Afstaða til líffæragjafar skiptir máli, ræðum við okkar nánustu 18. apríl 2015 12:00 Árið 2014 hófst umræða um líffæragjöf á Íslandi fyrir alvöru. Aðstandendur líffæragjafa stigu fram, gagnagrunnur landlæknis var opnaður, nefnd á vegum ráðherra skipuð og félagið Annað líf, áhugafélag um líffæragjafir, var stofnað. Flestir voru sammála um mikilvægi þess að taka afstöðu til líffæragjafar og ræða við sína nánustu. Það er ekki að ástæðulausu. Sú staðreynd að við höfðum oft rætt líffæragjöf á heimilinu hjálpaði okkur þegar fjölskyldan stóð frammi fyrir þeirri átakanlegu stöðu að þurfa að koma afstöðu 18 ára sonar okkar á framfæri. Þegar líffæraþegar stigu fram í viðtölum, þegar umræða var á Alþingi og þegar pabbi þeirra tók þá með í Blóðbankann var tilefni til að ræða líffæragjöf. Þegar á reyndi urðum við afar þakklát fyrir að hafa rætt þessi mál. Umræðan sem fylgdi í kjölfar líffæragjafar sonar míns varð mikil. Við fjölskyldan hittum líffæraþega og kynntumst félaginu Annað líf þar sem líffæraþeginn Kjartan Birgisson er í forsvari. Félagið er að gera góða hluti og leggur mikið á sig til að halda umræðunni gangandi. Að hitta líffæraþega gaf okkur mikið og sýnir hversu stórar gjafir sonur okkar gaf. Við heyrðum líka í fólki sem stóð í sömu sporum og við en hafði ekki rætt líffæragjöf við viðkomandi. Ofan á sorgina, missinn og allar þær miklu tilfinningar sem skyndilegt fráfall kallar fram, var þetta fólk í þeirri vandasömu stöðu að þurfa að taka ákvörðun um hvort viðkomandi yrði líffæragjafi eða ekki. Löggjafinn er ekki að hjálpa til. Þrátt fyrir að aðstandendur eigi alltaf síðasta orðið hvort sem viðkomandi hefur gefið ætlað samþykki eða ætlaða neitun fyrir líffæragjöf þá ganga íslensk lög út frá ætlaðri neitun þar til annað kemur í ljós. Það má færa rök fyrir því að þarna sé verið að senda röng skilaboð til aðstandenda í vanda, auðvitað ætti ætlað samþykki að vera útgöngupunkturinn.Umræðan mikilvæg Oftar en ekki tekur fólk ákvörðun um að það sé öruggara að gera ekkert sem er sorglegt ef viðkomandi hefði viljað vera líffæragjafi og þannig bjarga öðrum mannslífum. Þess vegna fannst okkur skipta máli að koma á framfæri mikilvægi þess að ræða við sína nánustu. Umræðan snýst ekki um að allir segi já, umræðan snýst um að þú ræður yfir þínum líkama og átt að ráða því hvort þú vilt vera líffæragjafi eða ekki. Það geta allir aldurshópar verið líffæragjafar, því er mikilvægt að allir fjölskyldumeðlimir ræði þetta þarfa málefni og þeir sem vilja skrái sig í framhaldinu á vef landlæknis. Umræðan skilar árangri. Í kringum dag líffæragjafa þann 29. janúar stigu aðstandendur líffæragjafa og líffæraþegar fram og vöktu athygli á málefninu. Fréttabréf fóru á vinnustaði og fjölmiðlar tóku þátt auk fræðslu í framhaldsskólum um líffæragjöf. Í framhaldinu mættu nemendur heim og héldu samtalinu áfram. Í kjölfarið varð mikil aukning í skráningu líffæragjafa sem mun vafalaust bjarga fjölmörgum mannslífum þegar fram líða stundir. Við vitum aldrei hvenær við stöndum í þeim sporum að aðstandandi okkar geti orðið látinn líffæragjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Árið 2014 hófst umræða um líffæragjöf á Íslandi fyrir alvöru. Aðstandendur líffæragjafa stigu fram, gagnagrunnur landlæknis var opnaður, nefnd á vegum ráðherra skipuð og félagið Annað líf, áhugafélag um líffæragjafir, var stofnað. Flestir voru sammála um mikilvægi þess að taka afstöðu til líffæragjafar og ræða við sína nánustu. Það er ekki að ástæðulausu. Sú staðreynd að við höfðum oft rætt líffæragjöf á heimilinu hjálpaði okkur þegar fjölskyldan stóð frammi fyrir þeirri átakanlegu stöðu að þurfa að koma afstöðu 18 ára sonar okkar á framfæri. Þegar líffæraþegar stigu fram í viðtölum, þegar umræða var á Alþingi og þegar pabbi þeirra tók þá með í Blóðbankann var tilefni til að ræða líffæragjöf. Þegar á reyndi urðum við afar þakklát fyrir að hafa rætt þessi mál. Umræðan sem fylgdi í kjölfar líffæragjafar sonar míns varð mikil. Við fjölskyldan hittum líffæraþega og kynntumst félaginu Annað líf þar sem líffæraþeginn Kjartan Birgisson er í forsvari. Félagið er að gera góða hluti og leggur mikið á sig til að halda umræðunni gangandi. Að hitta líffæraþega gaf okkur mikið og sýnir hversu stórar gjafir sonur okkar gaf. Við heyrðum líka í fólki sem stóð í sömu sporum og við en hafði ekki rætt líffæragjöf við viðkomandi. Ofan á sorgina, missinn og allar þær miklu tilfinningar sem skyndilegt fráfall kallar fram, var þetta fólk í þeirri vandasömu stöðu að þurfa að taka ákvörðun um hvort viðkomandi yrði líffæragjafi eða ekki. Löggjafinn er ekki að hjálpa til. Þrátt fyrir að aðstandendur eigi alltaf síðasta orðið hvort sem viðkomandi hefur gefið ætlað samþykki eða ætlaða neitun fyrir líffæragjöf þá ganga íslensk lög út frá ætlaðri neitun þar til annað kemur í ljós. Það má færa rök fyrir því að þarna sé verið að senda röng skilaboð til aðstandenda í vanda, auðvitað ætti ætlað samþykki að vera útgöngupunkturinn.Umræðan mikilvæg Oftar en ekki tekur fólk ákvörðun um að það sé öruggara að gera ekkert sem er sorglegt ef viðkomandi hefði viljað vera líffæragjafi og þannig bjarga öðrum mannslífum. Þess vegna fannst okkur skipta máli að koma á framfæri mikilvægi þess að ræða við sína nánustu. Umræðan snýst ekki um að allir segi já, umræðan snýst um að þú ræður yfir þínum líkama og átt að ráða því hvort þú vilt vera líffæragjafi eða ekki. Það geta allir aldurshópar verið líffæragjafar, því er mikilvægt að allir fjölskyldumeðlimir ræði þetta þarfa málefni og þeir sem vilja skrái sig í framhaldinu á vef landlæknis. Umræðan skilar árangri. Í kringum dag líffæragjafa þann 29. janúar stigu aðstandendur líffæragjafa og líffæraþegar fram og vöktu athygli á málefninu. Fréttabréf fóru á vinnustaði og fjölmiðlar tóku þátt auk fræðslu í framhaldsskólum um líffæragjöf. Í framhaldinu mættu nemendur heim og héldu samtalinu áfram. Í kjölfarið varð mikil aukning í skráningu líffæragjafa sem mun vafalaust bjarga fjölmörgum mannslífum þegar fram líða stundir. Við vitum aldrei hvenær við stöndum í þeim sporum að aðstandandi okkar geti orðið látinn líffæragjafi.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun