Samningar smullu með skattalækkun Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. maí 2015 07:00 Þorsteini Víglundssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins, er létt eftir nýgerða kjarasamninga. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir skattabreytingar hafa skipt máli í því að tryggja lágmarkslaun. Fréttablaðið/Vilhelm Aðkoma stjórnvalda til að liðka fyrir gerð kjarasamninga skipti miklu máli að sögn forystumanna þeirra félaga sem skrifuðu undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins í gær. Þar má fyrst nefna fyrirhugaðar heildarlækkanir á tekjuskatti einstaklinga sem eiga að auka ráðstöfunartekjur um 50-100 þúsund krónur á ári. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga að stuðla að bættum kjörum almennings. „Útspil ríkisstjórnarinnar var jákvætt en hafði ekki úrslitaáhrif. Fleiri félagslegar íbúðir og lækkun lækniskostnaðar skiptir félagsmenn okkar máli og er ágætis innlegg,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, SGS. „Auðvitað hefðum við viljað sjá aukinn persónuafslátt líka en hann hækkar áfram eins og lög gera ráð fyrir með hækkandi verðlagi.“ Strax í upphafi viðræðna fór SGS fram með skýra kröfu um að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Björn segir deiluna hafa verið erfiða, samninganefnd hafi talið að lengra yrði ekki komist eftir átökin, aðalmarkmiðinu hafi verið náð og kjarasamningar gagnist vel fólki á taxta. „Okkur finnst stór áfangi að ná lágmarkslaunum í þrjú hundruð þúsund krónur, þetta er sigur fyrir fólk sem vinnur á taxta.“ Kjarasamningarnir gilda til 1. maí árið 2018 og fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægstu launahópana og stiglækkandi prósentuhækkana til þeirra sem eru í millitekjuhópunum. Í lok samningstímans verða lágmarkslaun orðin 300 þúsund krónur á mánuði. Næstu tvær vikurnar verður samningurinn kynntur í aðildarfélögum SGS og skal niðurstaða atkvæðagreiðslu liggja fyrir 22. júní. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir það hafa kostað átak að tryggja lágmarkslaunin og skattabreytingar ríkisstjórnarinnar hafi liðkað til við samningagerðina. „Það sem er mér efst í huga er að ég tel að það hafi náðst að tryggja kaupmáttaraukningu, líka að ná stórum hópi að samningaborðinu. Útspil ríkisstjórnarinnar skipti máli, sérstaklega hvað varðar skattabreytingar. Við tryggðum lágmarkslaunin með þessum hætti.“ Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á kynningarfundum næstu daga og vikur til samþykktar. Þorsteinn Víglundsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir töluverðan kostnað felast í nýgerðum kjarasamningum en að á sama tíma sé ákveðinn léttir að hafa komist að niðurstöðu. „Það er ákveðinn léttir að það hafi náðst að landa þessum samningum með farsælum hætti. Það er ljóst að það er töluverður kostnaður sem í þeim felst, í þeim eru miklar launahækkanir sem geta reynt á þol fyrirtækja. Við bindum vonir við það að vegna þess að það er samið til langs tíma ráði fyrirtæki betur við kostnaðaraukann. Það er annars engin leið að meta með hvaða hætti fyrirtæki bregðast við þeim kostnaðarauka sem felst í kjarasamningum. Hér er verið að hækka lægstu laun um liðlega 30% en ýtrustu kröfur voru 50%-70% hækkun allra launa, verðbólguáhrifin verða því minni en ella.“ Hann segir útspil ríkisstjórnar skipta miklu máli og lofar sérstaklega aukið framboð félagslegs húsnæðis. „Það þurfti að bregðast við því að fjöldi fólks á við verulega erfiðleika að etja á húsnæðismarkaði. Þá finnst mér vera góður samhljómur með skattabreytingum ríkisstjórnar og þeim áherslum sem eru í þessum samningum. Við vonum að þegar upp er staðið þá leiði þeir til kaupmáttaraukningar fyrir launafólk og að okkur auðnist að halda þeim stöðugleika sem hefur náðst. Ef við höldum vel á spilunum þá getur þetta orðið farsælt,“ segir Þorsteinn sem segir deiluna hafa verið þá alhörðustu síðustu áratugi. Deila ríkis og BHM er hins vegar enn í hnút. Félagið hafnaði tilboði ríkisins í gær og taldi mikið bera á milli. Verkfall 2016 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Aðkoma stjórnvalda til að liðka fyrir gerð kjarasamninga skipti miklu máli að sögn forystumanna þeirra félaga sem skrifuðu undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins í gær. Þar má fyrst nefna fyrirhugaðar heildarlækkanir á tekjuskatti einstaklinga sem eiga að auka ráðstöfunartekjur um 50-100 þúsund krónur á ári. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga að stuðla að bættum kjörum almennings. „Útspil ríkisstjórnarinnar var jákvætt en hafði ekki úrslitaáhrif. Fleiri félagslegar íbúðir og lækkun lækniskostnaðar skiptir félagsmenn okkar máli og er ágætis innlegg,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, SGS. „Auðvitað hefðum við viljað sjá aukinn persónuafslátt líka en hann hækkar áfram eins og lög gera ráð fyrir með hækkandi verðlagi.“ Strax í upphafi viðræðna fór SGS fram með skýra kröfu um að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Björn segir deiluna hafa verið erfiða, samninganefnd hafi talið að lengra yrði ekki komist eftir átökin, aðalmarkmiðinu hafi verið náð og kjarasamningar gagnist vel fólki á taxta. „Okkur finnst stór áfangi að ná lágmarkslaunum í þrjú hundruð þúsund krónur, þetta er sigur fyrir fólk sem vinnur á taxta.“ Kjarasamningarnir gilda til 1. maí árið 2018 og fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægstu launahópana og stiglækkandi prósentuhækkana til þeirra sem eru í millitekjuhópunum. Í lok samningstímans verða lágmarkslaun orðin 300 þúsund krónur á mánuði. Næstu tvær vikurnar verður samningurinn kynntur í aðildarfélögum SGS og skal niðurstaða atkvæðagreiðslu liggja fyrir 22. júní. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir það hafa kostað átak að tryggja lágmarkslaunin og skattabreytingar ríkisstjórnarinnar hafi liðkað til við samningagerðina. „Það sem er mér efst í huga er að ég tel að það hafi náðst að tryggja kaupmáttaraukningu, líka að ná stórum hópi að samningaborðinu. Útspil ríkisstjórnarinnar skipti máli, sérstaklega hvað varðar skattabreytingar. Við tryggðum lágmarkslaunin með þessum hætti.“ Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á kynningarfundum næstu daga og vikur til samþykktar. Þorsteinn Víglundsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir töluverðan kostnað felast í nýgerðum kjarasamningum en að á sama tíma sé ákveðinn léttir að hafa komist að niðurstöðu. „Það er ákveðinn léttir að það hafi náðst að landa þessum samningum með farsælum hætti. Það er ljóst að það er töluverður kostnaður sem í þeim felst, í þeim eru miklar launahækkanir sem geta reynt á þol fyrirtækja. Við bindum vonir við það að vegna þess að það er samið til langs tíma ráði fyrirtæki betur við kostnaðaraukann. Það er annars engin leið að meta með hvaða hætti fyrirtæki bregðast við þeim kostnaðarauka sem felst í kjarasamningum. Hér er verið að hækka lægstu laun um liðlega 30% en ýtrustu kröfur voru 50%-70% hækkun allra launa, verðbólguáhrifin verða því minni en ella.“ Hann segir útspil ríkisstjórnar skipta miklu máli og lofar sérstaklega aukið framboð félagslegs húsnæðis. „Það þurfti að bregðast við því að fjöldi fólks á við verulega erfiðleika að etja á húsnæðismarkaði. Þá finnst mér vera góður samhljómur með skattabreytingum ríkisstjórnar og þeim áherslum sem eru í þessum samningum. Við vonum að þegar upp er staðið þá leiði þeir til kaupmáttaraukningar fyrir launafólk og að okkur auðnist að halda þeim stöðugleika sem hefur náðst. Ef við höldum vel á spilunum þá getur þetta orðið farsælt,“ segir Þorsteinn sem segir deiluna hafa verið þá alhörðustu síðustu áratugi. Deila ríkis og BHM er hins vegar enn í hnút. Félagið hafnaði tilboði ríkisins í gær og taldi mikið bera á milli.
Verkfall 2016 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira