Nota hærri skatta til kælingar Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. maí 2015 07:00 Katrín Jakobsdóttir í ræðustól. vísir/daníel Langt í frá er að ráðamenn ríkisstjórnarinnar sitji hjá og bíði og voni í yfirstandandi kjaraviðræðum, sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Hann hefði síðast í gær átt í viðræðum um mögulega aðkomu ríkisins að lausn kjaradeilna og ríkisstjórnin hefði verið tilbúin að ræða ýmsar hliðar slíkra lausna. Bjarni brást þarna við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem benti á að ljósmæður og fleiri hópar væru í fimmtu viku verkfalls og að ekki væri að sjá nokkra viðleitni af hálfu ríkisins til að laga þá stöðu sem upp væri komin. Staðan á vinnumarkaði var rædd í tvígang því undir lok dags fór líka fram um hana sérstök umræða að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, en þá varð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra til svara. Katrín vísaði til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að vinna ætti að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. „En staðan nú er sú að menn ræða hér um að níundi áratugurinn sé kominn aftur með tilheyrandi köldu vori og átökum á vinnumarkaði,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra benti á að hér væri hagvöxtur mikill og verðmætasköpun aukin. Óróleiki á vinnumarkaði ætti uppruna sinn annars staðar. „Það má ekki gleyma því að það er hlutverk vinnuveitenda og launþega að semja,“ sagði Sigmundur, en yrðu samningar hóflegir, þá gæti ríkisstjórnin lagt eitthvað það til mála sem yrði til að auka enn á ráðstöfunartekjur fólks. „En ríkisstjórnin mun ekki kasta spreki á verðbólgubál.“ Ríkisstjórnin myndi fremur kæla verðbólgusamninga með skattahækkunum og vitað væri að í slíkri stöðu myndi Seðlabankinn líka grípa inn í með hækkun vaxta. Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Langt í frá er að ráðamenn ríkisstjórnarinnar sitji hjá og bíði og voni í yfirstandandi kjaraviðræðum, sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Hann hefði síðast í gær átt í viðræðum um mögulega aðkomu ríkisins að lausn kjaradeilna og ríkisstjórnin hefði verið tilbúin að ræða ýmsar hliðar slíkra lausna. Bjarni brást þarna við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem benti á að ljósmæður og fleiri hópar væru í fimmtu viku verkfalls og að ekki væri að sjá nokkra viðleitni af hálfu ríkisins til að laga þá stöðu sem upp væri komin. Staðan á vinnumarkaði var rædd í tvígang því undir lok dags fór líka fram um hana sérstök umræða að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, en þá varð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra til svara. Katrín vísaði til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að vinna ætti að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. „En staðan nú er sú að menn ræða hér um að níundi áratugurinn sé kominn aftur með tilheyrandi köldu vori og átökum á vinnumarkaði,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra benti á að hér væri hagvöxtur mikill og verðmætasköpun aukin. Óróleiki á vinnumarkaði ætti uppruna sinn annars staðar. „Það má ekki gleyma því að það er hlutverk vinnuveitenda og launþega að semja,“ sagði Sigmundur, en yrðu samningar hóflegir, þá gæti ríkisstjórnin lagt eitthvað það til mála sem yrði til að auka enn á ráðstöfunartekjur fólks. „En ríkisstjórnin mun ekki kasta spreki á verðbólgubál.“ Ríkisstjórnin myndi fremur kæla verðbólgusamninga með skattahækkunum og vitað væri að í slíkri stöðu myndi Seðlabankinn líka grípa inn í með hækkun vaxta.
Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira