Næstu dagar fara í að komast niður á jörðina Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. apríl 2015 09:15 Alda Dís Arnardóttir starfar á leikskóla og mætti í vinnuna í gær, alveg í skýjunum eftir sigurinn í Ísland Got Talent. Vísir/Ernir „Tilfinningin þegar nafnið mitt var lesið upp var ólýsanleg,“ segir Alda Dís Arnardóttir, sem sigraði í Ísland Got Talent á sunnudagskvöld. „Þetta er besta tilfinning sem ég hef upplifað,“ bætir söngkonan unga við. Í úrslitaþættinum söng Alda Dís lagið Chandelier, sem ástralska söngkonan Sia Furler gerði frægt í fyrra. Alda Dís fór sem stormsveipur í gegnum Ísland Got Talent þættina, hún komst beint inn í undanúrslit úr áheyrnarprufum, eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir dómari þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís var jafnframt fyrst til að tryggja sig inn í úrslitaþáttinn, eftir að hún komst áfram eftir fyrsta undanúrslitakvöldið af þremur. Hér að neðan má sjá þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent árið 2015: Alda segir að hún hafi ákveðið að hella sér út í sönginn fyrir ári. „Ég hef alltaf verið syngjandi, frá því að ég var lítil. En í fyrra áttaði ég mig á því að ég vildi leggja sönginn fyrir mig. Sigur í svona flottri keppni gefur manni trú á að maður hafi valið rétt. Þetta er staðfesting á ákvörðuninni, sem er afar ánægjulegt.“ Alda er frá Hellisandi í Snæfellsbæ. Hér að neðan má síðan sjá þegar Alda tók lagið eftir að ljóst var að hún hafði unnið keppnina: Hún segir stuðninginn frá heimaslóðunum hafa verið magnaðan. „Ég er svo ótrúlega þakklát fólkinu heima. Stuðningurinn skipti mig svo miklu máli. Ég frétti meira að segja að það hefði verið flaggað við gamla skólann minn í tilefni sigursins,“ segir hún og hlær. Rafmagnið fór af hluta Snæfellsbæjar á sunnudagskvöld. Þegar Alda er spurð hvort hún telji rafmagnsleysið tengjast því að mikill fjöldi íbúa bæjarins hafi verið að fylgjast með henni hlær hún. „Eigum við ekki að vona það?“ bætir söngkonan við. Alda segist ætla að nota næstu vikuna í að meðtaka sigurinn en er meðvituð um að hún þurfi að halda áfram að leggja mikið á sig til þess að eiga góðan feril í söngnum. „Ég ætla að nýta verðlaunaféð til þess að hjálpa ferli mínum. Til dæmis stefni ég á að fara eitthvað utan í ágúst, kynna mér aðstæður hjá tónlistarfólki ytra og jafnvel taka upp í hljóðveri. En næstu dagar fara bara í að komast aftur niður á jörðina. Njóta þess að vera til og taka við fleiri verkefnum.“ Ísland Got Talent Tengdar fréttir Páll Óskar frumflutti Ást sem endist í Ísland Got Talent Frumflutning og hljóðversútgáfu lagsins má finna hér á Vísi. 13. apríl 2015 10:45 Kynning á keppendum: Selma í uppáhaldi hjá Öldu Dís Úrslitaþáttur Ísland Got Talent er á sunnudagskvöld á Stöð 2. 9. apríl 2015 16:00 Talent-stjörnurnar árita í Kringlunni Sex frábærir listamenn og hópar munu keppa í úrslitum Ísland got Talent sem fram fara annað kvöld. 11. apríl 2015 15:31 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
„Tilfinningin þegar nafnið mitt var lesið upp var ólýsanleg,“ segir Alda Dís Arnardóttir, sem sigraði í Ísland Got Talent á sunnudagskvöld. „Þetta er besta tilfinning sem ég hef upplifað,“ bætir söngkonan unga við. Í úrslitaþættinum söng Alda Dís lagið Chandelier, sem ástralska söngkonan Sia Furler gerði frægt í fyrra. Alda Dís fór sem stormsveipur í gegnum Ísland Got Talent þættina, hún komst beint inn í undanúrslit úr áheyrnarprufum, eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir dómari þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís var jafnframt fyrst til að tryggja sig inn í úrslitaþáttinn, eftir að hún komst áfram eftir fyrsta undanúrslitakvöldið af þremur. Hér að neðan má sjá þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent árið 2015: Alda segir að hún hafi ákveðið að hella sér út í sönginn fyrir ári. „Ég hef alltaf verið syngjandi, frá því að ég var lítil. En í fyrra áttaði ég mig á því að ég vildi leggja sönginn fyrir mig. Sigur í svona flottri keppni gefur manni trú á að maður hafi valið rétt. Þetta er staðfesting á ákvörðuninni, sem er afar ánægjulegt.“ Alda er frá Hellisandi í Snæfellsbæ. Hér að neðan má síðan sjá þegar Alda tók lagið eftir að ljóst var að hún hafði unnið keppnina: Hún segir stuðninginn frá heimaslóðunum hafa verið magnaðan. „Ég er svo ótrúlega þakklát fólkinu heima. Stuðningurinn skipti mig svo miklu máli. Ég frétti meira að segja að það hefði verið flaggað við gamla skólann minn í tilefni sigursins,“ segir hún og hlær. Rafmagnið fór af hluta Snæfellsbæjar á sunnudagskvöld. Þegar Alda er spurð hvort hún telji rafmagnsleysið tengjast því að mikill fjöldi íbúa bæjarins hafi verið að fylgjast með henni hlær hún. „Eigum við ekki að vona það?“ bætir söngkonan við. Alda segist ætla að nota næstu vikuna í að meðtaka sigurinn en er meðvituð um að hún þurfi að halda áfram að leggja mikið á sig til þess að eiga góðan feril í söngnum. „Ég ætla að nýta verðlaunaféð til þess að hjálpa ferli mínum. Til dæmis stefni ég á að fara eitthvað utan í ágúst, kynna mér aðstæður hjá tónlistarfólki ytra og jafnvel taka upp í hljóðveri. En næstu dagar fara bara í að komast aftur niður á jörðina. Njóta þess að vera til og taka við fleiri verkefnum.“
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Páll Óskar frumflutti Ást sem endist í Ísland Got Talent Frumflutning og hljóðversútgáfu lagsins má finna hér á Vísi. 13. apríl 2015 10:45 Kynning á keppendum: Selma í uppáhaldi hjá Öldu Dís Úrslitaþáttur Ísland Got Talent er á sunnudagskvöld á Stöð 2. 9. apríl 2015 16:00 Talent-stjörnurnar árita í Kringlunni Sex frábærir listamenn og hópar munu keppa í úrslitum Ísland got Talent sem fram fara annað kvöld. 11. apríl 2015 15:31 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Páll Óskar frumflutti Ást sem endist í Ísland Got Talent Frumflutning og hljóðversútgáfu lagsins má finna hér á Vísi. 13. apríl 2015 10:45
Kynning á keppendum: Selma í uppáhaldi hjá Öldu Dís Úrslitaþáttur Ísland Got Talent er á sunnudagskvöld á Stöð 2. 9. apríl 2015 16:00
Talent-stjörnurnar árita í Kringlunni Sex frábærir listamenn og hópar munu keppa í úrslitum Ísland got Talent sem fram fara annað kvöld. 11. apríl 2015 15:31