Velta með skuldabréf jókst um 83 prósent ingvar haraldsson skrifar 3. júní 2015 07:30 Þróun fimm ára verðbólguvæntinga á skuldabréfamarkaði það sem af er þessu ári. vísir Dagvelta á skuldabréfamarkaði í maí jókst um 83 prósent milli ára og nam veltan samtals 153 milljörðum króna í mánuðinum. „Hin aukna velta skýrist helst af auknum væntingum um verðbólgu og skiptum skoðunum á hvenær vaxtahækkunarferlið myndi byrja,“ segir Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA. Valdimar segir að mest hafi verið um að vera á markaði um miðjan mánuðinn í kringum síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Þá tilkynnti Seðlabankinn að hann myndi að öllum líkindum hækka stýrivexti í júní.Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.mynd/gammaVerðbólguálag á skuldabréfamarkaði, þ.e. mismunur á ávöxtunarkröfu á verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf sem segir til um vænta verðbólgu næstu fimm árin jókst um tæplega hálft prósentustig í maí og stóð í 4,5 prósentum í lok mánaðarins. Frá áramótum hefur verðbólguálagið hækkað verulega eða um tæplega tvö prósentustig. Hækkunin er talin skýrast af væntingum um aukna verðbólgu og stýrivaxtahækkunum Seðlabankans. Valdimar bendir á að Seðlabankinn hafi gefið út áður en kjaraviðræður fóru í hart að framleiðsluspenna væri að skapast í hagkerfinu. Því væri líklegt að Seðlabankinn hefði hækkað stýrivexti í haust eða vetur þrátt fyrir að launahækkanir hefðu orðið óverulegar. Nú muni stýravaxtahækkun líklega koma fyrr til og verða meiri en annars hefði orðið. Greiningardeild Landsbankans spáir tveggja prósenta stýrivaxtahækkun á þessu ári og öðru eins á því næsta.Aðgerir stjórnvalda gætu kostað allt að fjórtán milljarða á ári Hrafn Steinarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, bendir á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem tilkynnt var um á föstudaginn gætu aukið þenslu í hagkerfinu enn frekar. „Að óbreyttu mun þetta hafa í för með sér að afkoma ríkissjóðs versnar um átta til fjórtán milljarða á ári,“ segir Hrafn. Þetta muni þó skýrast betur í haust þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður lagt fram. Hrafn bend einnig á að óljóst sé hvaða áhrif frumvarp um afnám gjaldeyrishafta muni hafa á markaðinn. Leggja á frumvarpið fram á næstu dögum. Vegna óvissunnar sem uppi sé í efnahagsmálum hafi verið talsvert áhættuálag innbyggt í verðlagningu á óverðtryggðum skuldabréfum, að sögn Hrafns. Gjaldeyrishöft Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Dagvelta á skuldabréfamarkaði í maí jókst um 83 prósent milli ára og nam veltan samtals 153 milljörðum króna í mánuðinum. „Hin aukna velta skýrist helst af auknum væntingum um verðbólgu og skiptum skoðunum á hvenær vaxtahækkunarferlið myndi byrja,“ segir Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA. Valdimar segir að mest hafi verið um að vera á markaði um miðjan mánuðinn í kringum síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Þá tilkynnti Seðlabankinn að hann myndi að öllum líkindum hækka stýrivexti í júní.Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.mynd/gammaVerðbólguálag á skuldabréfamarkaði, þ.e. mismunur á ávöxtunarkröfu á verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf sem segir til um vænta verðbólgu næstu fimm árin jókst um tæplega hálft prósentustig í maí og stóð í 4,5 prósentum í lok mánaðarins. Frá áramótum hefur verðbólguálagið hækkað verulega eða um tæplega tvö prósentustig. Hækkunin er talin skýrast af væntingum um aukna verðbólgu og stýrivaxtahækkunum Seðlabankans. Valdimar bendir á að Seðlabankinn hafi gefið út áður en kjaraviðræður fóru í hart að framleiðsluspenna væri að skapast í hagkerfinu. Því væri líklegt að Seðlabankinn hefði hækkað stýrivexti í haust eða vetur þrátt fyrir að launahækkanir hefðu orðið óverulegar. Nú muni stýravaxtahækkun líklega koma fyrr til og verða meiri en annars hefði orðið. Greiningardeild Landsbankans spáir tveggja prósenta stýrivaxtahækkun á þessu ári og öðru eins á því næsta.Aðgerir stjórnvalda gætu kostað allt að fjórtán milljarða á ári Hrafn Steinarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, bendir á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem tilkynnt var um á föstudaginn gætu aukið þenslu í hagkerfinu enn frekar. „Að óbreyttu mun þetta hafa í för með sér að afkoma ríkissjóðs versnar um átta til fjórtán milljarða á ári,“ segir Hrafn. Þetta muni þó skýrast betur í haust þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður lagt fram. Hrafn bend einnig á að óljóst sé hvaða áhrif frumvarp um afnám gjaldeyrishafta muni hafa á markaðinn. Leggja á frumvarpið fram á næstu dögum. Vegna óvissunnar sem uppi sé í efnahagsmálum hafi verið talsvert áhættuálag innbyggt í verðlagningu á óverðtryggðum skuldabréfum, að sögn Hrafns.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira