Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný Viktoría Hermannsdóttir skrifar 4. júní 2015 07:00 Malín Brand er hún gekk út af lögreglustöðinni í gærkvöldi. vísir/vilhelm Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand voru handteknar aftur í gær og færðar til yfirheyrslu vegna kæru sem barst í hádeginu í gær og varðaði aðra fjárkúgun. Systurnar voru handteknar á föstudag fyrir að hafa reynt að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Í gær kærði annar maður systurnar fyrir að hafa kúgað sig til að borga sér 700 þúsund krónur annars yrði hann kærður til lögreglunnar fyrir að hafa nauðgað Hlín. Maðurinn og Hlín fóru heim saman á laugardagskvöldi í apríl. Á mánudeginum á eftir komu þær Hlín og Malín að heimili hans og báðu hann að koma út í bíl til sín. Þar báru þær upp á hann nauðgunina og tilkynntu honum að hann yrði kærður myndi hann ekki borga þeim 700 þúsund krónur.Hlín Einarsdóttir.Vísir/ValliMaðurinn hugsaði sig um í nokkra daga og ákvað eftir fimm daga að verða við kröfum þeirra þar sem hann óttaðist um mannorð sitt. Maðurinn vildi fá sönnun þess efnis að þær myndu ekki halda kúgununum áfram og fékk skriflega kvittun þess efnis sem skrifuð var af Malín á bréfsefni merkt Morgunblaðinu og undirrituð af henni. Maðurinn afhenti svo Malín 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Systurnar voru yfirheyrðar hvor í sínu lagi í gær og stóðu yfirheyrslur fram eftir kvöldi. Malín kom út af lögreglustöðinni rétt eftir níu í gærkvöldi og settist upp í bíl verjanda síns sem ók með hana á brott.Bréfið barst eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugsdóttur, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, á fimmtudaginn. Systurnar voru svo handteknar við afhendingu fjármunanna upp úr hádegi á föstudeginum.Vísir/ValliEftir að fjárkúgunarmálið gegn forsætisráðherra kom upp ákvað maðurinn að leggja fram kæru á hendur systrunum eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðing. Systurnar höfðu áður verið handteknar síðastliðinn föstudag við Vallahraun í Hafnarfirði í umfangsmikilli aðgerð lögreglu í kjölfar þess að bréf var sent á heimili forsætisráðherra, stílað á eiginkonu hans, þar sem því var hótað að upplýsingum sem kæmu forsætisráðherranum illa yrði lekið í fjölmiðla. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti ríkislögreglustjóra tóku þrettán sérsveitarmenn þátt í aðgerð lögreglu í Hafnarfirði.Krafa Malínar hljóðaði samkvæmt heimildum Vísis upp á 700 þúsund krónur.Fram kom á Vísi í gær að hótunin í bréfinu hefði falist í því að meint aðkoma hans að lánafyrirgreiðslu til Pressunnar eða félaga sem tengjast fyrirtækinu yrði gerð opinber. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. Til þess að komast undan því að þessum upplýsingum yrði lekið átti að borga átta milljónir króna og koma með þær í tösku á tiltekinn stað í hrauninu. Þegar systurnar mættu þangað var Hlín handtekin þar sem hún var að sækja töskuna og Malín skömmu frá þar sem hún beið eftir systur sinni í bílnum. Malín hefur í samtali við Vísi neitað því að hafa skipulagt fjárkúgunina gegn forsætisráðherra og segist hafa blandast inn í atburðarásina vegna fjölskyldutengsla. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08 Skilorðsbundnir dómar fyrir að kúga fé út úr forstjóra Nóa Siríus Samkvæmt refsirammanum gætu systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Fordæmi leiða líkur að mun vægari dómum. 4. júní 2015 07:00 Sökuðu manninn um að hafa nauðgað Hlín Maðurinn sem lagði fram kæru á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand í dag vegna fjárkúgunar greiddi 700 þúsund krónur gegn því að vera ekki sakaður um að hafa nauðgað Hlín. 3. júní 2015 14:43 Bankastjóri MP: „Lögreglan hefur ekki leitað til okkar“ Segir bankann ekki njóta góðs af tengslum við Sigmund Davíð 3. júní 2015 19:04 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand voru handteknar aftur í gær og færðar til yfirheyrslu vegna kæru sem barst í hádeginu í gær og varðaði aðra fjárkúgun. Systurnar voru handteknar á föstudag fyrir að hafa reynt að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Í gær kærði annar maður systurnar fyrir að hafa kúgað sig til að borga sér 700 þúsund krónur annars yrði hann kærður til lögreglunnar fyrir að hafa nauðgað Hlín. Maðurinn og Hlín fóru heim saman á laugardagskvöldi í apríl. Á mánudeginum á eftir komu þær Hlín og Malín að heimili hans og báðu hann að koma út í bíl til sín. Þar báru þær upp á hann nauðgunina og tilkynntu honum að hann yrði kærður myndi hann ekki borga þeim 700 þúsund krónur.Hlín Einarsdóttir.Vísir/ValliMaðurinn hugsaði sig um í nokkra daga og ákvað eftir fimm daga að verða við kröfum þeirra þar sem hann óttaðist um mannorð sitt. Maðurinn vildi fá sönnun þess efnis að þær myndu ekki halda kúgununum áfram og fékk skriflega kvittun þess efnis sem skrifuð var af Malín á bréfsefni merkt Morgunblaðinu og undirrituð af henni. Maðurinn afhenti svo Malín 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Systurnar voru yfirheyrðar hvor í sínu lagi í gær og stóðu yfirheyrslur fram eftir kvöldi. Malín kom út af lögreglustöðinni rétt eftir níu í gærkvöldi og settist upp í bíl verjanda síns sem ók með hana á brott.Bréfið barst eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugsdóttur, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, á fimmtudaginn. Systurnar voru svo handteknar við afhendingu fjármunanna upp úr hádegi á föstudeginum.Vísir/ValliEftir að fjárkúgunarmálið gegn forsætisráðherra kom upp ákvað maðurinn að leggja fram kæru á hendur systrunum eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðing. Systurnar höfðu áður verið handteknar síðastliðinn föstudag við Vallahraun í Hafnarfirði í umfangsmikilli aðgerð lögreglu í kjölfar þess að bréf var sent á heimili forsætisráðherra, stílað á eiginkonu hans, þar sem því var hótað að upplýsingum sem kæmu forsætisráðherranum illa yrði lekið í fjölmiðla. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti ríkislögreglustjóra tóku þrettán sérsveitarmenn þátt í aðgerð lögreglu í Hafnarfirði.Krafa Malínar hljóðaði samkvæmt heimildum Vísis upp á 700 þúsund krónur.Fram kom á Vísi í gær að hótunin í bréfinu hefði falist í því að meint aðkoma hans að lánafyrirgreiðslu til Pressunnar eða félaga sem tengjast fyrirtækinu yrði gerð opinber. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. Til þess að komast undan því að þessum upplýsingum yrði lekið átti að borga átta milljónir króna og koma með þær í tösku á tiltekinn stað í hrauninu. Þegar systurnar mættu þangað var Hlín handtekin þar sem hún var að sækja töskuna og Malín skömmu frá þar sem hún beið eftir systur sinni í bílnum. Malín hefur í samtali við Vísi neitað því að hafa skipulagt fjárkúgunina gegn forsætisráðherra og segist hafa blandast inn í atburðarásina vegna fjölskyldutengsla.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08 Skilorðsbundnir dómar fyrir að kúga fé út úr forstjóra Nóa Siríus Samkvæmt refsirammanum gætu systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Fordæmi leiða líkur að mun vægari dómum. 4. júní 2015 07:00 Sökuðu manninn um að hafa nauðgað Hlín Maðurinn sem lagði fram kæru á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand í dag vegna fjárkúgunar greiddi 700 þúsund krónur gegn því að vera ekki sakaður um að hafa nauðgað Hlín. 3. júní 2015 14:43 Bankastjóri MP: „Lögreglan hefur ekki leitað til okkar“ Segir bankann ekki njóta góðs af tengslum við Sigmund Davíð 3. júní 2015 19:04 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Pressan fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá MP banka en hafna tengslum við forsætisráðherra. 3. júní 2015 17:08
Skilorðsbundnir dómar fyrir að kúga fé út úr forstjóra Nóa Siríus Samkvæmt refsirammanum gætu systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Fordæmi leiða líkur að mun vægari dómum. 4. júní 2015 07:00
Sökuðu manninn um að hafa nauðgað Hlín Maðurinn sem lagði fram kæru á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand í dag vegna fjárkúgunar greiddi 700 þúsund krónur gegn því að vera ekki sakaður um að hafa nauðgað Hlín. 3. júní 2015 14:43
Bankastjóri MP: „Lögreglan hefur ekki leitað til okkar“ Segir bankann ekki njóta góðs af tengslum við Sigmund Davíð 3. júní 2015 19:04