Ekki ráðist að rótum vandans Skjóðan skrifar 3. júní 2015 12:00 Hægt er að hrósa ríkisstjórninni fyrir aðkomu að kjarasamningum. Það er jákvætt að dregið sé úr þörf fyrir beinar launahækkanir með einföldun tekjuskatts og lækkun beinna skatta og tolla. Þá er jákvætt að stjórnvöld skuli ætla að beita sér fyrir átaki í byggingu leiguíbúða sem ætlaðar eru tekjulægri hópum sem og að reynt skuli að draga úr byggingarkostnaði með því að endurskoða byggingarreglugerðir og fleira. Samt er einkennilegt að tillögur stjórnvalda skuli fela í sér sérstaka niðurgreiðslu til fjármagnsafla. Húsnæðisbætur eru þegar á reynir bein niðurgreiðsla til leigusala og fjármálafyrirtækja en nýtast þiggjendum ekki. Þær gera leigusölum kleift að hækka leiguna rétt eins og vaxtabætur eru ávísun á hærri útlánsvexti en annars fengju þrifist. Hér á Íslandi eru laun vart hálfdrættingur á við laun í helstu nágrannalöndum okkar. Samt er húsnæðisverð í stórum dráttum sambærilegt við húsnæðisverð annars staðar, þrátt fyrir að vaxtakostnaður við íbúðalán á Íslandi sé margfaldur á við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Þetta stríðir raunar gegn þeirri grundvallarkenningu hagfræðinnar að eftir því sem tekjur séu lægri og fjármagnskostnaður hærri, því lægra verði eignaverð. Tekjulágir Íslendingar standast ekki greiðslumat fyrir venjulegu húsnæðisláni og því er til hér á landi lánaflokkur, sérstaklega ætlaður til að fleyta þeim í gegnum greiðslumat, sem ekki hafa efni á að taka lán. Þetta eru hin svonefndu verðtryggðu jafngreiðslulán, sem sérfræðingar kalla „Íslandslán“ þar sem þau þekkjast hvergi annars staðar. Með tengingu höfuðstóls lána við vísitölu neysluverðs er vaxtaokrið falið fyrir lántakendum og með því að flytja áfallnar verðbætur á höfuðstól um hver mánaðamót er hægt að láta líta út fyrir að launalitlir íbúðakaupendur ráði alla vega við fyrstu afborgun húsnæðislánsins hvað sem verður í framhaldinu. Í Þýskalandi, sem er eitt ríkasta land í heimi og oft notað sem dæmi um vel heppnað markaðshagkerfi, leigja mun fleiri en eiga. Skattareglur hvetja til þess að íbúðarhúsnæði sé fremur í eigu útleigufyrirtækja en einstaklinga. Skýrar reglur tryggja búsetuöryggi leigjenda og skipulagsyfirvöld tryggja nægt framboð lóða til að byggja á til að tryggja stöðugleika og fyrirbyggja verðbólur. Almennt verja Þjóðverjar innan við fjórðungi ráðstöfunartekna í húsnæði. Í Þýskalandi ríkir samkeppni á fjármálamarkaði og vextir eru lágir. Á Íslandi ríkir fákeppni á fjármálamarkaði og vextir til íbúðakaupa eru gríðarlega háir. Væri ekki nær fyrir stjórnvöld að ráðast gegn rótum vandans en að nota skattfé til að niðurgreiða okurvexti banka sem starfa saman í fákeppni? Má ekki skoða aðild að ESB til að bæta hag fólksins?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Hægt er að hrósa ríkisstjórninni fyrir aðkomu að kjarasamningum. Það er jákvætt að dregið sé úr þörf fyrir beinar launahækkanir með einföldun tekjuskatts og lækkun beinna skatta og tolla. Þá er jákvætt að stjórnvöld skuli ætla að beita sér fyrir átaki í byggingu leiguíbúða sem ætlaðar eru tekjulægri hópum sem og að reynt skuli að draga úr byggingarkostnaði með því að endurskoða byggingarreglugerðir og fleira. Samt er einkennilegt að tillögur stjórnvalda skuli fela í sér sérstaka niðurgreiðslu til fjármagnsafla. Húsnæðisbætur eru þegar á reynir bein niðurgreiðsla til leigusala og fjármálafyrirtækja en nýtast þiggjendum ekki. Þær gera leigusölum kleift að hækka leiguna rétt eins og vaxtabætur eru ávísun á hærri útlánsvexti en annars fengju þrifist. Hér á Íslandi eru laun vart hálfdrættingur á við laun í helstu nágrannalöndum okkar. Samt er húsnæðisverð í stórum dráttum sambærilegt við húsnæðisverð annars staðar, þrátt fyrir að vaxtakostnaður við íbúðalán á Íslandi sé margfaldur á við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Þetta stríðir raunar gegn þeirri grundvallarkenningu hagfræðinnar að eftir því sem tekjur séu lægri og fjármagnskostnaður hærri, því lægra verði eignaverð. Tekjulágir Íslendingar standast ekki greiðslumat fyrir venjulegu húsnæðisláni og því er til hér á landi lánaflokkur, sérstaklega ætlaður til að fleyta þeim í gegnum greiðslumat, sem ekki hafa efni á að taka lán. Þetta eru hin svonefndu verðtryggðu jafngreiðslulán, sem sérfræðingar kalla „Íslandslán“ þar sem þau þekkjast hvergi annars staðar. Með tengingu höfuðstóls lána við vísitölu neysluverðs er vaxtaokrið falið fyrir lántakendum og með því að flytja áfallnar verðbætur á höfuðstól um hver mánaðamót er hægt að láta líta út fyrir að launalitlir íbúðakaupendur ráði alla vega við fyrstu afborgun húsnæðislánsins hvað sem verður í framhaldinu. Í Þýskalandi, sem er eitt ríkasta land í heimi og oft notað sem dæmi um vel heppnað markaðshagkerfi, leigja mun fleiri en eiga. Skattareglur hvetja til þess að íbúðarhúsnæði sé fremur í eigu útleigufyrirtækja en einstaklinga. Skýrar reglur tryggja búsetuöryggi leigjenda og skipulagsyfirvöld tryggja nægt framboð lóða til að byggja á til að tryggja stöðugleika og fyrirbyggja verðbólur. Almennt verja Þjóðverjar innan við fjórðungi ráðstöfunartekna í húsnæði. Í Þýskalandi ríkir samkeppni á fjármálamarkaði og vextir eru lágir. Á Íslandi ríkir fákeppni á fjármálamarkaði og vextir til íbúðakaupa eru gríðarlega háir. Væri ekki nær fyrir stjórnvöld að ráðast gegn rótum vandans en að nota skattfé til að niðurgreiða okurvexti banka sem starfa saman í fákeppni? Má ekki skoða aðild að ESB til að bæta hag fólksins?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira