Samningafundi BHM og ríkis frestað til þrjú í dag Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. júní 2015 07:00 Hluti samninganefndar BHM á fundi í karphúsinu í síðasta mánuði. Fundi sem hófst eftir hádegi í gær var á sjöunda tímanum frestað þar til síðdegis í dag. Fréttablaðið/Valli Umræðu um punkta sem samninganefnd ríkisins lagði fyrir fulltrúa Bandalags háskólamanna (BHM) hjá ríkissáttasemjara í gær verður fram haldið síðdegis í dag. Fundi sem hófst klukkan tvö í gærdag var upp úr klukkan sex frestað til þrjú síðdegis í dag, að því er Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir.Páll Halldórssonfréttablaðið/stefán„En í þessari stöðu sem við erum í hefur í raun ekkert gerst,“ sagði Páll eftir fundinn í gær. Samninganefnd ríkisins hafi ekki lagt fram formlegt tilboð, heldur umræðupunkta, sem ræddir hafi verið í gær og svo áfram í dag. „En á meðan menn eru með fund sem ekki hefur verið slitið þá er ekki venjan að ræða innihald fundanna,“ segir hann. Um leið segir Páll rétt að fólk sé orðið langþreytt á verkfalli sem staðið hafi í átta vikur hjá hluta félagsmanna og óþreyjufullt eftir góðum fréttum af gangi viðræðna. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um hvort stefna viðræðna nú gefi tilefni til aukinnar bjartsýni. „Ég held ég segi nú bara no comment,“ segir hann.Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tekur í svipaðan streng og segir erfitt að spá um framhaldið. „Það voru ákveðnar hugmyndir lagðar á borðið sem við skiptumst á skoðunum um og erum að ræða. Á þessari stundu er eiginlega engu hægt að spá um það hvort tilefni sé til einhverrar bjartsýni. Við höldum bara áfram á morgun,“ sagði hún um kvöldmatarleytið í gær. Á síðasta fundi fyrir þennan, sem fram fór á föstudag, virtist deilan komin í algjöran hnút. Þá var upplýst á vef BHM að samninganefnd ríkisins hefði hafnað tilboði BHM og slitið viðræðum. „Ríkið bauð um fjögurra prósenta launahækkun á ári og lagði jafnframt til að samið yrði til ársins 2019. Það segir sig sjálft að tilboð ríkisins mætir ekki kröfum BHM,“ sagði þá á vef félagsins. „Skilaboð ríkisins til starfsmanna sinna eru skýr. Ríkið hefur hvorki áhuga á að meta menntun til launa né laga það launakerfi sem starfsmenn þess búa við og meta störf þeirra.“ Á mánudag funduðu svo forystumenn BHM með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Eftir þann fund kvaðst Páll búast við nýju útspili frá samninganefnd ríkisins á fundinum sem festað var í gær til dagsins í dag. Verkfall 2016 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Umræðu um punkta sem samninganefnd ríkisins lagði fyrir fulltrúa Bandalags háskólamanna (BHM) hjá ríkissáttasemjara í gær verður fram haldið síðdegis í dag. Fundi sem hófst klukkan tvö í gærdag var upp úr klukkan sex frestað til þrjú síðdegis í dag, að því er Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir.Páll Halldórssonfréttablaðið/stefán„En í þessari stöðu sem við erum í hefur í raun ekkert gerst,“ sagði Páll eftir fundinn í gær. Samninganefnd ríkisins hafi ekki lagt fram formlegt tilboð, heldur umræðupunkta, sem ræddir hafi verið í gær og svo áfram í dag. „En á meðan menn eru með fund sem ekki hefur verið slitið þá er ekki venjan að ræða innihald fundanna,“ segir hann. Um leið segir Páll rétt að fólk sé orðið langþreytt á verkfalli sem staðið hafi í átta vikur hjá hluta félagsmanna og óþreyjufullt eftir góðum fréttum af gangi viðræðna. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um hvort stefna viðræðna nú gefi tilefni til aukinnar bjartsýni. „Ég held ég segi nú bara no comment,“ segir hann.Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tekur í svipaðan streng og segir erfitt að spá um framhaldið. „Það voru ákveðnar hugmyndir lagðar á borðið sem við skiptumst á skoðunum um og erum að ræða. Á þessari stundu er eiginlega engu hægt að spá um það hvort tilefni sé til einhverrar bjartsýni. Við höldum bara áfram á morgun,“ sagði hún um kvöldmatarleytið í gær. Á síðasta fundi fyrir þennan, sem fram fór á föstudag, virtist deilan komin í algjöran hnút. Þá var upplýst á vef BHM að samninganefnd ríkisins hefði hafnað tilboði BHM og slitið viðræðum. „Ríkið bauð um fjögurra prósenta launahækkun á ári og lagði jafnframt til að samið yrði til ársins 2019. Það segir sig sjálft að tilboð ríkisins mætir ekki kröfum BHM,“ sagði þá á vef félagsins. „Skilaboð ríkisins til starfsmanna sinna eru skýr. Ríkið hefur hvorki áhuga á að meta menntun til launa né laga það launakerfi sem starfsmenn þess búa við og meta störf þeirra.“ Á mánudag funduðu svo forystumenn BHM með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Eftir þann fund kvaðst Páll búast við nýju útspili frá samninganefnd ríkisins á fundinum sem festað var í gær til dagsins í dag.
Verkfall 2016 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira