Ekki ráðist að rótum vandans Skjóðan skrifar 3. júní 2015 12:00 Hægt er að hrósa ríkisstjórninni fyrir aðkomu að kjarasamningum. Það er jákvætt að dregið sé úr þörf fyrir beinar launahækkanir með einföldun tekjuskatts og lækkun beinna skatta og tolla. Þá er jákvætt að stjórnvöld skuli ætla að beita sér fyrir átaki í byggingu leiguíbúða sem ætlaðar eru tekjulægri hópum sem og að reynt skuli að draga úr byggingarkostnaði með því að endurskoða byggingarreglugerðir og fleira. Samt er einkennilegt að tillögur stjórnvalda skuli fela í sér sérstaka niðurgreiðslu til fjármagnsafla. Húsnæðisbætur eru þegar á reynir bein niðurgreiðsla til leigusala og fjármálafyrirtækja en nýtast þiggjendum ekki. Þær gera leigusölum kleift að hækka leiguna rétt eins og vaxtabætur eru ávísun á hærri útlánsvexti en annars fengju þrifist. Hér á Íslandi eru laun vart hálfdrættingur á við laun í helstu nágrannalöndum okkar. Samt er húsnæðisverð í stórum dráttum sambærilegt við húsnæðisverð annars staðar, þrátt fyrir að vaxtakostnaður við íbúðalán á Íslandi sé margfaldur á við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Þetta stríðir raunar gegn þeirri grundvallarkenningu hagfræðinnar að eftir því sem tekjur séu lægri og fjármagnskostnaður hærri, því lægra verði eignaverð. Tekjulágir Íslendingar standast ekki greiðslumat fyrir venjulegu húsnæðisláni og því er til hér á landi lánaflokkur, sérstaklega ætlaður til að fleyta þeim í gegnum greiðslumat, sem ekki hafa efni á að taka lán. Þetta eru hin svonefndu verðtryggðu jafngreiðslulán, sem sérfræðingar kalla „Íslandslán“ þar sem þau þekkjast hvergi annars staðar. Með tengingu höfuðstóls lána við vísitölu neysluverðs er vaxtaokrið falið fyrir lántakendum og með því að flytja áfallnar verðbætur á höfuðstól um hver mánaðamót er hægt að láta líta út fyrir að launalitlir íbúðakaupendur ráði alla vega við fyrstu afborgun húsnæðislánsins hvað sem verður í framhaldinu. Í Þýskalandi, sem er eitt ríkasta land í heimi og oft notað sem dæmi um vel heppnað markaðshagkerfi, leigja mun fleiri en eiga. Skattareglur hvetja til þess að íbúðarhúsnæði sé fremur í eigu útleigufyrirtækja en einstaklinga. Skýrar reglur tryggja búsetuöryggi leigjenda og skipulagsyfirvöld tryggja nægt framboð lóða til að byggja á til að tryggja stöðugleika og fyrirbyggja verðbólur. Almennt verja Þjóðverjar innan við fjórðungi ráðstöfunartekna í húsnæði. Í Þýskalandi ríkir samkeppni á fjármálamarkaði og vextir eru lágir. Á Íslandi ríkir fákeppni á fjármálamarkaði og vextir til íbúðakaupa eru gríðarlega háir. Væri ekki nær fyrir stjórnvöld að ráðast gegn rótum vandans en að nota skattfé til að niðurgreiða okurvexti banka sem starfa saman í fákeppni? Má ekki skoða aðild að ESB til að bæta hag fólksins?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síðasta bíósýningin í Álfabakka í lok janúar Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Sjá meira
Hægt er að hrósa ríkisstjórninni fyrir aðkomu að kjarasamningum. Það er jákvætt að dregið sé úr þörf fyrir beinar launahækkanir með einföldun tekjuskatts og lækkun beinna skatta og tolla. Þá er jákvætt að stjórnvöld skuli ætla að beita sér fyrir átaki í byggingu leiguíbúða sem ætlaðar eru tekjulægri hópum sem og að reynt skuli að draga úr byggingarkostnaði með því að endurskoða byggingarreglugerðir og fleira. Samt er einkennilegt að tillögur stjórnvalda skuli fela í sér sérstaka niðurgreiðslu til fjármagnsafla. Húsnæðisbætur eru þegar á reynir bein niðurgreiðsla til leigusala og fjármálafyrirtækja en nýtast þiggjendum ekki. Þær gera leigusölum kleift að hækka leiguna rétt eins og vaxtabætur eru ávísun á hærri útlánsvexti en annars fengju þrifist. Hér á Íslandi eru laun vart hálfdrættingur á við laun í helstu nágrannalöndum okkar. Samt er húsnæðisverð í stórum dráttum sambærilegt við húsnæðisverð annars staðar, þrátt fyrir að vaxtakostnaður við íbúðalán á Íslandi sé margfaldur á við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Þetta stríðir raunar gegn þeirri grundvallarkenningu hagfræðinnar að eftir því sem tekjur séu lægri og fjármagnskostnaður hærri, því lægra verði eignaverð. Tekjulágir Íslendingar standast ekki greiðslumat fyrir venjulegu húsnæðisláni og því er til hér á landi lánaflokkur, sérstaklega ætlaður til að fleyta þeim í gegnum greiðslumat, sem ekki hafa efni á að taka lán. Þetta eru hin svonefndu verðtryggðu jafngreiðslulán, sem sérfræðingar kalla „Íslandslán“ þar sem þau þekkjast hvergi annars staðar. Með tengingu höfuðstóls lána við vísitölu neysluverðs er vaxtaokrið falið fyrir lántakendum og með því að flytja áfallnar verðbætur á höfuðstól um hver mánaðamót er hægt að láta líta út fyrir að launalitlir íbúðakaupendur ráði alla vega við fyrstu afborgun húsnæðislánsins hvað sem verður í framhaldinu. Í Þýskalandi, sem er eitt ríkasta land í heimi og oft notað sem dæmi um vel heppnað markaðshagkerfi, leigja mun fleiri en eiga. Skattareglur hvetja til þess að íbúðarhúsnæði sé fremur í eigu útleigufyrirtækja en einstaklinga. Skýrar reglur tryggja búsetuöryggi leigjenda og skipulagsyfirvöld tryggja nægt framboð lóða til að byggja á til að tryggja stöðugleika og fyrirbyggja verðbólur. Almennt verja Þjóðverjar innan við fjórðungi ráðstöfunartekna í húsnæði. Í Þýskalandi ríkir samkeppni á fjármálamarkaði og vextir eru lágir. Á Íslandi ríkir fákeppni á fjármálamarkaði og vextir til íbúðakaupa eru gríðarlega háir. Væri ekki nær fyrir stjórnvöld að ráðast gegn rótum vandans en að nota skattfé til að niðurgreiða okurvexti banka sem starfa saman í fákeppni? Má ekki skoða aðild að ESB til að bæta hag fólksins?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síðasta bíósýningin í Álfabakka í lok janúar Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Sjá meira