Ráðvana ríkisstjórn Skjóðan skrifar 29. apríl 2015 11:00 Hlutverk ríkisstjórnar er að þoka málum til farsældar fyrir þjóðina. Það er skylda ráðherra að vera til gagns almennt og ekki síst í sínum málaflokki. Ráðherrar skulu forðast að skaða orðspor sitt og ríkisstjórnarinnar í heild. Takist þetta þokkalega gagnast það bæði heimilum og fyrirtækjum í landinu. Ráðherrum núverandi ríkisstjórnar hefur gengið illa að feta þá slóð sem lýst er hér að ofan. Raunar mætti ætla að alls ekki sé ætlun ráðherranna að vera almennt til gagns, þegar atferli þeirra í embætti á fyrri helmingi kjörtímabilsins er skoðað. Engu líkara er en Jónas frá Hriflu sé nú genginn aftur og orðinn húsbóndi í stjórnarráðinu. Heldur er Hriflu-Jónas ferðaglaðari eftir dauðann en í lifanda lífi en þá hann heiðrar Ísland með nærveru sinni vill hann byggja yfir þingmenn eftir aldargömlu æfingaverkefni nemanda í arkitektúr milli þess sem hann sendir sms um styrki úr ríkissjóði til manna sem ekki sóttu um og sakar fjölmiðla um loftárásir á sig. Fyrrverandi innanríkisráðherra hrökklaðist úr embætti vegna alvarlegrar spillingar og ósannsögli. Hún er nú aftur sest á þing þrátt fyrir að hún neiti enn að gefa þingnefnd skýringar á athæfi sínu í ráðherrastóli og í ljós hafi komið að hún varði milljónum af skattfé í einkaráðgjöf lögfræðinga og spunameistara fyrir sig vegna vandamála sem vörðuðu persónu hennar en ekki ráðuneytið. Utanríkisráðherrann er kapítuli út af fyrir sig. Einn og óstuddur ætlaði hann að stilla til friðar í Úkraínu en án árangurs. Í Brüssel kemur hann sterkur inn sem bréfavinur ársins. Umhverfisráðherrann nýi vill beita mildum þýðingum til að draga tennurnar úr regluverki ESB sem Ísland er skuldbundið til að lögfesta. Forsvarsmenn þýðingarfræðinnar í Háskóla Íslands hljóta að hlæja sig máttlausa. Sjávarútvegsráðherrann rífur upp heilu stofnanirnar og flytur þær landshluta á milli og rennur svo á rassinn með allt saman. Þá snýr hann sér að því að gefa makríl fyrir milljarða til nokkurra útgerða. Iðnaðarráðherrann rembdist eins og rjúpan við staurinn við að koma á náttúrupassa sem enginn vildi, ekki einu sinni hennar eigin flokksmenn. Þegar það rann út í sandinn smellti hún myndarlegri ívilnun á bleikjueldi hjá fyrirtæki sem tengist formanni hennar eigin flokks. Menntamálaráðherrann er nýjasta klúður ríkisstjórnarinnar. Hann gerir aðför að menntun framhaldsskólanema milli þess sem hann aðstoðar leigusalann sinn við að markaðssetja sig í útlöndum. Svona ríkisstjórn þokar ekki málum til farsældar – hvorki fyrir fyrirtækin né heimilin.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Hlutverk ríkisstjórnar er að þoka málum til farsældar fyrir þjóðina. Það er skylda ráðherra að vera til gagns almennt og ekki síst í sínum málaflokki. Ráðherrar skulu forðast að skaða orðspor sitt og ríkisstjórnarinnar í heild. Takist þetta þokkalega gagnast það bæði heimilum og fyrirtækjum í landinu. Ráðherrum núverandi ríkisstjórnar hefur gengið illa að feta þá slóð sem lýst er hér að ofan. Raunar mætti ætla að alls ekki sé ætlun ráðherranna að vera almennt til gagns, þegar atferli þeirra í embætti á fyrri helmingi kjörtímabilsins er skoðað. Engu líkara er en Jónas frá Hriflu sé nú genginn aftur og orðinn húsbóndi í stjórnarráðinu. Heldur er Hriflu-Jónas ferðaglaðari eftir dauðann en í lifanda lífi en þá hann heiðrar Ísland með nærveru sinni vill hann byggja yfir þingmenn eftir aldargömlu æfingaverkefni nemanda í arkitektúr milli þess sem hann sendir sms um styrki úr ríkissjóði til manna sem ekki sóttu um og sakar fjölmiðla um loftárásir á sig. Fyrrverandi innanríkisráðherra hrökklaðist úr embætti vegna alvarlegrar spillingar og ósannsögli. Hún er nú aftur sest á þing þrátt fyrir að hún neiti enn að gefa þingnefnd skýringar á athæfi sínu í ráðherrastóli og í ljós hafi komið að hún varði milljónum af skattfé í einkaráðgjöf lögfræðinga og spunameistara fyrir sig vegna vandamála sem vörðuðu persónu hennar en ekki ráðuneytið. Utanríkisráðherrann er kapítuli út af fyrir sig. Einn og óstuddur ætlaði hann að stilla til friðar í Úkraínu en án árangurs. Í Brüssel kemur hann sterkur inn sem bréfavinur ársins. Umhverfisráðherrann nýi vill beita mildum þýðingum til að draga tennurnar úr regluverki ESB sem Ísland er skuldbundið til að lögfesta. Forsvarsmenn þýðingarfræðinnar í Háskóla Íslands hljóta að hlæja sig máttlausa. Sjávarútvegsráðherrann rífur upp heilu stofnanirnar og flytur þær landshluta á milli og rennur svo á rassinn með allt saman. Þá snýr hann sér að því að gefa makríl fyrir milljarða til nokkurra útgerða. Iðnaðarráðherrann rembdist eins og rjúpan við staurinn við að koma á náttúrupassa sem enginn vildi, ekki einu sinni hennar eigin flokksmenn. Þegar það rann út í sandinn smellti hún myndarlegri ívilnun á bleikjueldi hjá fyrirtæki sem tengist formanni hennar eigin flokks. Menntamálaráðherrann er nýjasta klúður ríkisstjórnarinnar. Hann gerir aðför að menntun framhaldsskólanema milli þess sem hann aðstoðar leigusalann sinn við að markaðssetja sig í útlöndum. Svona ríkisstjórn þokar ekki málum til farsældar – hvorki fyrir fyrirtækin né heimilin.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira