Aníta öflug í að slá þessi eldgömlu Íslandsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2015 06:00 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/EPA Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur gert það að vana sínum að færa gömul Íslandsmet inn í nútímann og eitt slíkt bættist í hópinn á afar sterku móti í Hengelo í Hollandi um helgina. Aníta hljóp þá 1000 metra hlaup á 2:36,63 mínútum og bætti tæplega 33 ára gamalt met FH-ingsins Ragnheiðar Ólafsdóttur frá árinu 1982. Aníta endaði í fimmta sæti í hlaupinu, sem var stjörnum hlaðið, en rétt á undan henni var hin breska Jenny Meadows. Aníta átti flottan endasprett í hlaupinu og var á endanum aðeins einni sekúndu frá því að bæta Evrópumet unglinga í greininni. Evrópumetið er 2:35,4 mínútur og í eigu hinnar sovésku Irinu Nikitina (1979) og hinnar austurþýsku Katrin Wühn (1984). Aníta hefur nú bætt yfir 28 ára gömul Íslandsmet í fimm greinum innan- og utanhúss því áður hafði hún bætt metin í 800 metra hlaupunum inni og úti, 1500 metra hlaupinu inni og 1000 metra hlaupinu inni. Umrædd Ragnheiður Ólafsdóttir átti þrjú af þessum fimm metum og hún á líka metið í 1500 metra hlaupi sem gæti verið í hættu á Smáþjóðaleikunum í næsta mánuði gangi allt upp hjá Anítu. Ragnheiður setti það Íslandsmet 24. apríl 1987. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þessi fimm eldgömlu Íslandsmet sem Anítu hefur slegið frá 2012. Eins og öll þessi met þá var Aníta að bæta líka aldursflokkametin 18-19 ára og 20-22 ára. Aníta er fædd árið 1996 og er því enn gjaldgeng í báða flokka. Sunnudagurinn var svo flottur fyrir íslenskar frjálsíþróttakonur því Vigdís Jónsdóttir úr FH bætti Íslandsmet sitt í sleggjukasti þegar hún kastaði 58,43 metra í Kaplakrika.Eldgömlu metin sem Aníta Hinriksdóttir hefur slegið frá árinu 2012:34 ár, 10 mánuðir og 29 dagarMet Lilju Guðmundsdóttur í 1000 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 15. desember 2012 í Reykjavík. Metið var 2:52,1 mínútur en Aníta hljóp á 2:43,22 mínútum.34 ár, 10 mánuðir og 25 dagarMet Lilju Guðmundsdóttur í 800 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 21. janúar 2012 í Reykjavík. Metið var 2:09,72 mínútur en Aníta hljóp á 2:05,96 mínútum. Aníta hefur bætt það fimm sinnum; er 2:01,56 mín. í dag.32 ár, 10 mánuðir og 11 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1000 metra hlaupi kvenna. Aníta Hinriksdóttir sló það 24. maí 2015 í Hengelo í Hollandi. Metið var 2:44,6 mínútur en Aníta hljóp á 2:36,63 mínútum. 31 ár, 11 mánuðir og 26 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1500 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 27. janúar 2013 í Reykjavík. Metið var 4:21,49 mínútur en Aníta hljóp á 4:19,57mínútum. Aníta hefur bætt það einu sinni síðan; er 4:19,31 mín. í dag.28 ár, 10 mánuðir og 22 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta Hinriksdóttir sló það 24. júní 2012 í Mannheim í Þýskalandi. Metið var 2:04,90 mínútur en Aníta hljóp á 2:04,79 mínútum. Aníta hefur bætt það fjórum sinnum; er 2:00,49 mín. í dag. Frjálsar íþróttir Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sjá meira
Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur gert það að vana sínum að færa gömul Íslandsmet inn í nútímann og eitt slíkt bættist í hópinn á afar sterku móti í Hengelo í Hollandi um helgina. Aníta hljóp þá 1000 metra hlaup á 2:36,63 mínútum og bætti tæplega 33 ára gamalt met FH-ingsins Ragnheiðar Ólafsdóttur frá árinu 1982. Aníta endaði í fimmta sæti í hlaupinu, sem var stjörnum hlaðið, en rétt á undan henni var hin breska Jenny Meadows. Aníta átti flottan endasprett í hlaupinu og var á endanum aðeins einni sekúndu frá því að bæta Evrópumet unglinga í greininni. Evrópumetið er 2:35,4 mínútur og í eigu hinnar sovésku Irinu Nikitina (1979) og hinnar austurþýsku Katrin Wühn (1984). Aníta hefur nú bætt yfir 28 ára gömul Íslandsmet í fimm greinum innan- og utanhúss því áður hafði hún bætt metin í 800 metra hlaupunum inni og úti, 1500 metra hlaupinu inni og 1000 metra hlaupinu inni. Umrædd Ragnheiður Ólafsdóttir átti þrjú af þessum fimm metum og hún á líka metið í 1500 metra hlaupi sem gæti verið í hættu á Smáþjóðaleikunum í næsta mánuði gangi allt upp hjá Anítu. Ragnheiður setti það Íslandsmet 24. apríl 1987. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þessi fimm eldgömlu Íslandsmet sem Anítu hefur slegið frá 2012. Eins og öll þessi met þá var Aníta að bæta líka aldursflokkametin 18-19 ára og 20-22 ára. Aníta er fædd árið 1996 og er því enn gjaldgeng í báða flokka. Sunnudagurinn var svo flottur fyrir íslenskar frjálsíþróttakonur því Vigdís Jónsdóttir úr FH bætti Íslandsmet sitt í sleggjukasti þegar hún kastaði 58,43 metra í Kaplakrika.Eldgömlu metin sem Aníta Hinriksdóttir hefur slegið frá árinu 2012:34 ár, 10 mánuðir og 29 dagarMet Lilju Guðmundsdóttur í 1000 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 15. desember 2012 í Reykjavík. Metið var 2:52,1 mínútur en Aníta hljóp á 2:43,22 mínútum.34 ár, 10 mánuðir og 25 dagarMet Lilju Guðmundsdóttur í 800 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 21. janúar 2012 í Reykjavík. Metið var 2:09,72 mínútur en Aníta hljóp á 2:05,96 mínútum. Aníta hefur bætt það fimm sinnum; er 2:01,56 mín. í dag.32 ár, 10 mánuðir og 11 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1000 metra hlaupi kvenna. Aníta Hinriksdóttir sló það 24. maí 2015 í Hengelo í Hollandi. Metið var 2:44,6 mínútur en Aníta hljóp á 2:36,63 mínútum. 31 ár, 11 mánuðir og 26 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1500 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 27. janúar 2013 í Reykjavík. Metið var 4:21,49 mínútur en Aníta hljóp á 4:19,57mínútum. Aníta hefur bætt það einu sinni síðan; er 4:19,31 mín. í dag.28 ár, 10 mánuðir og 22 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta Hinriksdóttir sló það 24. júní 2012 í Mannheim í Þýskalandi. Metið var 2:04,90 mínútur en Aníta hljóp á 2:04,79 mínútum. Aníta hefur bætt það fjórum sinnum; er 2:00,49 mín. í dag.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sjá meira