Kvótann heim! Skjóðan skrifar 6. maí 2015 11:30 Útgerðin á Íslandi greiðir allt of lágt veiðileyfagjald. Þar munar væntanlega 40 milljörðum hið minnsta á ári hverju. Þetta eru alvöru peningar. Fyrir þá er hægt að byggja hátæknisjúkrahús á tveimur og hálfu ári. Það væri hægt að greiða spítalann niður á lengri tíma og nota hluta fjárins til að lækka skatta á fatnað og matvæli, sem er besta búbótin fyrir heimilin. Útgerðarfyrirtækiskila eigendum sínum tólffalt hærri EBITDA en stærsta verslunarfyrirtæki landsins. Þessi gríðarlegi hagnaður verður ekki skýrður öðru vísi en svo að um einokunarhagnað sé að ræða. Einokunin felst í næstum ókeypis aðgangi að mjög verðmætri og takmarkaðri auðlind, sem þjóðin öll á. Hagnaður íslenskrar útgerðar er utan velsæmismarka. Ekki vegna þess hversu hár hann er heldur vegna þess hvernig hann er tilkominn. Íslenskir skattgreiðendur niðurgreiða í raun og veru útgerðina um 40 milljarða á ári. Þetta er mun hærri fjárhæð en rennur í niðurgreiðslur vegna landbúnaðarframleiðslu. Því er haldið fram að þjóðin hagnist á góðu gengi útgerðarfyrirtækjanna þar sem þau greiði tekjuskatt af hagnaði sínum. Tekjuskattur fyrirtækja er 20 prósent. Ef 40 milljarðarnir skila sér óskiptir í hagnað fyrirtækjanna fyrir skatta renna 8 milljarðar í ríkissjóð. Eftir sitja þá 32 milljarðar hjá útgerðinni til að fjárfesta í óskyldum rekstri og greiða sér ofurarð. Þetta ástand er ekki ósvipað því að erlent konungsríki hefði slegið eign sinni á Ísland, helgað sér fiskinn í sjónum og konungur falið nokkrum sérvöldum fyrirtækjum að veiða fiskinn. Í stað þess að íslenska þjóðin njóti afraksturs auðlindarinnar rennur sá afrakstur til útvalinna. Einhver starfsemi er vissulega nauðsynleg í kringum útgerðina og vinnslu hér á landi. Mörlandanum bjóðast störf og einhverjir skattar eru greiddir til eyjarskeggja. Einokunargróðinn rennur hins vegar að mestum hluta til konungs og fyrirtækjanna sérvöldu. Á öldum áður þekktu Íslendingar vel til svona fyrirkomulags. Þá var fiskurinn í sjónum ekki talinn takmörkuð auðlind enda veiðitækin ekki stórtæk. Þá starfaði hins vegar hin konunglega einokunarverslun, sem ekki hafði aðrar skyldur við Íslendinga en að tryggja skipakomur með vistir á vorin og haustin. Af borðum einokunarkaupmanna hrutu brauðmolar til heimamanna líkt og nú tíðkast af borðum útgerðarinnar. Við Íslendingar losnuðum úr viðjum einokunarverslunar konungs. Löngu síðar fengum við handritin heim og töldum okkur fullburða, sjálfstæða þjóð. Nú erum við komnir í vist hjá annarri einokunarverslun þó að enginn sé kóngurinn í Kaupmannahöfn sem arðrænir íslenska alþýðu. Er ekki kominn tími fyrir okkur Íslendinga til að brjóta af okkur einokunarhlekkina? Er ekki kominn tími til að við fáum kvótann okkar heim?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Útgerðin á Íslandi greiðir allt of lágt veiðileyfagjald. Þar munar væntanlega 40 milljörðum hið minnsta á ári hverju. Þetta eru alvöru peningar. Fyrir þá er hægt að byggja hátæknisjúkrahús á tveimur og hálfu ári. Það væri hægt að greiða spítalann niður á lengri tíma og nota hluta fjárins til að lækka skatta á fatnað og matvæli, sem er besta búbótin fyrir heimilin. Útgerðarfyrirtækiskila eigendum sínum tólffalt hærri EBITDA en stærsta verslunarfyrirtæki landsins. Þessi gríðarlegi hagnaður verður ekki skýrður öðru vísi en svo að um einokunarhagnað sé að ræða. Einokunin felst í næstum ókeypis aðgangi að mjög verðmætri og takmarkaðri auðlind, sem þjóðin öll á. Hagnaður íslenskrar útgerðar er utan velsæmismarka. Ekki vegna þess hversu hár hann er heldur vegna þess hvernig hann er tilkominn. Íslenskir skattgreiðendur niðurgreiða í raun og veru útgerðina um 40 milljarða á ári. Þetta er mun hærri fjárhæð en rennur í niðurgreiðslur vegna landbúnaðarframleiðslu. Því er haldið fram að þjóðin hagnist á góðu gengi útgerðarfyrirtækjanna þar sem þau greiði tekjuskatt af hagnaði sínum. Tekjuskattur fyrirtækja er 20 prósent. Ef 40 milljarðarnir skila sér óskiptir í hagnað fyrirtækjanna fyrir skatta renna 8 milljarðar í ríkissjóð. Eftir sitja þá 32 milljarðar hjá útgerðinni til að fjárfesta í óskyldum rekstri og greiða sér ofurarð. Þetta ástand er ekki ósvipað því að erlent konungsríki hefði slegið eign sinni á Ísland, helgað sér fiskinn í sjónum og konungur falið nokkrum sérvöldum fyrirtækjum að veiða fiskinn. Í stað þess að íslenska þjóðin njóti afraksturs auðlindarinnar rennur sá afrakstur til útvalinna. Einhver starfsemi er vissulega nauðsynleg í kringum útgerðina og vinnslu hér á landi. Mörlandanum bjóðast störf og einhverjir skattar eru greiddir til eyjarskeggja. Einokunargróðinn rennur hins vegar að mestum hluta til konungs og fyrirtækjanna sérvöldu. Á öldum áður þekktu Íslendingar vel til svona fyrirkomulags. Þá var fiskurinn í sjónum ekki talinn takmörkuð auðlind enda veiðitækin ekki stórtæk. Þá starfaði hins vegar hin konunglega einokunarverslun, sem ekki hafði aðrar skyldur við Íslendinga en að tryggja skipakomur með vistir á vorin og haustin. Af borðum einokunarkaupmanna hrutu brauðmolar til heimamanna líkt og nú tíðkast af borðum útgerðarinnar. Við Íslendingar losnuðum úr viðjum einokunarverslunar konungs. Löngu síðar fengum við handritin heim og töldum okkur fullburða, sjálfstæða þjóð. Nú erum við komnir í vist hjá annarri einokunarverslun þó að enginn sé kóngurinn í Kaupmannahöfn sem arðrænir íslenska alþýðu. Er ekki kominn tími fyrir okkur Íslendinga til að brjóta af okkur einokunarhlekkina? Er ekki kominn tími til að við fáum kvótann okkar heim?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira