Forsíðukandídat á Landakotsspítala Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. maí 2015 07:00 Gunnar Baldvin Björgvinsson kandídat í læknisfræði á Landspítalanum. Fréttablaðið/Ernir Ein hliðaráhrif yfirstandandi verkfalla á Gunnar Baldvin Björgvinsson, læknakandídat á lokaári við Landspítalann, reyndust nokkuð óvænt. Myndir sem ljósmyndari Morgunblaðsins tók af honum (og fleirum) í læknaverkfallinu hafa nefnilega birst á síðum blaðsins, og í það minnsta tvisvar á forsíðu, auk birtinga á vef blaðsins. „Það mætti kannski kalla mig verkfallskandídat miðað við hvað blaðið hefur birt af mér margar myndir,“ segir hann, en þegar myndirnar voru teknar starfaði hann á bráðamóttökunni. „En ég bað svo sem ekki um að verða einhver verkfallsstrákur, eða andlit heilbrigðisstétta í verkfalli.“ Áhrif verkfallanna nú merkir Gunnar hins vegar eins og annað heilbrigðisstarfsfólk og segir alvarleg. „Læknaverkfallið var slæmt en röskunin af þessu er líklega meiri,“ segir hann. Núna starfar Gunnar Baldvin á Landakoti og sér daglega hvernig rannsóknir tefjast vegna þess að sýni og blóðprufur fást ekki greind nema með undanþágum í bráðatilvikum og sama á við um röntgenmyndatöku. Þá liggur hún niðri á Landakoti, þannig að fara þarf með fólk á milli sjúkrahúsbygginga í bráðatilvikum til myndatökunnar, sem sé aukaálag. Gunnar segir ljóst að ástandið sé líka til þess fallið að auka fólki kvíða. „Sé fólk með fullum sönsum þá gerir það það, en þegar þú ert kominn á öldrunar- og endurhæfingarspítala þá er allur gangur á því,“ bætir hann við. „En vissulega geta komið upp bráðatilvik hér. Og ef setja þarf fólk strax í röntgen þá er það bara sjúkrabíll og mikil röskun fyrir eldra fólk. Ástandið bitnar kannski mest á þeim sem síst mega við því, það er að segja eldra fólkinu.“ Verkfall 2016 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Ein hliðaráhrif yfirstandandi verkfalla á Gunnar Baldvin Björgvinsson, læknakandídat á lokaári við Landspítalann, reyndust nokkuð óvænt. Myndir sem ljósmyndari Morgunblaðsins tók af honum (og fleirum) í læknaverkfallinu hafa nefnilega birst á síðum blaðsins, og í það minnsta tvisvar á forsíðu, auk birtinga á vef blaðsins. „Það mætti kannski kalla mig verkfallskandídat miðað við hvað blaðið hefur birt af mér margar myndir,“ segir hann, en þegar myndirnar voru teknar starfaði hann á bráðamóttökunni. „En ég bað svo sem ekki um að verða einhver verkfallsstrákur, eða andlit heilbrigðisstétta í verkfalli.“ Áhrif verkfallanna nú merkir Gunnar hins vegar eins og annað heilbrigðisstarfsfólk og segir alvarleg. „Læknaverkfallið var slæmt en röskunin af þessu er líklega meiri,“ segir hann. Núna starfar Gunnar Baldvin á Landakoti og sér daglega hvernig rannsóknir tefjast vegna þess að sýni og blóðprufur fást ekki greind nema með undanþágum í bráðatilvikum og sama á við um röntgenmyndatöku. Þá liggur hún niðri á Landakoti, þannig að fara þarf með fólk á milli sjúkrahúsbygginga í bráðatilvikum til myndatökunnar, sem sé aukaálag. Gunnar segir ljóst að ástandið sé líka til þess fallið að auka fólki kvíða. „Sé fólk með fullum sönsum þá gerir það það, en þegar þú ert kominn á öldrunar- og endurhæfingarspítala þá er allur gangur á því,“ bætir hann við. „En vissulega geta komið upp bráðatilvik hér. Og ef setja þarf fólk strax í röntgen þá er það bara sjúkrabíll og mikil röskun fyrir eldra fólk. Ástandið bitnar kannski mest á þeim sem síst mega við því, það er að segja eldra fólkinu.“
Verkfall 2016 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira