Niðurstaða toppbaráttunnar: Titillinn fer í Hafnarfjörðinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2015 10:00 vísir/Andri Marinó Pepsi-deild karla í fótbolta hefst á sunnudaginn með fjórum leikjum, en stórleikur umferðarinnar er á mánudaginn þegar KR og FH eigast við í Frostaskjóli. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Pepsi-mörkin verða sama kvöld klukkan 22.00, en fyrsta beina útsendingin verður frá leik nýliða ÍA og Íslandsmeistara Stjörnunnar á sunnudaginn klukkan 16.30. Fréttablaðið hefur talið niður í fyrsta leik með árlegri spá um sætaröðun liðanna og eins og sjá má hér að ofan er FH spáð Íslandsmeistaratitlinum. FH verður í baráttu við KR og Stjörnuna, en Breiðabliki er spáð mögulegu Evrópusæti.Bestir í öllu „Það er mjög auðvelt að spá FH sigri í sumar,“ segir Hjörtur Hjartarson, sérfræðingur Pepsi-markanna, um meistaraefnin í Hafnarfirðinum. „FH er með bestu kallana, mestu breiddina, frábæran þjálfara, sigurhefð og hungur í að endurheimta titilinn. Það er allt sem bendir til þess að liðið verði meistari,“ segir hann. Hjörvar Hafliðason, annar sérfræðingur Pepsi-markanna, hefur áhyggjur af markaskorun liðsins. „FH skoraði ekki mikið í Lengjubikarnum í vetur, ekki einu sinni gegn BÍ/Bolungarvík sem allir rúlluðu yfir. Steven Lennon, eins öflugur leikmaður og hann er, hefur aldrei verið stöðugur markaskorari,“ segir hann. Hjörtur bendir þó á að hann sé nú að spila fyrir mun betra lið en áður. Lennon skoraði sex mörk í tíu leikjum þegar hann kom í fyrra en var áður á mála hjá Fram. „Er auðveldara að skora fyrir FH, þar sem allir liggja til baka á móti þér, heldur en Fram?“ spyr Hjörvar. „Já, það er bara þannig,“ svarar Hjörtur sem var mikill markaskorari á sínum ferli og markakóngur efstu deildar 2001.Þjálfarinn spurningarmerki KR missti öfluga leikmenn þegar Baldur Sigurðsson og Haukur Heiðar Hauksson fóru í atvinnumennsku, en á móti hafa komið mjög öflugir leikmenn. Núna rétt fyrir mót kom Óskar Örn Hauksson til baka eftir að hafa verið á láni í Kanada. „Það breytir öllu að fá Óskar aftur þarna inn. Það gjörbreytir ásýnd liðsins. Svo fékk liðið líka feitasta bitann á markaðnum í Pálma Rafni og auðvitað Skúla Jón í vörnina. Hann er frábær leikmaður,“ segir Hjörtur. Bjarni Guðjónsson tók við KR-liðinu af Rúnari Kristinssyni en hann er með Guðmund Benediktsson sér til aðstoðar. Bjarni þjálfaði meistaraflokk fyrst í fyrra og féll þá með Fram-liðið. „Honum hefði verið hampað hefði þetta dæmi hjá Fram gengið upp en að sama skapi verður að gagnrýna að hann á eitt tímabil að baki sem þjálfari í efstu deild og fór lóðrétt niður. Þetta er ekki ferilskráin sem maður vill taka með sér inn í KR. En hann þekkir vissulega vel til þarna og var leiðtogi sem leikmaður,“ segir Hjörtur.graf/fréttablaðiðTitill sem skiptir máli Stjarnan verður í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en ver hann ekki samkvæmt spánni. Liðið gerði vel á leikmannamarkaðnum og fyllti í skörðin sem mynduðust eftir síðasta tímabil. „Mikilvægast fyrir Stjörnuna var að fá Halldór Orra aftur og að halda Ólafi Karli. Stjarnan mun samt kynnast því að það er miklu erfiðara að verja titilinn heldur en að vinna hann. Aðeins FH hefur varið titilinn á undanförnum árum,“ segir Hjörvar. Stjarnan hefur verið samfleytt í efstu deild frá 2009 og var í baráttu um Evrópusæti í nokkur ár áður en liðið vann titilinn. Það tókst ekki og þá tapaði liðið tvö ár í röð í bikarúrslitum. „Þessi sigur Stjörnunnar síðasta haust var ekki bara einhver sigur heldur er þetta titill sem breytir félaginu. Hingað til höfum við vanist því að Stjarnan tapi alltaf í stóru leikjunum. Þetta hefur mikla þýðingu en að sama skapi vilja núna allir vinna þá,“ segir Hjörvar.Getur strítt stóru liðunum „Ef allt gengur upp hjá Breiðabliki getur það blandað sér í baráttuna um titilinn,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, íþróttastjóri 365, um möguleika Breiðabliks. Blikar hafa spilað mjög vel á undirbúningstímabilinu og unnið tvo titla. „Arnar hefur unnið gott starf í vetur. Hann fékk hópinn snemma, hefur spilað mikið á sömu mönnunum og þarna eru allir í toppstandi. Þá er liðið með besta bakvarðapar landsins.“ Haldist allir lykilmenn liðsins heilir spáir Óskar því að þeir geti strítt stóru liðunum en nokkur spurningarmerki eru í hópnum. „Það sem ég hef áhyggjur af er staða varnarsinnaðs miðjumanns. Mér finnst Oliver og Gunnlaugur Helgi ekki verið nógu sannfærandi og þá set ég stórt spurningarmerki við bosníska framherjann Ismar Tandir,“ segir Óskar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Stjarnan hafnar í 3. sæti Íslandsmeistarar Stjörnunnar verja ekki titilinn sem liðið vann í fyrra í fyrsta skipti í sögu félagsins. 30. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Pepsi-deild karla í fótbolta hefst á sunnudaginn með fjórum leikjum, en stórleikur umferðarinnar er á mánudaginn þegar KR og FH eigast við í Frostaskjóli. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Pepsi-mörkin verða sama kvöld klukkan 22.00, en fyrsta beina útsendingin verður frá leik nýliða ÍA og Íslandsmeistara Stjörnunnar á sunnudaginn klukkan 16.30. Fréttablaðið hefur talið niður í fyrsta leik með árlegri spá um sætaröðun liðanna og eins og sjá má hér að ofan er FH spáð Íslandsmeistaratitlinum. FH verður í baráttu við KR og Stjörnuna, en Breiðabliki er spáð mögulegu Evrópusæti.Bestir í öllu „Það er mjög auðvelt að spá FH sigri í sumar,“ segir Hjörtur Hjartarson, sérfræðingur Pepsi-markanna, um meistaraefnin í Hafnarfirðinum. „FH er með bestu kallana, mestu breiddina, frábæran þjálfara, sigurhefð og hungur í að endurheimta titilinn. Það er allt sem bendir til þess að liðið verði meistari,“ segir hann. Hjörvar Hafliðason, annar sérfræðingur Pepsi-markanna, hefur áhyggjur af markaskorun liðsins. „FH skoraði ekki mikið í Lengjubikarnum í vetur, ekki einu sinni gegn BÍ/Bolungarvík sem allir rúlluðu yfir. Steven Lennon, eins öflugur leikmaður og hann er, hefur aldrei verið stöðugur markaskorari,“ segir hann. Hjörtur bendir þó á að hann sé nú að spila fyrir mun betra lið en áður. Lennon skoraði sex mörk í tíu leikjum þegar hann kom í fyrra en var áður á mála hjá Fram. „Er auðveldara að skora fyrir FH, þar sem allir liggja til baka á móti þér, heldur en Fram?“ spyr Hjörvar. „Já, það er bara þannig,“ svarar Hjörtur sem var mikill markaskorari á sínum ferli og markakóngur efstu deildar 2001.Þjálfarinn spurningarmerki KR missti öfluga leikmenn þegar Baldur Sigurðsson og Haukur Heiðar Hauksson fóru í atvinnumennsku, en á móti hafa komið mjög öflugir leikmenn. Núna rétt fyrir mót kom Óskar Örn Hauksson til baka eftir að hafa verið á láni í Kanada. „Það breytir öllu að fá Óskar aftur þarna inn. Það gjörbreytir ásýnd liðsins. Svo fékk liðið líka feitasta bitann á markaðnum í Pálma Rafni og auðvitað Skúla Jón í vörnina. Hann er frábær leikmaður,“ segir Hjörtur. Bjarni Guðjónsson tók við KR-liðinu af Rúnari Kristinssyni en hann er með Guðmund Benediktsson sér til aðstoðar. Bjarni þjálfaði meistaraflokk fyrst í fyrra og féll þá með Fram-liðið. „Honum hefði verið hampað hefði þetta dæmi hjá Fram gengið upp en að sama skapi verður að gagnrýna að hann á eitt tímabil að baki sem þjálfari í efstu deild og fór lóðrétt niður. Þetta er ekki ferilskráin sem maður vill taka með sér inn í KR. En hann þekkir vissulega vel til þarna og var leiðtogi sem leikmaður,“ segir Hjörtur.graf/fréttablaðiðTitill sem skiptir máli Stjarnan verður í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en ver hann ekki samkvæmt spánni. Liðið gerði vel á leikmannamarkaðnum og fyllti í skörðin sem mynduðust eftir síðasta tímabil. „Mikilvægast fyrir Stjörnuna var að fá Halldór Orra aftur og að halda Ólafi Karli. Stjarnan mun samt kynnast því að það er miklu erfiðara að verja titilinn heldur en að vinna hann. Aðeins FH hefur varið titilinn á undanförnum árum,“ segir Hjörvar. Stjarnan hefur verið samfleytt í efstu deild frá 2009 og var í baráttu um Evrópusæti í nokkur ár áður en liðið vann titilinn. Það tókst ekki og þá tapaði liðið tvö ár í röð í bikarúrslitum. „Þessi sigur Stjörnunnar síðasta haust var ekki bara einhver sigur heldur er þetta titill sem breytir félaginu. Hingað til höfum við vanist því að Stjarnan tapi alltaf í stóru leikjunum. Þetta hefur mikla þýðingu en að sama skapi vilja núna allir vinna þá,“ segir Hjörvar.Getur strítt stóru liðunum „Ef allt gengur upp hjá Breiðabliki getur það blandað sér í baráttuna um titilinn,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, íþróttastjóri 365, um möguleika Breiðabliks. Blikar hafa spilað mjög vel á undirbúningstímabilinu og unnið tvo titla. „Arnar hefur unnið gott starf í vetur. Hann fékk hópinn snemma, hefur spilað mikið á sömu mönnunum og þarna eru allir í toppstandi. Þá er liðið með besta bakvarðapar landsins.“ Haldist allir lykilmenn liðsins heilir spáir Óskar því að þeir geti strítt stóru liðunum en nokkur spurningarmerki eru í hópnum. „Það sem ég hef áhyggjur af er staða varnarsinnaðs miðjumanns. Mér finnst Oliver og Gunnlaugur Helgi ekki verið nógu sannfærandi og þá set ég stórt spurningarmerki við bosníska framherjann Ismar Tandir,“ segir Óskar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Stjarnan hafnar í 3. sæti Íslandsmeistarar Stjörnunnar verja ekki titilinn sem liðið vann í fyrra í fyrsta skipti í sögu félagsins. 30. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Stjarnan hafnar í 3. sæti Íslandsmeistarar Stjörnunnar verja ekki titilinn sem liðið vann í fyrra í fyrsta skipti í sögu félagsins. 30. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00