Hundrað veikum ekki veitt undanþága Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. maí 2015 07:00 Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala, segir ástandið slæmt og meðferð krabbameinssjúkra hafi raskast með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. „Hættan á því að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja er raunveruleg,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Verkfall geislafræðinga, lífeindafræðinga og náttúrufræðinga hefur staðið yfir í mánuð. Áhrifin eru hvað mest á krabbameinsdeild. „Staðan er bara hrikaleg. Þjónustan hefur verið skorin niður fyrir ásættanleg mörk, þess eru dæmi að það hafi orðið rof í krabbameinslyfjameðferð. Það eru þó nokkrir sjúklingar þar sem ekki er hægt að byrja krabbameinslyfjameðferð vegna þess að nauðsynlegar rannsóknir vantar og biðlistar hafa lengst eftir geislameðferð,“ segir Gunnar. Að sögn Gunnars bíða enn sex sjúklingar eftir því að hefja meðferð sem hefur verið frestað í fimm vikur eða frá upphafi verkfalls. „Þá eru tuttugu beiðnir sem bíða afgreiðslu síðan verkfallið hófst og ekki hefur verið hægt að verða við enn þá,“ segir Gunnar. Þá nefnir Gunnar legudeildina þar sem veikustu krabbameinssjúklingarnir liggja og segist óttast alvarleg atvik þar vegna verkfallsins. „Bráðveikir einstaklingar liggja á legudeildinni. Þar er mikil röskun á meðferð, rannsóknir taka lengri tíma sem getur seinkað nauðsynlegri meðferð og útskrift. Á þessari deild reiðum við okkur mjög bæði á blóðrannsóknir og myndgreiningar,“ segir Gunnar. Eftirlit liggur að miklu leyti niðri. Gunnar segir seinkun á greiningu geta haft afdrifaríkar afleiðingar á áframhaldandi meðferð. „Við reynum hvað við getum að forgangsraða þannig að nauðsynlegar rannsóknir eru gerðar tímanlega til að sjúklingar skaðist ekki. En það fer mikill tími í forgangsröðun og annað sem tengist verkfallinu sem raskar líka allri starfseminni, tími sem ætti frekar að fara í það að sinna sjúklingum.“ Rúmlega þrjú þúsund manns bíða eftir myndgreiningu. Undanþágunefnd hefur veitt tvö hundruð sjúklingum undanþágur í verkfallinu. Læknar senda beiðni um undanþágu sem þeir telja nauðsynlega. Hundrað sjúklingum hefur verið hafnað „Þeim undanþágum sem er hafnað, þær getum við ekki veitt. Það er algengt að það sé verið að sækja um undanþágur ótilgreint,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. „Okkur finnst að þessar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin hljóti að liggja hjá ráðamönnum,“ segir Katrín. Katrín bendir á að verkfallið sé löglegt úrræði til að fá kjarabætur. „Það eru mjög reglulega veittar undanþágur. Afleiðingar af verkfallinu eru ekki á okkar ábyrgð. Við viljum koma að samningaborðinu en það er enginn vilji af hálfu ríkisins.“ Verkfall 2016 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
„Hættan á því að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja er raunveruleg,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Verkfall geislafræðinga, lífeindafræðinga og náttúrufræðinga hefur staðið yfir í mánuð. Áhrifin eru hvað mest á krabbameinsdeild. „Staðan er bara hrikaleg. Þjónustan hefur verið skorin niður fyrir ásættanleg mörk, þess eru dæmi að það hafi orðið rof í krabbameinslyfjameðferð. Það eru þó nokkrir sjúklingar þar sem ekki er hægt að byrja krabbameinslyfjameðferð vegna þess að nauðsynlegar rannsóknir vantar og biðlistar hafa lengst eftir geislameðferð,“ segir Gunnar. Að sögn Gunnars bíða enn sex sjúklingar eftir því að hefja meðferð sem hefur verið frestað í fimm vikur eða frá upphafi verkfalls. „Þá eru tuttugu beiðnir sem bíða afgreiðslu síðan verkfallið hófst og ekki hefur verið hægt að verða við enn þá,“ segir Gunnar. Þá nefnir Gunnar legudeildina þar sem veikustu krabbameinssjúklingarnir liggja og segist óttast alvarleg atvik þar vegna verkfallsins. „Bráðveikir einstaklingar liggja á legudeildinni. Þar er mikil röskun á meðferð, rannsóknir taka lengri tíma sem getur seinkað nauðsynlegri meðferð og útskrift. Á þessari deild reiðum við okkur mjög bæði á blóðrannsóknir og myndgreiningar,“ segir Gunnar. Eftirlit liggur að miklu leyti niðri. Gunnar segir seinkun á greiningu geta haft afdrifaríkar afleiðingar á áframhaldandi meðferð. „Við reynum hvað við getum að forgangsraða þannig að nauðsynlegar rannsóknir eru gerðar tímanlega til að sjúklingar skaðist ekki. En það fer mikill tími í forgangsröðun og annað sem tengist verkfallinu sem raskar líka allri starfseminni, tími sem ætti frekar að fara í það að sinna sjúklingum.“ Rúmlega þrjú þúsund manns bíða eftir myndgreiningu. Undanþágunefnd hefur veitt tvö hundruð sjúklingum undanþágur í verkfallinu. Læknar senda beiðni um undanþágu sem þeir telja nauðsynlega. Hundrað sjúklingum hefur verið hafnað „Þeim undanþágum sem er hafnað, þær getum við ekki veitt. Það er algengt að það sé verið að sækja um undanþágur ótilgreint,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. „Okkur finnst að þessar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin hljóti að liggja hjá ráðamönnum,“ segir Katrín. Katrín bendir á að verkfallið sé löglegt úrræði til að fá kjarabætur. „Það eru mjög reglulega veittar undanþágur. Afleiðingar af verkfallinu eru ekki á okkar ábyrgð. Við viljum koma að samningaborðinu en það er enginn vilji af hálfu ríkisins.“
Verkfall 2016 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira