Sýndargróði eða raunverulegur? Skjóðan skrifar 13. maí 2015 12:00 Í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar er áhugavert viðtal við Herdísi Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands (FSI), en heimild hans til nýfjárfestinga rann út í lok febrúar. Þau fimm ár sem sjóðurinn hefur starfað hafa 43 milljarða fjárfestingar skilað 40 milljarða bókfærðum hagnaði. Herdís hefur stýrt FSI frá því í fyrra. FSI hefur legið undir margvíslegri gagnrýni. Talað hefur verið um lítið gegnsæi og gagnrýnt að afnot af vörumerkinu Icelandic í Bandaríkjunum voru leigð til erlendra aðila til margra ára. Þá hefur ævintýralegur gróði FSI af sumum fjárfestingum sínum, á borð við Icelandair, verið gagnrýndur og talinn til marks um að FSI hafi fengið eignirnar á óeðlilega lágu verði og jafnvel að fyrirtækin hafi að ósekju verið tekin af fyrri eigendum. Eignarhald FSI hefur verið til umræðu í tengslum við ráðstöfun eigna en helstu kaupendur margra eigna FSI eru lífeyrissjóðirnir sem eiga FSI. Einn tilgangur með stofnun FSI á sínum tíma var að gefa lífeyrissjóðum landsins færi á að vinna til baka mikið tap á fjárfestingum sem þeir urðu fyrir í hruninu 2008. Í gegnum FSI sameinuðu þeir fjárfestingarkrafta sína í öflugum sjóði til að njóta góðs af endurreisn íslenskra fyrirtækja og efnahagslífs. Árangurinn talar sínu máli og 43 milljarða fjárfesting hefur skilað endurheimtum og eignum, sem nú eru metnar á 83 milljarða. Eftir stendur spurningin hvort ekki hafi verið of hart gengið að fyrri eigendum fyrirtækjanna sem FSI eignaðist. Hefðu bankar fremur átt að styðja fyrri eigendur í tímabundnum erfiðleikum eftir allsherjar fjármálahrun en að ganga milli bols og höfuðs á þeim? Margföldun á verðmæti fyrirtækja á örfáum árum gefur slíkum vangaveltum vængi. Einnig má spyrja hvort hin ríkulega ávöxtun eignanna hafi verið raunveruleg fyrir eigendur FSI. Í mjög mörgum tilfellum hefur hagnaður FSI myndast við það að eigendur FSI hafa keypt hlutabréf af FSI við skráningu fyrirtækja á markað. Áhættan af bréfunum hefur einungis flust frá FSI til eigenda FSI. Hvað verður um hlutabréfaverð á Íslandi þegar, og ef, tekin verða stór skref til afnáms fjármagnshafta? Er ekki hagnaður lífeyrissjóða af FSI sýndargróði, þar til búið er að selja eignirnar út úr lífeyrissjóðakerfinu?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar er áhugavert viðtal við Herdísi Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands (FSI), en heimild hans til nýfjárfestinga rann út í lok febrúar. Þau fimm ár sem sjóðurinn hefur starfað hafa 43 milljarða fjárfestingar skilað 40 milljarða bókfærðum hagnaði. Herdís hefur stýrt FSI frá því í fyrra. FSI hefur legið undir margvíslegri gagnrýni. Talað hefur verið um lítið gegnsæi og gagnrýnt að afnot af vörumerkinu Icelandic í Bandaríkjunum voru leigð til erlendra aðila til margra ára. Þá hefur ævintýralegur gróði FSI af sumum fjárfestingum sínum, á borð við Icelandair, verið gagnrýndur og talinn til marks um að FSI hafi fengið eignirnar á óeðlilega lágu verði og jafnvel að fyrirtækin hafi að ósekju verið tekin af fyrri eigendum. Eignarhald FSI hefur verið til umræðu í tengslum við ráðstöfun eigna en helstu kaupendur margra eigna FSI eru lífeyrissjóðirnir sem eiga FSI. Einn tilgangur með stofnun FSI á sínum tíma var að gefa lífeyrissjóðum landsins færi á að vinna til baka mikið tap á fjárfestingum sem þeir urðu fyrir í hruninu 2008. Í gegnum FSI sameinuðu þeir fjárfestingarkrafta sína í öflugum sjóði til að njóta góðs af endurreisn íslenskra fyrirtækja og efnahagslífs. Árangurinn talar sínu máli og 43 milljarða fjárfesting hefur skilað endurheimtum og eignum, sem nú eru metnar á 83 milljarða. Eftir stendur spurningin hvort ekki hafi verið of hart gengið að fyrri eigendum fyrirtækjanna sem FSI eignaðist. Hefðu bankar fremur átt að styðja fyrri eigendur í tímabundnum erfiðleikum eftir allsherjar fjármálahrun en að ganga milli bols og höfuðs á þeim? Margföldun á verðmæti fyrirtækja á örfáum árum gefur slíkum vangaveltum vængi. Einnig má spyrja hvort hin ríkulega ávöxtun eignanna hafi verið raunveruleg fyrir eigendur FSI. Í mjög mörgum tilfellum hefur hagnaður FSI myndast við það að eigendur FSI hafa keypt hlutabréf af FSI við skráningu fyrirtækja á markað. Áhættan af bréfunum hefur einungis flust frá FSI til eigenda FSI. Hvað verður um hlutabréfaverð á Íslandi þegar, og ef, tekin verða stór skref til afnáms fjármagnshafta? Er ekki hagnaður lífeyrissjóða af FSI sýndargróði, þar til búið er að selja eignirnar út úr lífeyrissjóðakerfinu?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira