Eldri borgarar eiga að lifa með reisn Björgvin Guðmundsson skrifar 22. apríl 2015 09:15 Hvað þurfa eldri borgarar mikinn lífeyri á mánuði til þess að þeir geti lifað með reisn síðasta æviskeið sitt? Um þetta eru menn ekki á eitt sáttir. Hagstofan kannar ekki framfærslukostnað eldri borgara. En Hagstofan rannsakar reglulega meðaltalsútgjöld heimilanna í landinu til neyslu. Þessi rannsókn er neyslukönnun. Hún var síðast birt í desember 2013. Samkvæmt henni eru meðaltalsútgjöld einhleypinga til neyslu miklu meiri en sá lífeyrir, sem Tryggingastofnun skammtar einhleypum eldri borgurum.Nánasarlega skammtaðNeyslukönnun Hagstofunnar segir okkur, að sá lífeyrir, sem Tryggingastofnun ríkisins skammtar eldri borgurum, hrekkur hvergi nærri fyrir brýnustu útgjöldum. Einhleypir eldri borgarar, sem einungis hafa tekjur frá Tryggingastofnun, hafa aðeins 192 þúsund krónur í lífeyri á mánuði eftir skatt frá TR. Miðað við neyslukönnun Hagstofunnar vantar 129 þúsund krónur á mánuði til þess að það dugi. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar þarf 321 þúsund á mánuði fyrir einhleyping. Það er nánasarlega skammtað til eldri borgara hjá Tryggingastofnun en að sjálfsögðu bera stjórnvöld ábyrgð á þessari skömmtun. Það er engin leið fyrir eldri borgara að lifa með reisn á 192 þús. kr. á mánuði. Með þessari skömmtun er verið að halda kjörum aldraðra niðri. Það verður að stórhækka þessar lífeyrisgreiðslur. Það má byrja á því að fara með lífeyrinn í 300 þúsund krónur á mánuði í áföngum. En síðan þarf lífeyririnn að hækka í 321 þúsund á mánuði í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar.Misjafn hagur aldraðraHagur eldri borgara er mjög misjafn. Hann fer einkum eftir tvennu: Lífeyrissjóði og húsnæðiskostnaði. Það er tiltölulega lítill hópur eldri borgara, sem hefur góðan lífeyrissjóð. Þorri launþega, t.d ófaglært verkafólk og iðnaðarmenn hafa fremur lágan lífeyri mánaðarlega úr lífeyrissjóði. Og síðan gerist sú ósvinna, að tryggingabætur eru skertar mjög mikið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það er eins og eignaupptaka. Þeir eldri borgarar, sem eiga skuldlítið eigið húsnæði eru mun betur settir en þeir aldraðir, sem eiga mjög skuldsett húsnæði eða verða að taka húsnæði á leigu. Húsaleiga í Reykjavík er í dag 140-170 þúsund krónur á mánuði fyrir litla íbúð. Þegar slík leiga hefur verið greidd, er lítið eftir af lífeyrinum frá Tryggingastofnun fyrir öðrum útgjöldum.125 þús kr. á mánuði í NoregiHvergi á Norðurlöndum er svona naumt skammtað til eldri borgara eins og hér. Þetta er skammarlega lágt hérna. Á Íslandi er grunnlífeyrir 36 þúsund krónur á mánuði. Annars staðar á Norðurlöndunum er grunnlífeyrir miklu hærri og ekki eins miklar skerðingar á tryggingabótum. Í Noregi er grunnlífeyrir 125 þúsund kr. á mánuð fyrir einhleypa eldri borgara. Allir eldri borgarar fá hann séu þeir norskir ríkisborgarar og hafa búið nægilega lengi í Noregi. Þar tíðkast ekki slík hungurlús og hér fyrir aldraða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Hvað þurfa eldri borgarar mikinn lífeyri á mánuði til þess að þeir geti lifað með reisn síðasta æviskeið sitt? Um þetta eru menn ekki á eitt sáttir. Hagstofan kannar ekki framfærslukostnað eldri borgara. En Hagstofan rannsakar reglulega meðaltalsútgjöld heimilanna í landinu til neyslu. Þessi rannsókn er neyslukönnun. Hún var síðast birt í desember 2013. Samkvæmt henni eru meðaltalsútgjöld einhleypinga til neyslu miklu meiri en sá lífeyrir, sem Tryggingastofnun skammtar einhleypum eldri borgurum.Nánasarlega skammtaðNeyslukönnun Hagstofunnar segir okkur, að sá lífeyrir, sem Tryggingastofnun ríkisins skammtar eldri borgurum, hrekkur hvergi nærri fyrir brýnustu útgjöldum. Einhleypir eldri borgarar, sem einungis hafa tekjur frá Tryggingastofnun, hafa aðeins 192 þúsund krónur í lífeyri á mánuði eftir skatt frá TR. Miðað við neyslukönnun Hagstofunnar vantar 129 þúsund krónur á mánuði til þess að það dugi. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar þarf 321 þúsund á mánuði fyrir einhleyping. Það er nánasarlega skammtað til eldri borgara hjá Tryggingastofnun en að sjálfsögðu bera stjórnvöld ábyrgð á þessari skömmtun. Það er engin leið fyrir eldri borgara að lifa með reisn á 192 þús. kr. á mánuði. Með þessari skömmtun er verið að halda kjörum aldraðra niðri. Það verður að stórhækka þessar lífeyrisgreiðslur. Það má byrja á því að fara með lífeyrinn í 300 þúsund krónur á mánuði í áföngum. En síðan þarf lífeyririnn að hækka í 321 þúsund á mánuði í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar.Misjafn hagur aldraðraHagur eldri borgara er mjög misjafn. Hann fer einkum eftir tvennu: Lífeyrissjóði og húsnæðiskostnaði. Það er tiltölulega lítill hópur eldri borgara, sem hefur góðan lífeyrissjóð. Þorri launþega, t.d ófaglært verkafólk og iðnaðarmenn hafa fremur lágan lífeyri mánaðarlega úr lífeyrissjóði. Og síðan gerist sú ósvinna, að tryggingabætur eru skertar mjög mikið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það er eins og eignaupptaka. Þeir eldri borgarar, sem eiga skuldlítið eigið húsnæði eru mun betur settir en þeir aldraðir, sem eiga mjög skuldsett húsnæði eða verða að taka húsnæði á leigu. Húsaleiga í Reykjavík er í dag 140-170 þúsund krónur á mánuði fyrir litla íbúð. Þegar slík leiga hefur verið greidd, er lítið eftir af lífeyrinum frá Tryggingastofnun fyrir öðrum útgjöldum.125 þús kr. á mánuði í NoregiHvergi á Norðurlöndum er svona naumt skammtað til eldri borgara eins og hér. Þetta er skammarlega lágt hérna. Á Íslandi er grunnlífeyrir 36 þúsund krónur á mánuði. Annars staðar á Norðurlöndunum er grunnlífeyrir miklu hærri og ekki eins miklar skerðingar á tryggingabótum. Í Noregi er grunnlífeyrir 125 þúsund kr. á mánuð fyrir einhleypa eldri borgara. Allir eldri borgarar fá hann séu þeir norskir ríkisborgarar og hafa búið nægilega lengi í Noregi. Þar tíðkast ekki slík hungurlús og hér fyrir aldraða.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun