Karlar spegla sig Magnús Guðmundsson skrifar 18. maí 2015 07:00 Svisslendingur frá Seyðisfirði er búinn að gera allt vitlaust í Feyneyjum á Ítalíu. Christoph Büchel setti upp mosku í ónotaðri og afhelgaðri kaþólskri kirkju á Feneyjatvíæringnum, virtustu og eftirsóttustu myndlistarhátíð heims, og moskan er framlag Íslands í ár. Flestum er þetta kunnugt en þó er ágætt að hafa í huga að þetta er ekki í fyrsta sinn sem verk Christoph Büchel hrista upp í listheiminum og jafnvel heilu samfélögunum – langt frá því. Á meðal verka Büchel má nefna sviðsetningu á kynlífsklúbbi í Vín, sýning á eigum heimilislausra í New York og að breyta fínu galleríi í London í félagsmiðstöð. Allt eru þetta ágætis dæmi um vandlega úthugsuð, áleitin og ögrandi verk við ríkjandi vald, hugmyndir okkar og samfélag. Christoph Büchel virðist hafa tekist sérstaklega vel upp í Feneyjum. Ekki einungis afmarkaður heimur listarinnar heldur samfélagið allt tekur þátt í deilum og umræðum um stöðu verksins, orsakir og afleiðingar. Umræðan nær líka alla leiðina hingað heim og þá ekki aðeins til listheimsins heldur út á meðal almennings. Sitt sýnist hverjum en aðalatriðið er að við tökum umræðuna og berum vonandi gæfu til þess að sjá samhengið við okkar eigið litla samfélag. Á sama tíma og svissneski Seyðfirðingurinn er að hræra í samfélaginu í Feneyjum eru listakonur frá New York að pota í okkur hérna heima – sum okkar að minnsta kosti. Verk Guerilla Girls sem prýðir austurhlið tollhússins í Reykjavík er beinskeytt og áleitið verk. Listakonurnar frá New York hafa verið harðar í gagnrýni sinni á mjög svo skertan hlut og möguleika kvenna í listum og menningu síðustu þrjátíu árin. Á þessu er engin breyting hér. Eins og oft áður nýta þær sér tölulegar staðreyndir og að þessu sinni sýna þær fram á hversu mikið hallar á konur í íslenskri kvikmyndagerð. Sjón er sögu ríkari. Ekki er þó hægt að segja að hinn karllægi heimur íslenskra kvikmynda bregðist við með þroskuðum hætti. Helst er að karlmenn í faginu leggi sig fram um að sýna með súluritum að það sé í raun alls ekki svo slæmt að vera kvikmyndagerðarkona á Íslandi. En kvikmyndirnar tala sínu máli. Flestar leiknar bíómyndir á Íslandi eru skrifaðar af körlum, leikstýrt af körlum, karlleikarar eru í meirihluta og þar af leiðir að þær fjalla að mestu leyti um hlutskipti karla. Það sér hver heilvita manneskja vonandi að þetta er ekki gott – ekki síst í ljósi þess að um helmingur þjóðarinnar eru konur. Verk Guerilla Girls og moska Büchel eru sett fram til þess að benda okkur á það sem við þurfum að takast á við og síðan stíga listamennirnir frá. Nú er það samfélagsins að taka við. Kvikmyndasamfélagið á Íslandi þarf að horfast í augu við að þetta er ekki nógu gott. Við eigum öll að geta speglað okkur í listinni – ekki aðeins karlar, heldur líka konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Svisslendingur frá Seyðisfirði er búinn að gera allt vitlaust í Feyneyjum á Ítalíu. Christoph Büchel setti upp mosku í ónotaðri og afhelgaðri kaþólskri kirkju á Feneyjatvíæringnum, virtustu og eftirsóttustu myndlistarhátíð heims, og moskan er framlag Íslands í ár. Flestum er þetta kunnugt en þó er ágætt að hafa í huga að þetta er ekki í fyrsta sinn sem verk Christoph Büchel hrista upp í listheiminum og jafnvel heilu samfélögunum – langt frá því. Á meðal verka Büchel má nefna sviðsetningu á kynlífsklúbbi í Vín, sýning á eigum heimilislausra í New York og að breyta fínu galleríi í London í félagsmiðstöð. Allt eru þetta ágætis dæmi um vandlega úthugsuð, áleitin og ögrandi verk við ríkjandi vald, hugmyndir okkar og samfélag. Christoph Büchel virðist hafa tekist sérstaklega vel upp í Feneyjum. Ekki einungis afmarkaður heimur listarinnar heldur samfélagið allt tekur þátt í deilum og umræðum um stöðu verksins, orsakir og afleiðingar. Umræðan nær líka alla leiðina hingað heim og þá ekki aðeins til listheimsins heldur út á meðal almennings. Sitt sýnist hverjum en aðalatriðið er að við tökum umræðuna og berum vonandi gæfu til þess að sjá samhengið við okkar eigið litla samfélag. Á sama tíma og svissneski Seyðfirðingurinn er að hræra í samfélaginu í Feneyjum eru listakonur frá New York að pota í okkur hérna heima – sum okkar að minnsta kosti. Verk Guerilla Girls sem prýðir austurhlið tollhússins í Reykjavík er beinskeytt og áleitið verk. Listakonurnar frá New York hafa verið harðar í gagnrýni sinni á mjög svo skertan hlut og möguleika kvenna í listum og menningu síðustu þrjátíu árin. Á þessu er engin breyting hér. Eins og oft áður nýta þær sér tölulegar staðreyndir og að þessu sinni sýna þær fram á hversu mikið hallar á konur í íslenskri kvikmyndagerð. Sjón er sögu ríkari. Ekki er þó hægt að segja að hinn karllægi heimur íslenskra kvikmynda bregðist við með þroskuðum hætti. Helst er að karlmenn í faginu leggi sig fram um að sýna með súluritum að það sé í raun alls ekki svo slæmt að vera kvikmyndagerðarkona á Íslandi. En kvikmyndirnar tala sínu máli. Flestar leiknar bíómyndir á Íslandi eru skrifaðar af körlum, leikstýrt af körlum, karlleikarar eru í meirihluta og þar af leiðir að þær fjalla að mestu leyti um hlutskipti karla. Það sér hver heilvita manneskja vonandi að þetta er ekki gott – ekki síst í ljósi þess að um helmingur þjóðarinnar eru konur. Verk Guerilla Girls og moska Büchel eru sett fram til þess að benda okkur á það sem við þurfum að takast á við og síðan stíga listamennirnir frá. Nú er það samfélagsins að taka við. Kvikmyndasamfélagið á Íslandi þarf að horfast í augu við að þetta er ekki nógu gott. Við eigum öll að geta speglað okkur í listinni – ekki aðeins karlar, heldur líka konur.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun