Hafa ekki einu sinni efni á að kaupa reiknivél fyrir dómarana Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. maí 2015 00:01 Málin rædd Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, stýrði fundi í fjarveru Ögmundar Jónassonar. Sá síðarnefndi var staddur í Danmörku. Vísir/VAlli Embætti ríkissaksóknara er svo fjárvana að því er ófært að sinna lögbundnum verkefnum sínum svo vel sé. Þetta segir Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin hittist öðru sinni á föstudaginn til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkissaksóknara. Í skýrslunni kemur fram að á undanförnum árum hafi málum sem koma til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara fjölgað verulega og þau orðið flóknari en áður. Á hinn bóginn hafi fjárveitingar til embættisins ekki aukist að sama skapi. Ein afleiðing þessa sé að afgreiðslutími sakamála hjá embættinu hafi að meðaltali lengst verulega. „En það er alltaf eins og það sé erfiðara að setja smáaura í þetta en allt annað,“ segir Brynjar. Menn geti sett peninga í önnur verkefni sem kosta jafnvel hundruð milljóna. Brynjar segir að miðað við þau kærumál sem berist ríkissaksóknara, og miðað við allt það eftirlitshlutverk sem embættið á að hafa, meðal annars með hlerunum og hlustunum og aðgerðum lögreglu, séu verkefnin varla vinnandi fyrir embættið. „Við vitum að mál eru að deyja vegna tíma og það er búið að vera lengi. Og í raun og veru hefur embættið ekki sinnt þessu eftirlitshlutverki sínu lengi,“ segir Brynjar. Menn hafi bara horft fram hjá því af því að embættið hafi náð að halda þokkalega utan um stóru málin. Hann segir að það þyrfti tiltölulega lítinn pening til að koma málum í lag hjá embættinu.Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari.Vísir/stefánEn hann segir að víðar sé pottur brotinn. „Ef menn horfa á dómskerfið í heild þá er þetta svo ódýrt hjá okkur miðað við annars staðar. Þó hafa menn náð að halda því skilvirku. En auðvitað er okkur miklu hættara við mistökum og einhverri vitleysu, sem má ekki gerast í þessu kerfi af því að þetta er þvílík grunnstoð,“ segir hann. Brynjar segir að ríkissaksóknari sé ekki eini angi réttarkerfisins sem sé fjársveltur. Þeir dómstólar sem hann þekki til hafi ekki einu sinni efni á að kaupa reiknivél fyrir dómarana. „Það er ekkert afgangs fyrir utan launin og húsnæðið. Og menn eru svolítið við frumstæðar aðstæður við þetta,“ segir hann. Hann leggur áherslu á að réttarkerfið sé kerfi sem ekki megi klikka. „Þú þarft að treysta því að fá gott fólk í þetta. Það er ekki sama hver vinnur þetta. Og þetta er auðvitað alveg gífurlega mikilvægt. En samt eru menn alltaf á horriminni og rúmlega það,“ segir Brynjar. Alþingi Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Sjá meira
Embætti ríkissaksóknara er svo fjárvana að því er ófært að sinna lögbundnum verkefnum sínum svo vel sé. Þetta segir Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin hittist öðru sinni á föstudaginn til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkissaksóknara. Í skýrslunni kemur fram að á undanförnum árum hafi málum sem koma til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara fjölgað verulega og þau orðið flóknari en áður. Á hinn bóginn hafi fjárveitingar til embættisins ekki aukist að sama skapi. Ein afleiðing þessa sé að afgreiðslutími sakamála hjá embættinu hafi að meðaltali lengst verulega. „En það er alltaf eins og það sé erfiðara að setja smáaura í þetta en allt annað,“ segir Brynjar. Menn geti sett peninga í önnur verkefni sem kosta jafnvel hundruð milljóna. Brynjar segir að miðað við þau kærumál sem berist ríkissaksóknara, og miðað við allt það eftirlitshlutverk sem embættið á að hafa, meðal annars með hlerunum og hlustunum og aðgerðum lögreglu, séu verkefnin varla vinnandi fyrir embættið. „Við vitum að mál eru að deyja vegna tíma og það er búið að vera lengi. Og í raun og veru hefur embættið ekki sinnt þessu eftirlitshlutverki sínu lengi,“ segir Brynjar. Menn hafi bara horft fram hjá því af því að embættið hafi náð að halda þokkalega utan um stóru málin. Hann segir að það þyrfti tiltölulega lítinn pening til að koma málum í lag hjá embættinu.Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari.Vísir/stefánEn hann segir að víðar sé pottur brotinn. „Ef menn horfa á dómskerfið í heild þá er þetta svo ódýrt hjá okkur miðað við annars staðar. Þó hafa menn náð að halda því skilvirku. En auðvitað er okkur miklu hættara við mistökum og einhverri vitleysu, sem má ekki gerast í þessu kerfi af því að þetta er þvílík grunnstoð,“ segir hann. Brynjar segir að ríkissaksóknari sé ekki eini angi réttarkerfisins sem sé fjársveltur. Þeir dómstólar sem hann þekki til hafi ekki einu sinni efni á að kaupa reiknivél fyrir dómarana. „Það er ekkert afgangs fyrir utan launin og húsnæðið. Og menn eru svolítið við frumstæðar aðstæður við þetta,“ segir hann. Hann leggur áherslu á að réttarkerfið sé kerfi sem ekki megi klikka. „Þú þarft að treysta því að fá gott fólk í þetta. Það er ekki sama hver vinnur þetta. Og þetta er auðvitað alveg gífurlega mikilvægt. En samt eru menn alltaf á horriminni og rúmlega það,“ segir Brynjar.
Alþingi Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Sjá meira