Píratar geta þetta Stjórnarmaðurinn skrifar 6. maí 2015 07:00 Óhætt er að segja að hið pólitíska landslag á Íslandi sé áhugavert. Píratar mælast með þriðjungsfylgi í könnunum, á meðan rótgrónu flokkarnir, þá sérstaklega Framsókn og Samfylking, eiga í vök að verjast. Sjálfstæðismenn geta svo varla verið ánægðir með fylgi sem daðrar við tuttugu prósentin. Ekki er auðvelt benda á eina ástæðu fyrir fylgisaukningu Pírata. Auðvitað spila margir hlutir inn í – slæm frammistaða stjórnarflokkanna, lík Ögmundar og Steingríms í VG-lestinni, laskaður formaður hjá Samfylkingu, og grímulaus popúlismi Framsóknar. Eitt er þó sem stjórnarmaðurinn hefur tekið eftir í fari Pírata, þá helst Helga Hrafns Gunnarssonar, talsmanns þeirra. Þeir nálgast bæði pólitíska kollega (ekki andstæðinga) og viðfangsefnin af auðmýkt og virðingu. Þetta er sú nálgun sem oftast er líkleg til árangurs á öðrum sviðum mannlífsins, hvort sem er í mannlegum samskiptum eða viðskiptum. Af hverju ættu önnur lögmál að gilda í pólitík? Helgi erlíkur Jóni Gnarr að þessu leyti. Kannski eru þeir eftir allt saman klækjastjórnmálamenn. Þeir skynja tíðarandann og vita að besservisserapólitíkusar sem tala meira og gera minna eru löngu dottnir úr tísku. Sá maður er heldur ekki til sem veit allt um allt. Þá er betra að svara heiðarlega, segjast ekki vita nóg og lofa að skoða málið. Stjórnarmaðurinn er ekki hrifinn af öllu sem Píratar hafa fram að færa. Þá sérstaklega afstöðu þeirra í höfundarréttarmálum, sem myndi grafa undan góðum fyrirtækjum í landinu og skilja listamenn eftir á berangri. Höfundarrétturinn er eignarréttur, og hann ber að vernda með sambærilegum hætti og eignarrétt á t.d. fasteign. Píratar eiga hins vegar skilið að vera á þeim stað sem þeir eru nú. Það er málflutningar þeirra sem hefur fleytt þeim þangað. Nú eru Píratar í þeirri stöðu að verða skotmark atvinnupólitíkusa. Þær raddir munu heyrast að óráðlegt sé að treysta óvönu fólki fyrir stjórn landsins. Slíkt muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag ríkis og þegna. Þetta eru gamalkunnug rök sem Jóni Gnarr tókst að afsanna. Með sama hætti var talið að samsteypustjórnir í Bretlandi væru ávísun á efnahagslegar hamfarir og pólitískt fárviðri. Það afsannaðist árið 2010 þegar frjálslyndir og íhaldsmenn tóku saman. Markaðirnir bærðust vart við tíðindin og við tók ríkisstjórn sem hefur tekist að gera breska hagkerfið að fyrirmynd annarra í Evrópu undanfarin ár. Píratar geta þetta alveg. Á næstu mánuðum kemur í ljós hvort þeir eiga tækifærið skilið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Óhætt er að segja að hið pólitíska landslag á Íslandi sé áhugavert. Píratar mælast með þriðjungsfylgi í könnunum, á meðan rótgrónu flokkarnir, þá sérstaklega Framsókn og Samfylking, eiga í vök að verjast. Sjálfstæðismenn geta svo varla verið ánægðir með fylgi sem daðrar við tuttugu prósentin. Ekki er auðvelt benda á eina ástæðu fyrir fylgisaukningu Pírata. Auðvitað spila margir hlutir inn í – slæm frammistaða stjórnarflokkanna, lík Ögmundar og Steingríms í VG-lestinni, laskaður formaður hjá Samfylkingu, og grímulaus popúlismi Framsóknar. Eitt er þó sem stjórnarmaðurinn hefur tekið eftir í fari Pírata, þá helst Helga Hrafns Gunnarssonar, talsmanns þeirra. Þeir nálgast bæði pólitíska kollega (ekki andstæðinga) og viðfangsefnin af auðmýkt og virðingu. Þetta er sú nálgun sem oftast er líkleg til árangurs á öðrum sviðum mannlífsins, hvort sem er í mannlegum samskiptum eða viðskiptum. Af hverju ættu önnur lögmál að gilda í pólitík? Helgi erlíkur Jóni Gnarr að þessu leyti. Kannski eru þeir eftir allt saman klækjastjórnmálamenn. Þeir skynja tíðarandann og vita að besservisserapólitíkusar sem tala meira og gera minna eru löngu dottnir úr tísku. Sá maður er heldur ekki til sem veit allt um allt. Þá er betra að svara heiðarlega, segjast ekki vita nóg og lofa að skoða málið. Stjórnarmaðurinn er ekki hrifinn af öllu sem Píratar hafa fram að færa. Þá sérstaklega afstöðu þeirra í höfundarréttarmálum, sem myndi grafa undan góðum fyrirtækjum í landinu og skilja listamenn eftir á berangri. Höfundarrétturinn er eignarréttur, og hann ber að vernda með sambærilegum hætti og eignarrétt á t.d. fasteign. Píratar eiga hins vegar skilið að vera á þeim stað sem þeir eru nú. Það er málflutningar þeirra sem hefur fleytt þeim þangað. Nú eru Píratar í þeirri stöðu að verða skotmark atvinnupólitíkusa. Þær raddir munu heyrast að óráðlegt sé að treysta óvönu fólki fyrir stjórn landsins. Slíkt muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag ríkis og þegna. Þetta eru gamalkunnug rök sem Jóni Gnarr tókst að afsanna. Með sama hætti var talið að samsteypustjórnir í Bretlandi væru ávísun á efnahagslegar hamfarir og pólitískt fárviðri. Það afsannaðist árið 2010 þegar frjálslyndir og íhaldsmenn tóku saman. Markaðirnir bærðust vart við tíðindin og við tók ríkisstjórn sem hefur tekist að gera breska hagkerfið að fyrirmynd annarra í Evrópu undanfarin ár. Píratar geta þetta alveg. Á næstu mánuðum kemur í ljós hvort þeir eiga tækifærið skilið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira