Erjur og fjárskortur tefja á Reykjanesi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. apríl 2015 10:00 Áætlað er að á milli 200-300 þúsund ferðamenn fari um Reykjanes í ár. Uppbygging á svæðinu hefur tafist sökum óeiningar og fjárskorts. Vísir/Vilhelm Metnaðarfull verkefni voru sett af stað fyrir nokkrum árum í því skyni að bæta aðgengi og auka þjónustu við ferðamenn á Reykjanesi. Verkefnin voru fjölbreytt, Gunnuhver var miðja þessara verkefna og þá stóð til að afmarka svæði vestast á Reykjanesi sem jarðminja-, orku- og náttúrugarð, svokallaðan hundrað gíga garð, byggja þjónustuhús við Valahnúk og endurgera náttúrulaug. Nokkur verkefnanna komu til framkvæmda, svo sem hin vinsæla náttúrulaug í Valbjargargjá en fjölmörg voru slegin af þegar gerð var aðför að stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja sem var stýrt af Kristjáni Pálssyni.Kristján Pálsson Fréttablaðið/AntonKristján vann með sveitarfélögunum að því að færa einkaleyfi á akstri frá Leifsstöð til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. „Þetta tókst og átti að vera tryggt að Suðurnesin fengju þar með einhverja hlutdeild í þeim gríðarlega hagnaði sem Keflavíkurflugvöllur skapar fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Með þessu fylgdu hundruð milljóna í hagnað sem er af þessari leið sem rútufyrirtækin töpuðu en sveitarfélögin áttu að fá til að byggja upp innviði sína og ferðaþjónustan til að byggja upp ferðamálin.“ Hann segir að þegar þetta var komið í gegn hafi hafist mikil áróðursbylgja gegn sitjandi stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja þar sem beitt var öllum brögðum til að koma henni frá á næsta aðalfundi þar á eftir og voru Allrahanda og Bláa lónið þar fremst í flokki. Niðurstaðan varð sú að Kristján gaf ekki kost á sér. Í kjölfarið kom nýr samgönguráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir, og dró hún fyrri ákvörðun Ögmundar Jónassonar til baka um einkaleyfi til Suðurnesja. „Þannig töpuðu Suðurnesin sennilega um 400 milljónum króna í hagnað árlega sem rennur áfram til Allrahanda og Kynnisferða,“ segir Kristján. Eftir að ný stjórn tók við starfi Kristjáns var leigusamningi við landeigendur sagt upp og viðhaldi og framkvæmdum á svæðinu hætt. Nýr formaður samtakanna var kosinn á síðasta aðalfundi félagsins, Johan D. Jónsson. Hann ætlar að snúa vörn í sókn. „Það er fyrst og fremst fjármagn sem skortir. Hver á að borga? Það er spurningin. Er það sá sem selur þjónustuna, eða sá sem á landið eða þeir sem nota þjónustuna? Það á eftir að fara í viðræður við landeigendur um stöðuna. Það er nýtt form á uppbyggingu á ferðamannaþjónustu á svæðinu. Að þessu er verið að vinna á Reykjanesi og í ferðamálasamtökunum. Þá kemur Reykjanes Jarðvangur inn í þetta líka sem sveitarfélagið styður við, ég hef ríkan vilja til að leysa þessi mál til góðs, menn þurfa bara að stilla sig saman,“ upplýsir Johan og segir að það þurfi að hraða uppbyggingu á svæðinu, bæta samgöngur og aðstöðu ferðamanna. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Metnaðarfull verkefni voru sett af stað fyrir nokkrum árum í því skyni að bæta aðgengi og auka þjónustu við ferðamenn á Reykjanesi. Verkefnin voru fjölbreytt, Gunnuhver var miðja þessara verkefna og þá stóð til að afmarka svæði vestast á Reykjanesi sem jarðminja-, orku- og náttúrugarð, svokallaðan hundrað gíga garð, byggja þjónustuhús við Valahnúk og endurgera náttúrulaug. Nokkur verkefnanna komu til framkvæmda, svo sem hin vinsæla náttúrulaug í Valbjargargjá en fjölmörg voru slegin af þegar gerð var aðför að stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja sem var stýrt af Kristjáni Pálssyni.Kristján Pálsson Fréttablaðið/AntonKristján vann með sveitarfélögunum að því að færa einkaleyfi á akstri frá Leifsstöð til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. „Þetta tókst og átti að vera tryggt að Suðurnesin fengju þar með einhverja hlutdeild í þeim gríðarlega hagnaði sem Keflavíkurflugvöllur skapar fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Með þessu fylgdu hundruð milljóna í hagnað sem er af þessari leið sem rútufyrirtækin töpuðu en sveitarfélögin áttu að fá til að byggja upp innviði sína og ferðaþjónustan til að byggja upp ferðamálin.“ Hann segir að þegar þetta var komið í gegn hafi hafist mikil áróðursbylgja gegn sitjandi stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja þar sem beitt var öllum brögðum til að koma henni frá á næsta aðalfundi þar á eftir og voru Allrahanda og Bláa lónið þar fremst í flokki. Niðurstaðan varð sú að Kristján gaf ekki kost á sér. Í kjölfarið kom nýr samgönguráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir, og dró hún fyrri ákvörðun Ögmundar Jónassonar til baka um einkaleyfi til Suðurnesja. „Þannig töpuðu Suðurnesin sennilega um 400 milljónum króna í hagnað árlega sem rennur áfram til Allrahanda og Kynnisferða,“ segir Kristján. Eftir að ný stjórn tók við starfi Kristjáns var leigusamningi við landeigendur sagt upp og viðhaldi og framkvæmdum á svæðinu hætt. Nýr formaður samtakanna var kosinn á síðasta aðalfundi félagsins, Johan D. Jónsson. Hann ætlar að snúa vörn í sókn. „Það er fyrst og fremst fjármagn sem skortir. Hver á að borga? Það er spurningin. Er það sá sem selur þjónustuna, eða sá sem á landið eða þeir sem nota þjónustuna? Það á eftir að fara í viðræður við landeigendur um stöðuna. Það er nýtt form á uppbyggingu á ferðamannaþjónustu á svæðinu. Að þessu er verið að vinna á Reykjanesi og í ferðamálasamtökunum. Þá kemur Reykjanes Jarðvangur inn í þetta líka sem sveitarfélagið styður við, ég hef ríkan vilja til að leysa þessi mál til góðs, menn þurfa bara að stilla sig saman,“ upplýsir Johan og segir að það þurfi að hraða uppbyggingu á svæðinu, bæta samgöngur og aðstöðu ferðamanna.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira