Höfum við efni á svona eftirliti og ákæruvaldi? Skjóðan skrifar 27. maí 2015 11:00 Samkeppniseftirlitið lagði á dögunum 650 milljóna sekt á Byko vegna meints verðsamráðs milli Byko og Húsasmiðjunnar. Einungis eru örfáar vikur frá því Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ellefu af tólf sakborningum í sakamáli sem sérstakur saksóknari höfðaði gegn starfsmönnum Byko og Húsasmiðjunnar vegna þessa sama meinta samráðs. Einn starfsmaður var dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til samráðs. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var afdráttarlaus. Ekki var um ólögmætt samráð milli starfsmanna fyrirtækjanna að ræða heldur var samkeppnin einmitt mjög virk. Hvernig getur þá staðið á því að Samkeppniseftirlitið leggur 650 milljóna sekt vegna sakargifta sem Héraðsdómur er búinn að dæma að eigi ekki við nein rök að styðjast? Jú, ástæðan virðist vera sú að fyrri eigandi Húsasmiðjunnar gerði samkomulag við Samkeppniseftirlitið á síðasta ári, viðurkenndi samkeppnisbrot í málinu og greiddi stjórnvaldssekt. Fyrri eigandi Húsasmiðjunnar var eignarhaldsfélag í eigu Landsbankans og sáttin var gerð í tengslum við sölu á Húsasmiðjunni til erlendra kaupenda. Án sáttagjörðarinnar hefði salan ekki gengið í gegn og í því ljósi er nauðsynlegt að skoða viðurkenninguna á samkeppnisbrotum. Sérstakur saksóknari hefur áfrýjað sýknudómum Héraðsdóms til Hæstaréttar og erfitt er að verjast þeirri hugsun að sektarálagning á Byko, sem hefur verið áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, þjóni þeim tilgangi helst að hafa áhrif á málsmeðferð og niðurstöðu Hæstaréttar. Mikið er í húfi. Samkvæmt Kjarnanum hefur 31 starfsmaður sérstaks saksóknara varið 11.854 stundum við rannsókn málsins. Ótalinn er tíminn sem fór í málflutninginn sjálfan og engar upplýsingar hafa fengist hjá Samkeppniseftirlitinu um tímafjöldann þar. Ríkið var dæmt til að greiða 90 milljónir í málsvarnarlaun fyrir Héraðsdómi og ekki er ósennilegt að heildarkostnaður skattgreiðenda vegna málsins hafi numið hátt í 400 milljónum króna. Og um hvaðsnerist þetta mál? Jú, það snerist um að starfsmenn Byko hringdu í starfsmenn Húsasmiðjunnar til að spyrja um verð á tilteknum vörum og öfugt. Þetta er svipað og þegar starfsmenn tiltekinna verslanakeðja heimsækja verslanir annarra verslanakeðja til að kanna og skrá verð á völdum vörum, en slíkt er alsiða. Enda var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að þessi upplýsingaöflun bæri vott um virka samkeppni en ekki verðsamráð. Hægter að mæla kostnaðinn sem lendir á skattborgurum þegar eftirlitsstofnanir og ákæruvald fara offari gegn fyrirtækjum í samkeppnisrekstri. Erfiðara er að meta það tjón sem neytendur og fyrirtæki verða fyrir vegna slíks. Verði 650 milljóna sekt Byko staðfest fer hún út í verðlag – annað er ómögulegt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið lagði á dögunum 650 milljóna sekt á Byko vegna meints verðsamráðs milli Byko og Húsasmiðjunnar. Einungis eru örfáar vikur frá því Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ellefu af tólf sakborningum í sakamáli sem sérstakur saksóknari höfðaði gegn starfsmönnum Byko og Húsasmiðjunnar vegna þessa sama meinta samráðs. Einn starfsmaður var dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til samráðs. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var afdráttarlaus. Ekki var um ólögmætt samráð milli starfsmanna fyrirtækjanna að ræða heldur var samkeppnin einmitt mjög virk. Hvernig getur þá staðið á því að Samkeppniseftirlitið leggur 650 milljóna sekt vegna sakargifta sem Héraðsdómur er búinn að dæma að eigi ekki við nein rök að styðjast? Jú, ástæðan virðist vera sú að fyrri eigandi Húsasmiðjunnar gerði samkomulag við Samkeppniseftirlitið á síðasta ári, viðurkenndi samkeppnisbrot í málinu og greiddi stjórnvaldssekt. Fyrri eigandi Húsasmiðjunnar var eignarhaldsfélag í eigu Landsbankans og sáttin var gerð í tengslum við sölu á Húsasmiðjunni til erlendra kaupenda. Án sáttagjörðarinnar hefði salan ekki gengið í gegn og í því ljósi er nauðsynlegt að skoða viðurkenninguna á samkeppnisbrotum. Sérstakur saksóknari hefur áfrýjað sýknudómum Héraðsdóms til Hæstaréttar og erfitt er að verjast þeirri hugsun að sektarálagning á Byko, sem hefur verið áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, þjóni þeim tilgangi helst að hafa áhrif á málsmeðferð og niðurstöðu Hæstaréttar. Mikið er í húfi. Samkvæmt Kjarnanum hefur 31 starfsmaður sérstaks saksóknara varið 11.854 stundum við rannsókn málsins. Ótalinn er tíminn sem fór í málflutninginn sjálfan og engar upplýsingar hafa fengist hjá Samkeppniseftirlitinu um tímafjöldann þar. Ríkið var dæmt til að greiða 90 milljónir í málsvarnarlaun fyrir Héraðsdómi og ekki er ósennilegt að heildarkostnaður skattgreiðenda vegna málsins hafi numið hátt í 400 milljónum króna. Og um hvaðsnerist þetta mál? Jú, það snerist um að starfsmenn Byko hringdu í starfsmenn Húsasmiðjunnar til að spyrja um verð á tilteknum vörum og öfugt. Þetta er svipað og þegar starfsmenn tiltekinna verslanakeðja heimsækja verslanir annarra verslanakeðja til að kanna og skrá verð á völdum vörum, en slíkt er alsiða. Enda var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að þessi upplýsingaöflun bæri vott um virka samkeppni en ekki verðsamráð. Hægter að mæla kostnaðinn sem lendir á skattborgurum þegar eftirlitsstofnanir og ákæruvald fara offari gegn fyrirtækjum í samkeppnisrekstri. Erfiðara er að meta það tjón sem neytendur og fyrirtæki verða fyrir vegna slíks. Verði 650 milljóna sekt Byko staðfest fer hún út í verðlag – annað er ómögulegt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira