Tapið í Njarðvík ekki endapunktur Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. apríl 2015 06:00 Hrafn Kristjánsson og Tómas Heiðar Tómasson eftir undirskriftina í Stjörnuheimilinu í Garðabænum í gær. Fréttablaðið/Ernir „Okkur vantaði bakvörð og Tómas er leikmaður sem við erum lengi búnir að fylgjast með,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta. Stjarnan fékk góðan liðsstyrk í gær þegar liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson. Skotbakvörðurinn magnaði, sem var með 50-50-90-nýtingu á tímabilinu, kemur frá Þór í Þorlákshöfn. „Þegar við urðum varir við að hann væri að hugsa sér til hreyfings tókum við spjallið og okkar hugmyndir lágu vel saman. Þær voru nánast samhljóða þannig að þetta var þægilegt og skemmtilegt ferli,“ segir Hrafn.Justin verður áfram Auk þess að semja við Tómas Heiðar framlengdi Stjarnan samninga við eldri og yngri leikmenn liðsins. Þar á meðal er Justin Shouse sem spilar sitt tíunda tímabil á Íslandi næsta vetur. „Justin er eins og þið þekkið bara æstur í að hefja næsta tímabil. Hann er keppnismaður og vill gera betur en í ár. Honum sárnaði rosalega hvernig við lukum leik á tímabilinu,“ segir Hrafn og bætir við að það eigi við um fleiri.Uppaldir leikmenn semja „Það var ótrúlega létt ferli að semja við þessa menn því það voru allir jafn einbeittir í að hér yrði ekki stoppað. Tapið gegn Njarðvík verður enginn endapunktur heldur ætlum við að gera betur næst.“ Stjarnan hóf fyrir mörgum árum mikla uppbyggingu á yngri flokka starfi sínu og hefur starfið verið að skila inn leikmönnum í meistaraflokkinn. „Við erum að sjá þrjá eldri og reyndari leikmenn semja, svo er Tómas Hilmar Þórðarson ungur. Að öðru leyti eru þetta ungir og uppaldir leikmenn unglingaflokka Stjörnunnar. Það hefur verið langtímamarkmið að gera þá gildandi í meistaraflokknum og að þeir skili góðum mínútum fyrir félagið,“ segir Hrafn.Útlendingur eða útlendingar? Stjarnan ætlar vitaskuld að bæta við sig erlendum leikmanni, en enn er óvíst hvort svokallaðir Bosman-leikmenn verði aftur teknir inn. Það er þó líklegt. „Við vitum ekki hvort það verður útlendingur eða útlendingar. Við ætlum að fá okkur stóran bandarískan leikmann sem fyllir í það skarð sem Jeremy og Jón Orri skilja eftir sig. Ef hann verður jafn góður og við ætlumst til að hann verði þá mun hann styrkja okkur mikið,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið með viðtalinu við hann. Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
„Okkur vantaði bakvörð og Tómas er leikmaður sem við erum lengi búnir að fylgjast með,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta. Stjarnan fékk góðan liðsstyrk í gær þegar liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson. Skotbakvörðurinn magnaði, sem var með 50-50-90-nýtingu á tímabilinu, kemur frá Þór í Þorlákshöfn. „Þegar við urðum varir við að hann væri að hugsa sér til hreyfings tókum við spjallið og okkar hugmyndir lágu vel saman. Þær voru nánast samhljóða þannig að þetta var þægilegt og skemmtilegt ferli,“ segir Hrafn.Justin verður áfram Auk þess að semja við Tómas Heiðar framlengdi Stjarnan samninga við eldri og yngri leikmenn liðsins. Þar á meðal er Justin Shouse sem spilar sitt tíunda tímabil á Íslandi næsta vetur. „Justin er eins og þið þekkið bara æstur í að hefja næsta tímabil. Hann er keppnismaður og vill gera betur en í ár. Honum sárnaði rosalega hvernig við lukum leik á tímabilinu,“ segir Hrafn og bætir við að það eigi við um fleiri.Uppaldir leikmenn semja „Það var ótrúlega létt ferli að semja við þessa menn því það voru allir jafn einbeittir í að hér yrði ekki stoppað. Tapið gegn Njarðvík verður enginn endapunktur heldur ætlum við að gera betur næst.“ Stjarnan hóf fyrir mörgum árum mikla uppbyggingu á yngri flokka starfi sínu og hefur starfið verið að skila inn leikmönnum í meistaraflokkinn. „Við erum að sjá þrjá eldri og reyndari leikmenn semja, svo er Tómas Hilmar Þórðarson ungur. Að öðru leyti eru þetta ungir og uppaldir leikmenn unglingaflokka Stjörnunnar. Það hefur verið langtímamarkmið að gera þá gildandi í meistaraflokknum og að þeir skili góðum mínútum fyrir félagið,“ segir Hrafn.Útlendingur eða útlendingar? Stjarnan ætlar vitaskuld að bæta við sig erlendum leikmanni, en enn er óvíst hvort svokallaðir Bosman-leikmenn verði aftur teknir inn. Það er þó líklegt. „Við vitum ekki hvort það verður útlendingur eða útlendingar. Við ætlum að fá okkur stóran bandarískan leikmann sem fyllir í það skarð sem Jeremy og Jón Orri skilja eftir sig. Ef hann verður jafn góður og við ætlumst til að hann verði þá mun hann styrkja okkur mikið,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið með viðtalinu við hann.
Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum