Fíll í herberginu Stjórnarmaðurinn skrifar 20. maí 2015 07:00 Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor við LSE, lét þau ummæli falla á fundi SA á dögunum að með því að viðhalda gjaldeyrishöftunum væri Ísland að taka sér hlutverk þorpsfíflsins í samfélagi þjóða. Segja má að með þessum ummælum hitti Jón naglann á höfuðið varðandi þau áhrif sem gjaldeyrishöftin hafa á viðskiptalífið. Það er nefnilega ekki svo að stjórnendur íslenskra fyrirtækja verði endilega varir við höftin frá degi til dags. Greiðslur fyrir vörur og þjónustu eru undanþegnar, auk þess sem erlendum og innlendum félögum innan sömu samstæðu er heimilt að láta fé flæða á milli takmarkalítið. Vitaskuld er íslenskum aðilum óheimilt að þiggja lán frá erlendum bönkum, auk þess sem ekki er heimilt að fjárfesta í erlendum fjármálagerningum, t.d. hlutabréfum. Allnokkur dæmi eru þó um undanþágur, þá sérstaklega í tengslum við kaup innlendra fyrirtækja á erlendum félögum. Það verður líka að segjast að fæst íslensk fyrirtæki standa í erlendum yfirtökum eða lántökum á hverjum degi. Frá degi til dags má því segja að óþægindin stafi einna helst af auknu skrifræði við hversdagslega hluti á borð við millifærslur, en það er þó nokkuð sem þeir sem átt hafa í viðskiptum við stóra alþjóðlega banka eru vanir, og samanburðurinn því varla ferlegur. Hitt er hins vegar verra og það eru þau skilaboð til umheimsins sem felast í höftunum. Snaggaraleg skoðun á lista yfir lönd með gjaldeyrishöft leiðir í ljós að þar sitja lönd á borð við Grikkland, Argentínu og Kúbu. Varla lönd sem hafa það orðspor að vera fjár síns ráðandi. Staðreyndin er sú að meðan höftin ríkja situr Ísland í flokki með þessum og fleiri löndum sem ekki ráða við sín mál. Þetta hefur stjórnarmaðurinn reynt á eigin skinni í samskiptum við erlenda kollega. Fjárfestar leita í umhverfi sem þeir skilja og þekkja. Menn þurfa hins vegar að setja sig í stellingar til að skilja gjaldeyrishöftin. Þau eru framandi og flókin. Þetta veldur því að flestir erlendir fjárfestar taka til fótanna um leið og á gjaldeyrishöftin er minnst. Það er synd að þróað ríki eins og Ísland þurfi að búa við tortryggni alþjóðlegra fjárfesta. Hér eru nefnilega ansi margir jákvæðir hlutir til staðar: hátt menntunarstig og góð tungumálakunnátta, ódýr og umhverfisvæn orka, stuttar vegalengdir og stöðugt stjórnarfar. Fjárfestar leita hins vegar varla hingað í miklum mæli að óbreyttu. Höftin eru fíllinn í herberginu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Gjaldeyrishöft Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor við LSE, lét þau ummæli falla á fundi SA á dögunum að með því að viðhalda gjaldeyrishöftunum væri Ísland að taka sér hlutverk þorpsfíflsins í samfélagi þjóða. Segja má að með þessum ummælum hitti Jón naglann á höfuðið varðandi þau áhrif sem gjaldeyrishöftin hafa á viðskiptalífið. Það er nefnilega ekki svo að stjórnendur íslenskra fyrirtækja verði endilega varir við höftin frá degi til dags. Greiðslur fyrir vörur og þjónustu eru undanþegnar, auk þess sem erlendum og innlendum félögum innan sömu samstæðu er heimilt að láta fé flæða á milli takmarkalítið. Vitaskuld er íslenskum aðilum óheimilt að þiggja lán frá erlendum bönkum, auk þess sem ekki er heimilt að fjárfesta í erlendum fjármálagerningum, t.d. hlutabréfum. Allnokkur dæmi eru þó um undanþágur, þá sérstaklega í tengslum við kaup innlendra fyrirtækja á erlendum félögum. Það verður líka að segjast að fæst íslensk fyrirtæki standa í erlendum yfirtökum eða lántökum á hverjum degi. Frá degi til dags má því segja að óþægindin stafi einna helst af auknu skrifræði við hversdagslega hluti á borð við millifærslur, en það er þó nokkuð sem þeir sem átt hafa í viðskiptum við stóra alþjóðlega banka eru vanir, og samanburðurinn því varla ferlegur. Hitt er hins vegar verra og það eru þau skilaboð til umheimsins sem felast í höftunum. Snaggaraleg skoðun á lista yfir lönd með gjaldeyrishöft leiðir í ljós að þar sitja lönd á borð við Grikkland, Argentínu og Kúbu. Varla lönd sem hafa það orðspor að vera fjár síns ráðandi. Staðreyndin er sú að meðan höftin ríkja situr Ísland í flokki með þessum og fleiri löndum sem ekki ráða við sín mál. Þetta hefur stjórnarmaðurinn reynt á eigin skinni í samskiptum við erlenda kollega. Fjárfestar leita í umhverfi sem þeir skilja og þekkja. Menn þurfa hins vegar að setja sig í stellingar til að skilja gjaldeyrishöftin. Þau eru framandi og flókin. Þetta veldur því að flestir erlendir fjárfestar taka til fótanna um leið og á gjaldeyrishöftin er minnst. Það er synd að þróað ríki eins og Ísland þurfi að búa við tortryggni alþjóðlegra fjárfesta. Hér eru nefnilega ansi margir jákvæðir hlutir til staðar: hátt menntunarstig og góð tungumálakunnátta, ódýr og umhverfisvæn orka, stuttar vegalengdir og stöðugt stjórnarfar. Fjárfestar leita hins vegar varla hingað í miklum mæli að óbreyttu. Höftin eru fíllinn í herberginu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Gjaldeyrishöft Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira