Fylgdu sterkasta syni Íslands til Malasíu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. apríl 2015 08:00 Foreldrar Hafþórs eru að vonum stolt af syninum sem þau hafa ferðast víða með. Þau Ragnheiður Margrét Júlíusdóttir og Björn Þór Reynisson, foreldrar kraftajötunsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar, fylgdu honum til Kúala Lúmpúr í Malasíu, þar sem hann tók þátt í keppninni Sterkasti maður heims. Keppnin fór fram um helgina og Hafþór lenti í þriðja sæti. „Þessu fylgir mikil spenna, maður tekur andlega þátt í þessu og það er frábært að fá að styðja hann í þessu alla leið,“ segir Björn. Hjónin hafa ferðast víða um heim til að sjá soninn keppa í aflraunum. „Við ferðumst með honum á flestar keppnir, við förum árlega til Leeds á Sterkasta mann Evrópu, við höfum farið með honum á Arnold Classic í Ohio í Bandaríkjunum og þetta er núna fjórða Sterkasti maður heims keppni sem við fylgjum honum á,“ útskýrir Björn og Ragnheiður bætir við: „Við mætum svo auðvitað á öll mót á Íslandi sem hann tekur þátt í.“Gerir kröfur til sjálfs sín Hjónin eru vitanlega stolt af syni sínum en segjast í raun ekki hafa grunað að hann yrði afreksmaður í íþróttum þegar hann var yngri. Illa gekk að fá Hafþór til þess að æfa íþróttir, þar til að hann prófaði körfuknattleik í fyrsta sinn tólf ára gamall. „Þar fann hann sig fljótt,“ útskýrir Björn, sem hafði áður reynt að koma Hafþóri í körfubolta. Þegar Hafþór fór að stunda körfuboltann af kappi breyttist hugsunarháttur hans; hann fór að hugsa eins og íþróttamaður. Foreldrarnir segja ákveðni og sjálfstæði hafi einkennt Hafþór á uppvaxtarárum hans. „Hann hafði sterkar skoðanir á hlutunum, þá sérstaklega ef hann var ekki sáttur við hvernig ég klæddi hann,“ útskýrir Ragnheiður og bætir við: „Hafþór hefur alltaf verið kröfuharður en það á sérstaklega við hann sjálfan, hann gerir miklar kröfur til sjálfs sín og vill alltaf gera betur, það er kannski þess vegna sem hann nær svona langt í því sem hann tekur sér fyrir hendur.“vísir/valliFer með íslenskan lax með sér út Hafþóri þykir gott að koma í mat til foreldra sinna og segir Björn soninn sterka sérstaklega mikið fyrir fisk. „Hann borðar sérstaklega vel ef ég fer út í Hafið, sem er fiskbúðin sem við verslum við. Hann er rosalega mikið fyrir laxinn þaðan. Við eldum fyrir hann lax og setjum í box þegar hann er að ferðast til útlanda,“ segir Björn. Hjónin eru vitanlega stolt af syni sínum. Þau eru ötulir stuðningsmenn þessa sterkasta manns þjóðarinnar og þótt víðar væri leitað. Vissulega segja þau að það hafi verið skrítið að setja sig inn í sportið í fyrstu. „Þetta var kannski pínu skrítið þegar við fórum fyrst með honum á Sterkasta mann heims í Charlotte í Bandaríkjunum 2011 en í dag er þetta að verða bara eðlilegt fyrir okkur og við myndum fylgja honum hvert sem er til að styðja við bakið á honum,“ segir Björn. Sterkasti maður heims Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Þau Ragnheiður Margrét Júlíusdóttir og Björn Þór Reynisson, foreldrar kraftajötunsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar, fylgdu honum til Kúala Lúmpúr í Malasíu, þar sem hann tók þátt í keppninni Sterkasti maður heims. Keppnin fór fram um helgina og Hafþór lenti í þriðja sæti. „Þessu fylgir mikil spenna, maður tekur andlega þátt í þessu og það er frábært að fá að styðja hann í þessu alla leið,“ segir Björn. Hjónin hafa ferðast víða um heim til að sjá soninn keppa í aflraunum. „Við ferðumst með honum á flestar keppnir, við förum árlega til Leeds á Sterkasta mann Evrópu, við höfum farið með honum á Arnold Classic í Ohio í Bandaríkjunum og þetta er núna fjórða Sterkasti maður heims keppni sem við fylgjum honum á,“ útskýrir Björn og Ragnheiður bætir við: „Við mætum svo auðvitað á öll mót á Íslandi sem hann tekur þátt í.“Gerir kröfur til sjálfs sín Hjónin eru vitanlega stolt af syni sínum en segjast í raun ekki hafa grunað að hann yrði afreksmaður í íþróttum þegar hann var yngri. Illa gekk að fá Hafþór til þess að æfa íþróttir, þar til að hann prófaði körfuknattleik í fyrsta sinn tólf ára gamall. „Þar fann hann sig fljótt,“ útskýrir Björn, sem hafði áður reynt að koma Hafþóri í körfubolta. Þegar Hafþór fór að stunda körfuboltann af kappi breyttist hugsunarháttur hans; hann fór að hugsa eins og íþróttamaður. Foreldrarnir segja ákveðni og sjálfstæði hafi einkennt Hafþór á uppvaxtarárum hans. „Hann hafði sterkar skoðanir á hlutunum, þá sérstaklega ef hann var ekki sáttur við hvernig ég klæddi hann,“ útskýrir Ragnheiður og bætir við: „Hafþór hefur alltaf verið kröfuharður en það á sérstaklega við hann sjálfan, hann gerir miklar kröfur til sjálfs sín og vill alltaf gera betur, það er kannski þess vegna sem hann nær svona langt í því sem hann tekur sér fyrir hendur.“vísir/valliFer með íslenskan lax með sér út Hafþóri þykir gott að koma í mat til foreldra sinna og segir Björn soninn sterka sérstaklega mikið fyrir fisk. „Hann borðar sérstaklega vel ef ég fer út í Hafið, sem er fiskbúðin sem við verslum við. Hann er rosalega mikið fyrir laxinn þaðan. Við eldum fyrir hann lax og setjum í box þegar hann er að ferðast til útlanda,“ segir Björn. Hjónin eru vitanlega stolt af syni sínum. Þau eru ötulir stuðningsmenn þessa sterkasta manns þjóðarinnar og þótt víðar væri leitað. Vissulega segja þau að það hafi verið skrítið að setja sig inn í sportið í fyrstu. „Þetta var kannski pínu skrítið þegar við fórum fyrst með honum á Sterkasta mann heims í Charlotte í Bandaríkjunum 2011 en í dag er þetta að verða bara eðlilegt fyrir okkur og við myndum fylgja honum hvert sem er til að styðja við bakið á honum,“ segir Björn.
Sterkasti maður heims Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira