Undrun íslenska óperuheimsins Magnús Guðmundsson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Undrun óperusöngvarans er engu lík. Hvort sem mótsöngvarinn leggur til hans með spjóti eða sviptir hulunni af leyndardómum ástarinnar þá galopnast andlitið og viðkomandi brestur í söng. Dásamlegan, hljómfagran og fallegan söng. Maður getur því rétt ímyndað sér undrun íslenska óperuheimsins þegar tilkynnt var um nýjan óperustjóra í liðinni viku. Ekki sökum þess að það væri eitthvert undrunarefni að Steinunn Birna Ragnarsdóttir teldist hæf til verksins. Þvert á móti. Heldur sökum þess að stjórn Íslensku óperunnar sá ekki ástæðu til þess að ræða við aðra umsækjendur. Ekki einn einasta. Alveg er það furðulegt. Óperan er merkilegt listform. Einstakur samruni tónlistar, skáldskapar og leiklistar á einni senu og oft á tíðum mikið sjónarspil. Af því leiðir að bakgrunnur umsækjenda getur verið nokkuð ólíkur og fjölbreyttur. Viðkomandi gæti átt rætur sínar í leikhúsinu eins og fráfarandi óperustjóri eða úr tónlistarheiminum eins og nýráðinn óperustjóri eða jafnvel úr óperuheiminum. Það skiptir ekki öllu máli. Það sem skiptir máli er að stjórn Íslensku óperunnar leggi sig fram um að finna hæfasta umsækjandann. Sú leið að vísa þessari vinnu frá stjórninni til ráðningarskrifstofu er nánast yfirlýsing um vanhæfni. Yfirlýsing um að stjórnin treysti öðrum betur en sér til þess að vinna eitt mikilvægasta verkefni stjórnarinnar. Það má gefa sér það að ráðningarskrifstofan hafi fengið skýr fyrirmæli um það hvaða kostum væri leitað að í ferlinu. Það hlýtur að hafa verið nákvæm skilgreining hjá stjórninni fyrst hún sá ekki ástæðu til þess að hitta aðra umsækjendur. Stjórnin fékk þannig sinn óperustjóra með lágmarks fyrirhöfn. En hvað fékk stjórnin ekki? Það er öllu verra. Með því að hitta ekki aðra umsækjendur fékk stjórn Íslensku óperunnar ekki tækifæri til þess að heyra hugmyndir og framtíðarsýn fjölda hæfra einstaklinga. Hugmyndir sem eru kannski betri og kannski verri en stjórnin hafði fyrir. Hugmyndir sem eru kannski meira spennandi en þær sem stjórn Íslensku óperunnar hefur mótað og tókst líklega að koma svona vel frá sér til ráðningarstofunnar góðu. Íslenska óperan er rekin fyrir almannafé. Hún er reyndar sjálfseignarstofnun og lýtur því ekki stjórnsýslulögum. Stjórnin getur því valið að fara þá leið að hafa leynd yfir ráðningarferlinu. Sleppt því að láta almenning vita hvaða fólk kom til greina og klárað málið eins og hún taldi best. En það breytir engu um það hvaðan peningarnir koma og þeir koma frá almenningi. Þess vegna á stjórn Íslensku óperunnar að sjá sóma sinn í því að hafa ferlið opið, gagnsætt og hafið yfir allan grun um vinavæðingu. Annað er óásættanlegt. Óásættanlegt fyrir þá sem fengu ekki starfið og væntanlega óásættanlegt fyrir óperustjóra sem vill væntanlega vera hafinn yfir grun um sérhagsmuni kunningjasamfélagsins. Óásættanlegt fyrir íslenskt tónlistarlíf sem þarf alltaf á besta kostinum að halda hverju sinni. Aðeins þannig getum við séð Íslensku óperuna blómstra og dafna í sátt við samfélagið um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Undrun óperusöngvarans er engu lík. Hvort sem mótsöngvarinn leggur til hans með spjóti eða sviptir hulunni af leyndardómum ástarinnar þá galopnast andlitið og viðkomandi brestur í söng. Dásamlegan, hljómfagran og fallegan söng. Maður getur því rétt ímyndað sér undrun íslenska óperuheimsins þegar tilkynnt var um nýjan óperustjóra í liðinni viku. Ekki sökum þess að það væri eitthvert undrunarefni að Steinunn Birna Ragnarsdóttir teldist hæf til verksins. Þvert á móti. Heldur sökum þess að stjórn Íslensku óperunnar sá ekki ástæðu til þess að ræða við aðra umsækjendur. Ekki einn einasta. Alveg er það furðulegt. Óperan er merkilegt listform. Einstakur samruni tónlistar, skáldskapar og leiklistar á einni senu og oft á tíðum mikið sjónarspil. Af því leiðir að bakgrunnur umsækjenda getur verið nokkuð ólíkur og fjölbreyttur. Viðkomandi gæti átt rætur sínar í leikhúsinu eins og fráfarandi óperustjóri eða úr tónlistarheiminum eins og nýráðinn óperustjóri eða jafnvel úr óperuheiminum. Það skiptir ekki öllu máli. Það sem skiptir máli er að stjórn Íslensku óperunnar leggi sig fram um að finna hæfasta umsækjandann. Sú leið að vísa þessari vinnu frá stjórninni til ráðningarskrifstofu er nánast yfirlýsing um vanhæfni. Yfirlýsing um að stjórnin treysti öðrum betur en sér til þess að vinna eitt mikilvægasta verkefni stjórnarinnar. Það má gefa sér það að ráðningarskrifstofan hafi fengið skýr fyrirmæli um það hvaða kostum væri leitað að í ferlinu. Það hlýtur að hafa verið nákvæm skilgreining hjá stjórninni fyrst hún sá ekki ástæðu til þess að hitta aðra umsækjendur. Stjórnin fékk þannig sinn óperustjóra með lágmarks fyrirhöfn. En hvað fékk stjórnin ekki? Það er öllu verra. Með því að hitta ekki aðra umsækjendur fékk stjórn Íslensku óperunnar ekki tækifæri til þess að heyra hugmyndir og framtíðarsýn fjölda hæfra einstaklinga. Hugmyndir sem eru kannski betri og kannski verri en stjórnin hafði fyrir. Hugmyndir sem eru kannski meira spennandi en þær sem stjórn Íslensku óperunnar hefur mótað og tókst líklega að koma svona vel frá sér til ráðningarstofunnar góðu. Íslenska óperan er rekin fyrir almannafé. Hún er reyndar sjálfseignarstofnun og lýtur því ekki stjórnsýslulögum. Stjórnin getur því valið að fara þá leið að hafa leynd yfir ráðningarferlinu. Sleppt því að láta almenning vita hvaða fólk kom til greina og klárað málið eins og hún taldi best. En það breytir engu um það hvaðan peningarnir koma og þeir koma frá almenningi. Þess vegna á stjórn Íslensku óperunnar að sjá sóma sinn í því að hafa ferlið opið, gagnsætt og hafið yfir allan grun um vinavæðingu. Annað er óásættanlegt. Óásættanlegt fyrir þá sem fengu ekki starfið og væntanlega óásættanlegt fyrir óperustjóra sem vill væntanlega vera hafinn yfir grun um sérhagsmuni kunningjasamfélagsins. Óásættanlegt fyrir íslenskt tónlistarlíf sem þarf alltaf á besta kostinum að halda hverju sinni. Aðeins þannig getum við séð Íslensku óperuna blómstra og dafna í sátt við samfélagið um ókomna tíð.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun