Forsíðukandídat á Landakotsspítala Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. maí 2015 07:00 Gunnar Baldvin Björgvinsson kandídat í læknisfræði á Landspítalanum. Fréttablaðið/Ernir Ein hliðaráhrif yfirstandandi verkfalla á Gunnar Baldvin Björgvinsson, læknakandídat á lokaári við Landspítalann, reyndust nokkuð óvænt. Myndir sem ljósmyndari Morgunblaðsins tók af honum (og fleirum) í læknaverkfallinu hafa nefnilega birst á síðum blaðsins, og í það minnsta tvisvar á forsíðu, auk birtinga á vef blaðsins. „Það mætti kannski kalla mig verkfallskandídat miðað við hvað blaðið hefur birt af mér margar myndir,“ segir hann, en þegar myndirnar voru teknar starfaði hann á bráðamóttökunni. „En ég bað svo sem ekki um að verða einhver verkfallsstrákur, eða andlit heilbrigðisstétta í verkfalli.“ Áhrif verkfallanna nú merkir Gunnar hins vegar eins og annað heilbrigðisstarfsfólk og segir alvarleg. „Læknaverkfallið var slæmt en röskunin af þessu er líklega meiri,“ segir hann. Núna starfar Gunnar Baldvin á Landakoti og sér daglega hvernig rannsóknir tefjast vegna þess að sýni og blóðprufur fást ekki greind nema með undanþágum í bráðatilvikum og sama á við um röntgenmyndatöku. Þá liggur hún niðri á Landakoti, þannig að fara þarf með fólk á milli sjúkrahúsbygginga í bráðatilvikum til myndatökunnar, sem sé aukaálag. Gunnar segir ljóst að ástandið sé líka til þess fallið að auka fólki kvíða. „Sé fólk með fullum sönsum þá gerir það það, en þegar þú ert kominn á öldrunar- og endurhæfingarspítala þá er allur gangur á því,“ bætir hann við. „En vissulega geta komið upp bráðatilvik hér. Og ef setja þarf fólk strax í röntgen þá er það bara sjúkrabíll og mikil röskun fyrir eldra fólk. Ástandið bitnar kannski mest á þeim sem síst mega við því, það er að segja eldra fólkinu.“ Verkfall 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ein hliðaráhrif yfirstandandi verkfalla á Gunnar Baldvin Björgvinsson, læknakandídat á lokaári við Landspítalann, reyndust nokkuð óvænt. Myndir sem ljósmyndari Morgunblaðsins tók af honum (og fleirum) í læknaverkfallinu hafa nefnilega birst á síðum blaðsins, og í það minnsta tvisvar á forsíðu, auk birtinga á vef blaðsins. „Það mætti kannski kalla mig verkfallskandídat miðað við hvað blaðið hefur birt af mér margar myndir,“ segir hann, en þegar myndirnar voru teknar starfaði hann á bráðamóttökunni. „En ég bað svo sem ekki um að verða einhver verkfallsstrákur, eða andlit heilbrigðisstétta í verkfalli.“ Áhrif verkfallanna nú merkir Gunnar hins vegar eins og annað heilbrigðisstarfsfólk og segir alvarleg. „Læknaverkfallið var slæmt en röskunin af þessu er líklega meiri,“ segir hann. Núna starfar Gunnar Baldvin á Landakoti og sér daglega hvernig rannsóknir tefjast vegna þess að sýni og blóðprufur fást ekki greind nema með undanþágum í bráðatilvikum og sama á við um röntgenmyndatöku. Þá liggur hún niðri á Landakoti, þannig að fara þarf með fólk á milli sjúkrahúsbygginga í bráðatilvikum til myndatökunnar, sem sé aukaálag. Gunnar segir ljóst að ástandið sé líka til þess fallið að auka fólki kvíða. „Sé fólk með fullum sönsum þá gerir það það, en þegar þú ert kominn á öldrunar- og endurhæfingarspítala þá er allur gangur á því,“ bætir hann við. „En vissulega geta komið upp bráðatilvik hér. Og ef setja þarf fólk strax í röntgen þá er það bara sjúkrabíll og mikil röskun fyrir eldra fólk. Ástandið bitnar kannski mest á þeim sem síst mega við því, það er að segja eldra fólkinu.“
Verkfall 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira