Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Lovísa Arnardóttir skrifar 11. júlí 2025 10:40 Tveir voru handteknir í Reykjavík í síðustu viku en öðrum svo sleppt úr haldi. Vísir/Viktor Freyr Lögreglan á Norðurlandi eystra fer í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald eins þeirra fimm sem voru handteknir í aðgerðum þeirra þann 18. júní vegna umfangsmikillar rannsóknar á fíkniefnaframleiðslu víða um land. Tveimur þessara fimm hefur verið sleppt úr haldi en einn handtekinn til viðbótar. Gæsluvarðhald hinna sem er í haldi rennur út í næstu viku og verður endurskoðað þá að sögn Skarphéðins Aðalsteinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. „Þessir sem eru núna fjórir eru ekki allir búnir að vera frá upphafi,“ segir Skarphéðinn. Lögregluaðgerðunum hefur verið stýrt af Lögreglunni á Norðurlandi eystra og hafa farið fram húsleitir og handtökur víða um land, meðal annars í Reykjavík, Raufarhöfn, í Kópavogi og í Borgarfirði. Þeir handteknu eru bæði innlendir og erlendir einstaklingar en Skarphéðinn segist ekki geta sagt til um kyn þeirra eða hvort að þeir sem erlendir eru hafi verið búsettir á landinu lengi. Rannsókn málsins snýr að fíkniefnaframleiðslu og þá helst kannabis. Skarphéðinn segir þó önnur brot einnig vera til rannsóknar. „Það er fíkniefnaframleiðsla og fleiri afbrot sem eru til skoðunar. Rannsóknin gengur í sjálfu sér vel. Þetta er umfangsmikil rannsókn, henni er ekki lokið, og ekki ljóst hvort það verði farið í frekari aðgerðir. Ég get heldur ekki sagt að við sjáum fyrir endann á henni. Þessu er ekki lokið.“ Vona að þau nái að loka þessum hring Hann segir lögregluna vonast til þess að við lok þessarar rannsóknar verði búið að ná þessum hópi sem standi í þessari framleiðslu. Skarphéðinn segir framleiðslu fíkniefna hafa aukist gífurlega á Íslandi síðustu ár. „Það er breyting frá fyrri tíð, að það er meira framleitt af fíkniefnum á Íslandi í dag heldur en var hér á árum áður. Það er þannig. Þetta var varla þekkt fyrir síðustu áramót. Þá var miklu meiri innflutningur og byggðist á þeim árum á því. Það er talsverð breyting frá því.“ Lögreglumál Fíkniefnabrot Akureyri Reykjavík Borgarbyggð Norðurþing Tengdar fréttir Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Lögreglan segist í síðustu viku hafa lagt hald á tuttugu kílógrömm af marijúana sem voru falin í vörusendingum. Ráðist var í húsleit í Hafnarfirði og nokkrir voru handteknir vegna málsins. 10. júlí 2025 17:27 Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 4. júlí 2025 11:38 Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. 4. júlí 2025 09:39 Fleiri handteknir í Borgarnesi Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar. 23. júní 2025 19:35 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Gæsluvarðhald hinna sem er í haldi rennur út í næstu viku og verður endurskoðað þá að sögn Skarphéðins Aðalsteinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. „Þessir sem eru núna fjórir eru ekki allir búnir að vera frá upphafi,“ segir Skarphéðinn. Lögregluaðgerðunum hefur verið stýrt af Lögreglunni á Norðurlandi eystra og hafa farið fram húsleitir og handtökur víða um land, meðal annars í Reykjavík, Raufarhöfn, í Kópavogi og í Borgarfirði. Þeir handteknu eru bæði innlendir og erlendir einstaklingar en Skarphéðinn segist ekki geta sagt til um kyn þeirra eða hvort að þeir sem erlendir eru hafi verið búsettir á landinu lengi. Rannsókn málsins snýr að fíkniefnaframleiðslu og þá helst kannabis. Skarphéðinn segir þó önnur brot einnig vera til rannsóknar. „Það er fíkniefnaframleiðsla og fleiri afbrot sem eru til skoðunar. Rannsóknin gengur í sjálfu sér vel. Þetta er umfangsmikil rannsókn, henni er ekki lokið, og ekki ljóst hvort það verði farið í frekari aðgerðir. Ég get heldur ekki sagt að við sjáum fyrir endann á henni. Þessu er ekki lokið.“ Vona að þau nái að loka þessum hring Hann segir lögregluna vonast til þess að við lok þessarar rannsóknar verði búið að ná þessum hópi sem standi í þessari framleiðslu. Skarphéðinn segir framleiðslu fíkniefna hafa aukist gífurlega á Íslandi síðustu ár. „Það er breyting frá fyrri tíð, að það er meira framleitt af fíkniefnum á Íslandi í dag heldur en var hér á árum áður. Það er þannig. Þetta var varla þekkt fyrir síðustu áramót. Þá var miklu meiri innflutningur og byggðist á þeim árum á því. Það er talsverð breyting frá því.“
Lögreglumál Fíkniefnabrot Akureyri Reykjavík Borgarbyggð Norðurþing Tengdar fréttir Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Lögreglan segist í síðustu viku hafa lagt hald á tuttugu kílógrömm af marijúana sem voru falin í vörusendingum. Ráðist var í húsleit í Hafnarfirði og nokkrir voru handteknir vegna málsins. 10. júlí 2025 17:27 Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 4. júlí 2025 11:38 Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. 4. júlí 2025 09:39 Fleiri handteknir í Borgarnesi Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar. 23. júní 2025 19:35 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Lögreglan segist í síðustu viku hafa lagt hald á tuttugu kílógrömm af marijúana sem voru falin í vörusendingum. Ráðist var í húsleit í Hafnarfirði og nokkrir voru handteknir vegna málsins. 10. júlí 2025 17:27
Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 4. júlí 2025 11:38
Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. 4. júlí 2025 09:39
Fleiri handteknir í Borgarnesi Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar. 23. júní 2025 19:35