Barist um stoltið, söguna og milljarða Tómas Þór Þórðarso skrifar 2. maí 2015 08:00 Lengi hefur verið beðið eftir því að Mayweather og Pacquiao mætist í hringnum og nú verður af því eftir sex ára bið. vísir/Getty Eftir sex ára japl, jaml og fuður er loks komið að því: Floyd Mayweather Jr. og Manny Pacquiao mætast í hringnum. Þessir tveir stórkostlegu hnefaleikakappar berjast til síðasta blóðdropa í MGM Grand-höllinni í Vegas aðfaranótt sunnudags í stærsta bardaga sögunnar. Hnefaleikarnir eiga margar stórar stundir í sögubókunum en þegar horft er til peninganna er enginn stærri en þessi. 38,6 milljarðar Búist er við að Mayweather og Pacquiao skipti á milli sín 300 milljónum dala. Mayweather fær 60 prósent eins og um er samið sem gerir 23,6 milljarða króna og Filippseyingurinn fær 40 prósent sem eru 15 milljarðar króna. Engin sultarlaun. Bardaginn mun mölbrjóta öll met yfir kaup á einstökum viðburði í sjónvarpi, svokallað Pay Per View. Ekki bara mun bardaginn aðeins brjóta metið heldur tvöfalda það. Til að horfa á bardagann í háskerpu í Bandaríkjunum þarf að borga 100 dali eða þrettán þúsund krónur. Hvergi annars staðar en á Íslandi verður hægt að sjá bardagann í áskriftarsjónvarpi, en Stöð 2 Sport sýnir bardagann í lýsingu Bubba Morthens og Ómars Ragnarssonar. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Miðarnir á bardagann kostuðu allt upp í 800 þúsund krónur en ríkustu menn Bandaríkjanna og fleiri landa buðu Bob Arum, þeim sem sér um að kynna bardagann, fleiri milljónir fyrir miða sem því miður fyrir þá voru ekki til. Engin Hollywood-stjarna fær frítt á bardagann eins og tíðkast, en kynningastjórarnir eru duglegir að fá frægasta fólkið í Bandaríkjunum í húsið með því að bjóða því ókeypis miða. Sú eina sem fær ókeypis miða er MMA-stjarnan Ronda Rousey, en Bob Arum sagðist ekki geta gert annað en gefa henni miða þegar hún lýsti því yfir að hún ætlaði að eyða öllum tekjum sínum frá upphafi í UFC til að kaupa sér miða á svörtum markaði. Fyrsta tap Mayweathers? Það eru ekki bara peningarnir sem gera bardagann svo stóran þó þeir sýni svart á hvítu hversu ótrúlega stórt þetta er. Báðir eru kapparnir sem berjast ótrúlega hæfileikaríkir og tveir af bestu hnefaleikaköppum sögunnar. Mayweather er enn taplaus eftir 47 bardaga og hefur unnið í fimm þyngdarflokkum, en Manny hefur unnið í átta þyngdarflokkum, meira en nokkur annar maður. Hnefaleikaspekingar hafa velt sér mikið upp úr því hvor megi minna við tapi og eru flestir sammála um að það sé hinn kjaftfori Mayweather. Hann hefur sjálfur lýst sér sem besta bardagakappa sögunnar enda sé hann taplaus. Stór hluti af ímynd hans er að hann hefur aldrei tapað sem atvinnumaður. Tapi Mayweather verður umræðan um að hann handvelji sér bardaga sem mestar líkur eru á að hann vinni hverju sinni bara háværari. Það er allt undir og málið verður leyst í hringnum í nótt. Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Sjá meira
Eftir sex ára japl, jaml og fuður er loks komið að því: Floyd Mayweather Jr. og Manny Pacquiao mætast í hringnum. Þessir tveir stórkostlegu hnefaleikakappar berjast til síðasta blóðdropa í MGM Grand-höllinni í Vegas aðfaranótt sunnudags í stærsta bardaga sögunnar. Hnefaleikarnir eiga margar stórar stundir í sögubókunum en þegar horft er til peninganna er enginn stærri en þessi. 38,6 milljarðar Búist er við að Mayweather og Pacquiao skipti á milli sín 300 milljónum dala. Mayweather fær 60 prósent eins og um er samið sem gerir 23,6 milljarða króna og Filippseyingurinn fær 40 prósent sem eru 15 milljarðar króna. Engin sultarlaun. Bardaginn mun mölbrjóta öll met yfir kaup á einstökum viðburði í sjónvarpi, svokallað Pay Per View. Ekki bara mun bardaginn aðeins brjóta metið heldur tvöfalda það. Til að horfa á bardagann í háskerpu í Bandaríkjunum þarf að borga 100 dali eða þrettán þúsund krónur. Hvergi annars staðar en á Íslandi verður hægt að sjá bardagann í áskriftarsjónvarpi, en Stöð 2 Sport sýnir bardagann í lýsingu Bubba Morthens og Ómars Ragnarssonar. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Miðarnir á bardagann kostuðu allt upp í 800 þúsund krónur en ríkustu menn Bandaríkjanna og fleiri landa buðu Bob Arum, þeim sem sér um að kynna bardagann, fleiri milljónir fyrir miða sem því miður fyrir þá voru ekki til. Engin Hollywood-stjarna fær frítt á bardagann eins og tíðkast, en kynningastjórarnir eru duglegir að fá frægasta fólkið í Bandaríkjunum í húsið með því að bjóða því ókeypis miða. Sú eina sem fær ókeypis miða er MMA-stjarnan Ronda Rousey, en Bob Arum sagðist ekki geta gert annað en gefa henni miða þegar hún lýsti því yfir að hún ætlaði að eyða öllum tekjum sínum frá upphafi í UFC til að kaupa sér miða á svörtum markaði. Fyrsta tap Mayweathers? Það eru ekki bara peningarnir sem gera bardagann svo stóran þó þeir sýni svart á hvítu hversu ótrúlega stórt þetta er. Báðir eru kapparnir sem berjast ótrúlega hæfileikaríkir og tveir af bestu hnefaleikaköppum sögunnar. Mayweather er enn taplaus eftir 47 bardaga og hefur unnið í fimm þyngdarflokkum, en Manny hefur unnið í átta þyngdarflokkum, meira en nokkur annar maður. Hnefaleikaspekingar hafa velt sér mikið upp úr því hvor megi minna við tapi og eru flestir sammála um að það sé hinn kjaftfori Mayweather. Hann hefur sjálfur lýst sér sem besta bardagakappa sögunnar enda sé hann taplaus. Stór hluti af ímynd hans er að hann hefur aldrei tapað sem atvinnumaður. Tapi Mayweather verður umræðan um að hann handvelji sér bardaga sem mestar líkur eru á að hann vinni hverju sinni bara háværari. Það er allt undir og málið verður leyst í hringnum í nótt.
Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Sjá meira