Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 14. apríl 2015 07:00 Mæðgurnar komu til landsins á föstudaginn langa með flugi frá Amsterdam og áttu pantað flugfar til baka á mánudagsmorgun. Þær voru vistaðar í lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Fréttablaðið/Stefán Sautján ára stúlka sem var handtekin á föstudaginn langa á Keflavíkurflugvelli með móður sinni eftir tilraun til að smygla tæplega 20 kílóum af fíkniefnum til landsins var sett í einangrun vegna rannsóknarhagsmuna. Sá úrskurður rann út á föstudag og stúlkan situr nú í gæsluvarðhaldi. Fíkniefnin sem fundust í farangri mæðgnanna eru meira magn en fannst hér á landi allt árið í fyrra. Um er að ræða amfetamín, kókaín og MDMA, sem tollverðir fundu í ferðatöskum þeirra. Til greina kemur að stúlkan fari í fangelsi ásamt móður sinni. Lögreglan fundaði í gær vegna málsins með barnaverndaryfirvöldum og samkvæmt heimildarmanni Fréttablaðsins er um geðheilsu stúlkunnar að tefla. Málið er óvenjulegt og í andstöðu við ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem mælst er til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum. En þar sem um mæðgur er að ræða og tengsl þeirra eru afar náin þykir vandasamt að ákveða hver besta lausnin er. Bragi Guðbrandsson hjá Barnaverndarstofu segir að samkvæmt öllum reglum ætti stúlkan að vera í þeirra umsjá. Hins vegar séu hagsmunir hennar ekki endilega þeir í þessu máli. „Það sem er verið að fara yfir er hvar bestu hagsmunir barnsins liggja. Hvort það er hægt að aðskilja mæðgurnar á þessu stigi og hvort það þurfi ekki frekari undirbúning. Það er í lögunum ákvæði sem heimilar það, ef bestu hagsmunir barnsins mæla með því, að það sitji í fangelsi með fullorðnum. Þarna eru mjög sérstakar aðstæður uppi. Það er ekki sjálfgefið að þær eigi að vera saman og það er ekki sjálfgefið heldur að aðskilja þær,“ segir Bragi en í gær hafði mönnum ekki enn tekist að komast að niðurstöðu um málið. „Það þarf að ræða við stúlkuna og það þarf að leggja sjálfstætt mat á málið. Það er ekki fyrirstaða af okkar hálfu eða Fangelsismálastofnunar. Við erum alveg á sama máli um hvernig þetta á að vinnast. Það er andlegt ástand og líðan stúlkunnar sem ræður. Almennt séð er þetta ekki eitthvað sem við myndum sætta okkur við.“ Staðan er erfið þegar kemur að afplánun kvenna þar til nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður tekið í gagnið. Bæði karlar og konur afplána nú í Kvennafangelsinu í Kópavogi sem stendur til að loka. Konur hafa verið vistaðar á Sogni og á Kvíabryggju. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir brýna þörf á að leysa málefni kvenfanga og segir margt koma til greina til að bæta stöðuna. „Til dæmis að opna álmu á Litla-Hrauni fyrir konur en aðrar hugmyndir koma einnig til greina,“ segir Páll.Neyðarúrræði á vegum ríkisins Tvær meðferðarstofnanir hér á landi eru í stakk búnar til þess að taka á móti sakhæfum börnum: Meðferðarstofnunin Stuðlar og Háholt í Skagafirði. Nýlega var neyðarmóttaka endurbætt á Stuðlum. Nú er hún kynjaskipt, þrjú rými fyrir pilta og tvö fyrir stúlkur auk neyðarrýmis sem er hægt að nota í gæsluvarðhaldi. Þar er sérstakt baðherbergi og setustofa auk svefnaðstöðu. Rýmið var innréttað í desember og hefur einu sinni verið notað í gæsluvarðhaldi síðan þá. Miðað er við að Háholt í Skagafirði taki að sér afplánun barna og að Stuðlar sinni gæsluvarðhaldi.Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna og réttindi ungra fanga Í gildi er samkomulag á milli Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar um gæsluvarðhald sakhæfra barna á aldrinum 15-18 ára. Þegar mál sem þessi koma upp er Barnaverndarstofu gert viðvart, sem var gert í tilfelli hollensku stúlkunnar. Það er gert í þeim tilgangi að tryggja að þegar barn er dæmt til gæsluvarðhalds eða fangelsisvistar eigi það að hafa val um að afplána í fangelsi með fullorðnum eða á meðferðarstofnun fyrir börn. Þetta fyrirkomulag um val sem er við lýði á Íslandi hefur verið gagnrýnt af barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Það er í andstöðu við c-lið 37. greinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sú grein kveður sérstaklega á um að börn sem svipt eru sjálfræði sínu skuli vera aðskilin frá fullorðnum. Mál mæðgnanna þykir hins vegar einstaklega vandasamt og hallast fagaðilar að því að það sé ekki ráðlegt geðheilsu stúlkunnar vegna að aðskilja þær. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Útiloka ekki að fleiri tengist málinu Hollenska móðirin hafði ferðast tvisvar til Íslands á síðustu mánuðum. 14. apríl 2015 07:00 Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17 Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Sautján ára stúlka sem var handtekin á föstudaginn langa á Keflavíkurflugvelli með móður sinni eftir tilraun til að smygla tæplega 20 kílóum af fíkniefnum til landsins var sett í einangrun vegna rannsóknarhagsmuna. Sá úrskurður rann út á föstudag og stúlkan situr nú í gæsluvarðhaldi. Fíkniefnin sem fundust í farangri mæðgnanna eru meira magn en fannst hér á landi allt árið í fyrra. Um er að ræða amfetamín, kókaín og MDMA, sem tollverðir fundu í ferðatöskum þeirra. Til greina kemur að stúlkan fari í fangelsi ásamt móður sinni. Lögreglan fundaði í gær vegna málsins með barnaverndaryfirvöldum og samkvæmt heimildarmanni Fréttablaðsins er um geðheilsu stúlkunnar að tefla. Málið er óvenjulegt og í andstöðu við ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem mælst er til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum. En þar sem um mæðgur er að ræða og tengsl þeirra eru afar náin þykir vandasamt að ákveða hver besta lausnin er. Bragi Guðbrandsson hjá Barnaverndarstofu segir að samkvæmt öllum reglum ætti stúlkan að vera í þeirra umsjá. Hins vegar séu hagsmunir hennar ekki endilega þeir í þessu máli. „Það sem er verið að fara yfir er hvar bestu hagsmunir barnsins liggja. Hvort það er hægt að aðskilja mæðgurnar á þessu stigi og hvort það þurfi ekki frekari undirbúning. Það er í lögunum ákvæði sem heimilar það, ef bestu hagsmunir barnsins mæla með því, að það sitji í fangelsi með fullorðnum. Þarna eru mjög sérstakar aðstæður uppi. Það er ekki sjálfgefið að þær eigi að vera saman og það er ekki sjálfgefið heldur að aðskilja þær,“ segir Bragi en í gær hafði mönnum ekki enn tekist að komast að niðurstöðu um málið. „Það þarf að ræða við stúlkuna og það þarf að leggja sjálfstætt mat á málið. Það er ekki fyrirstaða af okkar hálfu eða Fangelsismálastofnunar. Við erum alveg á sama máli um hvernig þetta á að vinnast. Það er andlegt ástand og líðan stúlkunnar sem ræður. Almennt séð er þetta ekki eitthvað sem við myndum sætta okkur við.“ Staðan er erfið þegar kemur að afplánun kvenna þar til nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður tekið í gagnið. Bæði karlar og konur afplána nú í Kvennafangelsinu í Kópavogi sem stendur til að loka. Konur hafa verið vistaðar á Sogni og á Kvíabryggju. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir brýna þörf á að leysa málefni kvenfanga og segir margt koma til greina til að bæta stöðuna. „Til dæmis að opna álmu á Litla-Hrauni fyrir konur en aðrar hugmyndir koma einnig til greina,“ segir Páll.Neyðarúrræði á vegum ríkisins Tvær meðferðarstofnanir hér á landi eru í stakk búnar til þess að taka á móti sakhæfum börnum: Meðferðarstofnunin Stuðlar og Háholt í Skagafirði. Nýlega var neyðarmóttaka endurbætt á Stuðlum. Nú er hún kynjaskipt, þrjú rými fyrir pilta og tvö fyrir stúlkur auk neyðarrýmis sem er hægt að nota í gæsluvarðhaldi. Þar er sérstakt baðherbergi og setustofa auk svefnaðstöðu. Rýmið var innréttað í desember og hefur einu sinni verið notað í gæsluvarðhaldi síðan þá. Miðað er við að Háholt í Skagafirði taki að sér afplánun barna og að Stuðlar sinni gæsluvarðhaldi.Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna og réttindi ungra fanga Í gildi er samkomulag á milli Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar um gæsluvarðhald sakhæfra barna á aldrinum 15-18 ára. Þegar mál sem þessi koma upp er Barnaverndarstofu gert viðvart, sem var gert í tilfelli hollensku stúlkunnar. Það er gert í þeim tilgangi að tryggja að þegar barn er dæmt til gæsluvarðhalds eða fangelsisvistar eigi það að hafa val um að afplána í fangelsi með fullorðnum eða á meðferðarstofnun fyrir börn. Þetta fyrirkomulag um val sem er við lýði á Íslandi hefur verið gagnrýnt af barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Það er í andstöðu við c-lið 37. greinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sú grein kveður sérstaklega á um að börn sem svipt eru sjálfræði sínu skuli vera aðskilin frá fullorðnum. Mál mæðgnanna þykir hins vegar einstaklega vandasamt og hallast fagaðilar að því að það sé ekki ráðlegt geðheilsu stúlkunnar vegna að aðskilja þær.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Útiloka ekki að fleiri tengist málinu Hollenska móðirin hafði ferðast tvisvar til Íslands á síðustu mánuðum. 14. apríl 2015 07:00 Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17 Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Útiloka ekki að fleiri tengist málinu Hollenska móðirin hafði ferðast tvisvar til Íslands á síðustu mánuðum. 14. apríl 2015 07:00
Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17
Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41