Verkföll sögð óumflýjanleg sveinn arnarsson skrifar 4. maí 2015 07:00 Kjaradeilur eru sagðar í hnút og staðan grafalvarleg. Svo víðtækar verkfallsaðgerðir sem eru í sjónmáli eru fáheyrðar í íslenskri kjarabaráttu. Helmingur launþega gæti lagt niður störf í lok mánaðarins. Fréttablaðið/Pjetur 37 sáttamálum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara á þessu ári. Þar af er þrjátíu og þremur málum ólokið hjá embættinu og ekkert þokast í átt að samningum stóru félaganna við Samtök atvinnulífsins. Á Alþingi í dag verður rætt um þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði og er Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, málshefjandi. Yfirvofandi verkföll eru Katrínu áhyggjuefni. Vill hún fá upplýsingar um hvort ríkisstjórnin ætli sér á einhvern hátt að liðka fyrir samningum. Hún telur störf ríkisstjórnarinnar þvert á móti ekki hjálpa til.Katrín Jakobsdóttirvísir/daníel„Á baráttudegi verkalýðsins var boðað afnám sérstaks raforkuskatts á álver svo dæmi sé tekið. Mér finnst að ríkið eigi að hjálpa til við samninga en ekki vera að þvælast fyrir. Stjórnvöld hafa þvert á móti hert þann hnút sem er á vinnumarkaði í dag,“ segir Katrín. Um tíu þúsund félagar Starfsgreinasambandsins(SGS) lögðu niður störf síðastliðinn fimmtudag í fyrstu aðgerðum sínum og von er á tveggja sólarhringa vinnustöðvun á miðvikudag og fimmtudag, sem mun lama atvinnulíf á landsbyggðinni. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, telur útilokað að það náist að semja fyrir þann tíma. „Það er nánast öruggt að við munum þurfa að leggja niður störf í þessari viku. Það er enginn vilji til samninga af hálfu Samtaka atvinnulífsins og samtökin vilja ekki hlusta á sanngjarnar kröfur okkar,“ segir Björn. Stór félög launþega eru einnig líkleg til að leggja niður störf í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingar hefja atkvæðagreiðslu í dag um verkfallsboðun og ekkert hefur miðað í samningaviðræðum Flóabandalagsins og VR við Samtök atvinnulífsins.Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin og segir að líklega muni atkvæðagreiðsla um verkfall hefjast um miðjan mánuðinn. „Við munum á þriðjudaginn [á morgun] senda frá okkur fréttatilkynningu um þá stöðu sem upp er komin í viðræðum okkar við SA. Við höfum ekki fengið samtal við SA um kröfugerð okkar og því er okkur nauðugur sá kostur að setja málið í þennan farveg,“ segir Ólafía. Að mati Ólafíu eru lög á verkföll ekki til þess fallin að liðka fyrir samningum. Félag hjúkrunarfræðinga hefur einnig ákveðið að kanna hug sinna félagsmanna til boðunar verkfalls. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir stéttina seinþreytta til vandræða. Frá því félagið var stofnað árið 1994 hafi félagsmenn aðeins farið í verkfall í tvo heila vinnudaga árið 2001. Nú sé hins vegar ekki sé unað lengur við þau kjör sem hjúkrunarfræðingum séu boðin. „Að morgni mánudagsins 11. maí verður ljóst hvort við förum í verkfall frá og með 27. maí. Við höfum átt þrjá árangurslausa fundi hjá ríkissáttasemjara frá því í byrjun apríl. Við sjáum þetta sem neyðarúrræði til að krefjast betri kjara,“ segir Ólafur. Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
37 sáttamálum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara á þessu ári. Þar af er þrjátíu og þremur málum ólokið hjá embættinu og ekkert þokast í átt að samningum stóru félaganna við Samtök atvinnulífsins. Á Alþingi í dag verður rætt um þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði og er Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, málshefjandi. Yfirvofandi verkföll eru Katrínu áhyggjuefni. Vill hún fá upplýsingar um hvort ríkisstjórnin ætli sér á einhvern hátt að liðka fyrir samningum. Hún telur störf ríkisstjórnarinnar þvert á móti ekki hjálpa til.Katrín Jakobsdóttirvísir/daníel„Á baráttudegi verkalýðsins var boðað afnám sérstaks raforkuskatts á álver svo dæmi sé tekið. Mér finnst að ríkið eigi að hjálpa til við samninga en ekki vera að þvælast fyrir. Stjórnvöld hafa þvert á móti hert þann hnút sem er á vinnumarkaði í dag,“ segir Katrín. Um tíu þúsund félagar Starfsgreinasambandsins(SGS) lögðu niður störf síðastliðinn fimmtudag í fyrstu aðgerðum sínum og von er á tveggja sólarhringa vinnustöðvun á miðvikudag og fimmtudag, sem mun lama atvinnulíf á landsbyggðinni. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, telur útilokað að það náist að semja fyrir þann tíma. „Það er nánast öruggt að við munum þurfa að leggja niður störf í þessari viku. Það er enginn vilji til samninga af hálfu Samtaka atvinnulífsins og samtökin vilja ekki hlusta á sanngjarnar kröfur okkar,“ segir Björn. Stór félög launþega eru einnig líkleg til að leggja niður störf í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingar hefja atkvæðagreiðslu í dag um verkfallsboðun og ekkert hefur miðað í samningaviðræðum Flóabandalagsins og VR við Samtök atvinnulífsins.Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin og segir að líklega muni atkvæðagreiðsla um verkfall hefjast um miðjan mánuðinn. „Við munum á þriðjudaginn [á morgun] senda frá okkur fréttatilkynningu um þá stöðu sem upp er komin í viðræðum okkar við SA. Við höfum ekki fengið samtal við SA um kröfugerð okkar og því er okkur nauðugur sá kostur að setja málið í þennan farveg,“ segir Ólafía. Að mati Ólafíu eru lög á verkföll ekki til þess fallin að liðka fyrir samningum. Félag hjúkrunarfræðinga hefur einnig ákveðið að kanna hug sinna félagsmanna til boðunar verkfalls. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir stéttina seinþreytta til vandræða. Frá því félagið var stofnað árið 1994 hafi félagsmenn aðeins farið í verkfall í tvo heila vinnudaga árið 2001. Nú sé hins vegar ekki sé unað lengur við þau kjör sem hjúkrunarfræðingum séu boðin. „Að morgni mánudagsins 11. maí verður ljóst hvort við förum í verkfall frá og með 27. maí. Við höfum átt þrjá árangurslausa fundi hjá ríkissáttasemjara frá því í byrjun apríl. Við sjáum þetta sem neyðarúrræði til að krefjast betri kjara,“ segir Ólafur.
Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira