Þurfa dýralækni með hitamæli Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. maí 2015 07:00 Gunnar Bergmann Jónsson. Fréttablaðið/Vilhelm „Við verðum að bíða og sjá hvað verður með framvinduna,“ segir Gunnar Bergmann, eigandi Hrefnuveiðimanna. Hann segir allt til reiðu að halda til veiða, en hrefnuveiðitímabilið hefur oft hafist um þessar mundir, hins vegar setji yfirstandandi verkfall dýralækna þó líklega ákveðið strik í reikninginn. „Maður áttar sig svo sem ekki alveg á hvað er í uppsiglingu, en það er ljóst að dýralæknaverkfallið sem núna er í gangi hefur áhrif á okkur,“ segir hann, en reglur í kring um hrefnuveiðarnar séu á þann veg að í raun sé litið á báta þeirra eins og sláturhús. „Við þurfum að kalla til dýralækni til að stinga hitamæli í kjötið þegar það kemur inn til vinnslu.“ Gunnar segir Hrefnuveiðimenn ekkert byrjaða að veiða enn sem komið er, þeir séu þó alveg klárir í að byrja hvenær sem er, en veiðar hafi alla jafna hafist í fyrrihluta maímánaðar. Á meðan á verkfalli dýralækna stendur er því hrefnukjöt í hópi þeirra afurða sem ekki enda á grillum landsmanna með hækkandi sól og betra veðri. Önnur áhrif segir Gunnar líkast til lítil á starfsemina. Flutningar á afurðum séu ekki meiri en svo að þeir geti annast þá sjálfir. „Við þurfum ekki á þjónustu annarra að halda, þannig séð. Starfsfólk hjá okkur er ekkert að fara í verkfall, sjómenn eða aðrir.“Fréttablaðið leitar að sögum sem tengjast verkfallsaðgerðum í birtir með annarri umfjöllun um kjarabaráttu. Láttu okkur endilega vita af skemmtilegum, eða miður skemmtilegum, sögum með því að senda okkur póst á ritstjorn@frettabladid.is. Verkfall 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Við verðum að bíða og sjá hvað verður með framvinduna,“ segir Gunnar Bergmann, eigandi Hrefnuveiðimanna. Hann segir allt til reiðu að halda til veiða, en hrefnuveiðitímabilið hefur oft hafist um þessar mundir, hins vegar setji yfirstandandi verkfall dýralækna þó líklega ákveðið strik í reikninginn. „Maður áttar sig svo sem ekki alveg á hvað er í uppsiglingu, en það er ljóst að dýralæknaverkfallið sem núna er í gangi hefur áhrif á okkur,“ segir hann, en reglur í kring um hrefnuveiðarnar séu á þann veg að í raun sé litið á báta þeirra eins og sláturhús. „Við þurfum að kalla til dýralækni til að stinga hitamæli í kjötið þegar það kemur inn til vinnslu.“ Gunnar segir Hrefnuveiðimenn ekkert byrjaða að veiða enn sem komið er, þeir séu þó alveg klárir í að byrja hvenær sem er, en veiðar hafi alla jafna hafist í fyrrihluta maímánaðar. Á meðan á verkfalli dýralækna stendur er því hrefnukjöt í hópi þeirra afurða sem ekki enda á grillum landsmanna með hækkandi sól og betra veðri. Önnur áhrif segir Gunnar líkast til lítil á starfsemina. Flutningar á afurðum séu ekki meiri en svo að þeir geti annast þá sjálfir. „Við þurfum ekki á þjónustu annarra að halda, þannig séð. Starfsfólk hjá okkur er ekkert að fara í verkfall, sjómenn eða aðrir.“Fréttablaðið leitar að sögum sem tengjast verkfallsaðgerðum í birtir með annarri umfjöllun um kjarabaráttu. Láttu okkur endilega vita af skemmtilegum, eða miður skemmtilegum, sögum með því að senda okkur póst á ritstjorn@frettabladid.is.
Verkfall 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira