Boða aðgerðir upp á 34 milljarða króna 30. maí 2015 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór fyrir ráðherrum í gær þegar umfangsmiklar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir kjarasamningum voru kynntar. Fréttablaðið/GVA Ríkisstjórnin kynnti í gær umfangsmiklar aðgerðir til að greiða fyrir kjarasamningum. Samtals kosta aðgerðirnar 34 milljarða á næstu fjórum árum, bæði í formi minni skatttekna og beinna útgjalda. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag verður skattþrepum fækkað í tvö og milliþrepið verður því afnumið. Breytingarnar verða í tveimur skrefum en þegar þær eru að fullu komnar fram verða fjárhæðarmörk efra þrepsins 700 þúsund krónur. Tekjuskattur á lægra þrepið verður lækkaður úr 22,86 prósentum í 22,5 prósent, líka í tveimur áföngum. Álagið við efra þrepið nemur síðan 9,3 prósentum þannig að heildartekjuskattsprósentan með þessum breytingum verður sú sama og í dag, að teknu tilliti til útsvars, en meðalprósenta þess er 14,44. Breytingarnar verða í tveimur áföngum, eins og áður segir, og að fullu komnar fram í árslok 2017. „Þetta eru breytingar sem við áætlum að leiði til tekjumissis fyrir ríkið um 9 til 11 milljarða og þegar þar bætist við um það bil 5 milljarða tekjuskattslækkun sem við höfum áður hrundið í framkvæmd, þá má segja að við séum að lækka tekjuskatt á kjörtímabilinu um allt að 16 milljarða,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Farið verður í umfangsmiklar aðgerðir á húsnæðismarkaði og reistar 2.300 nýjar félagslegar íbúðir á næstu fjórum árum. Þá verða húsnæðisbætur hækkaðar og kerfinu umbylt. Árlega munu fara um 2,5 milljarðar úr ríkissjóði til byggingar íbúðanna og aukning í bótakerfið nemur um 2 milljörðum króna. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða það hér að við höfum ekki tekið jafn stór skref sem tengjast uppbyggingu félagslegs húsnæðiskerfis hér á Íslandi í um 50 ár,“ segir Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála. „Við erum að leggja grunninn að nýju félagslegu leiguíbúðakerfi.“ Miðað verður við að leiga fólks með lágar tekjur muni ekki nema hærra hlutfalli en 20 til 25 prósentum af tekjum. Í dag eru dæmi um að hún nemi 50 til 70 prósentum af tekjum. Þá verður reglum breytt og einfaldaðar til að lækka byggingarkostnað. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í gær umfangsmiklar aðgerðir til að greiða fyrir kjarasamningum. Samtals kosta aðgerðirnar 34 milljarða á næstu fjórum árum, bæði í formi minni skatttekna og beinna útgjalda. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag verður skattþrepum fækkað í tvö og milliþrepið verður því afnumið. Breytingarnar verða í tveimur skrefum en þegar þær eru að fullu komnar fram verða fjárhæðarmörk efra þrepsins 700 þúsund krónur. Tekjuskattur á lægra þrepið verður lækkaður úr 22,86 prósentum í 22,5 prósent, líka í tveimur áföngum. Álagið við efra þrepið nemur síðan 9,3 prósentum þannig að heildartekjuskattsprósentan með þessum breytingum verður sú sama og í dag, að teknu tilliti til útsvars, en meðalprósenta þess er 14,44. Breytingarnar verða í tveimur áföngum, eins og áður segir, og að fullu komnar fram í árslok 2017. „Þetta eru breytingar sem við áætlum að leiði til tekjumissis fyrir ríkið um 9 til 11 milljarða og þegar þar bætist við um það bil 5 milljarða tekjuskattslækkun sem við höfum áður hrundið í framkvæmd, þá má segja að við séum að lækka tekjuskatt á kjörtímabilinu um allt að 16 milljarða,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Farið verður í umfangsmiklar aðgerðir á húsnæðismarkaði og reistar 2.300 nýjar félagslegar íbúðir á næstu fjórum árum. Þá verða húsnæðisbætur hækkaðar og kerfinu umbylt. Árlega munu fara um 2,5 milljarðar úr ríkissjóði til byggingar íbúðanna og aukning í bótakerfið nemur um 2 milljörðum króna. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða það hér að við höfum ekki tekið jafn stór skref sem tengjast uppbyggingu félagslegs húsnæðiskerfis hér á Íslandi í um 50 ár,“ segir Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála. „Við erum að leggja grunninn að nýju félagslegu leiguíbúðakerfi.“ Miðað verður við að leiga fólks með lágar tekjur muni ekki nema hærra hlutfalli en 20 til 25 prósentum af tekjum. Í dag eru dæmi um að hún nemi 50 til 70 prósentum af tekjum. Þá verður reglum breytt og einfaldaðar til að lækka byggingarkostnað.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira