkt skólakerfinu í heild hafa einstakir framhaldsskólar skarað fram úr jafnvel í alþjóðlegum samanburði. Sem dæmi um þetta má nefna að nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík hafa verið áberandi í keppnisliðum Íslands sem hafa á undanförnum árum staðið sig með prýði á Ólympíuleikum í eðlisfræði, þar sem þeir etja kappi við nemendur frá fjölmörgum löndum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur nokkra sérstöðu. Skólinn er hinn eini hér á landi sem býður upp á nám í ýmsum klassískum fræðum og tungumálum. Stúdentar úr skólanum þykja vel búnir undir akademískt nám. Stjórnendur MR hafa óskað eftir að varðveita sérstöðu skólans, t.d. með því að taka inn nemendur ári fyrr en nú tíðkast en halda í fjögurra ára skólann, en talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Nú skal spara í skólakerfinu og spara skal hjá ríkinu en ekki sveitarfélögum. Allir skólar skulu verða þriggja ára skólar og hafa það hlutverk eitt að miðla staðlaðri grunnnámsskrá inn í kollinn á nemendum. Framhaldsskólanám verður starfsnám og undirbúningur frekara starfsnáms. Akademískt nám er dýr lúxus og óþarfur að mati skólayfirvalda. Í framhaldinu verður væntanlega hægt að straumlínulaga Háskóla íslands og leggja af óþarfar greinar á borð við hugvísindi. Eflaust verður skólum á borð við MR og Kvennaskólann, sem eru með bekkjakerfi, í framhaldinu gert að taka upp áfangakerfi svo hægt sé að afmá alla þeirra sérstöðu. Þetta verður vitanlega innleitt undir fána jafnréttis og framfara.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira