Afnám hafta sett í lög í þessum mánuði Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 6. júní 2015 07:00 Frumvörpin kynnt. Ráðherrar fengu fyrst að sjá frumvörp um afnám hafta á ríkisstjórnarfundi í gær. Bjarni Benediktsson gaf sér tíma til að ræða við blaðamenn í fundarhléi. fréttablaðið/pjetur Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, kynnti tvö frumvörp um afnám hafta fyrir ríkisstjórn í gær. Hann vonast til að þau verði að lögum í þessum mánuði og þannig verði hægt að hefja ferlið til að afnema höftin sem staðið hafa í tæp sjö ár. Ríkisstjórnin mun afgreiða málin á mánudag. Þá verða þau kynnt fyrir samráðshópi um afnám hafta og þingflokkum og fara í almenna kynningu á mánudag eða þriðjudag. Rætt hefur verið um að settur verði á stöðugleikaskattur upp á 40 prósent. Bjarni vildi ekkert tjá sig um efni frumvarpanna. „Nú ertu að spyrja mig um efnisatriði málsins sem við viljum ekki kynna fyrr en við höfum fyrst kynnt málið fyrir samráðshópi flokkanna og síðan fyrir þingflokkum. Þegar því ferli er lokið munum við halda opinbera kynningu á málinu þar sem verður farið nákvæmlega yfir efnisatriðin, en það er gríðarlega ánægjulegt og stórt skref að vera komin fram með málið og hafa náð að leggja það fyrir ríkisstjórn og við fórum mjög ítarlega yfir málið á þessum fundi.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að brýnt hafi verið fyrir ráðamönnum að tjá sig ekkert um þær tekjur sem frumvörpin gætu skilað ríkissjóði. Slíkt tal gæti styrkt málflutning kröfuhafa fyrir dómi, en fastlega má búast við að málið endi þar. Bjarni vildi þó lítið um það segja. „Ég ætla engu að spá um það hvort þetta fer fyrir dómstóla, en við höfum notað síðustu tvö ár mjög vel til að glöggva okkur á stöðunni og væntingum og hvað það er sem er líklegast til þess að skila árangri fyrir okkur í þessu. Það er aðalatriðið.“ Ljóst er að stöðugleikaskattur muni skila ríkissjóði umtalsverðum tekjum. Að hluta til eru þær þó í formi þess að spara útgjöld sem annars hefðu orðið. Ráðamenn hafa ekki viljað tjá sig um í hvað tekjurnar verði nýttar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sérstaklega horft til þess að greiða niður skuldir. Gjaldeyrishöft Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, kynnti tvö frumvörp um afnám hafta fyrir ríkisstjórn í gær. Hann vonast til að þau verði að lögum í þessum mánuði og þannig verði hægt að hefja ferlið til að afnema höftin sem staðið hafa í tæp sjö ár. Ríkisstjórnin mun afgreiða málin á mánudag. Þá verða þau kynnt fyrir samráðshópi um afnám hafta og þingflokkum og fara í almenna kynningu á mánudag eða þriðjudag. Rætt hefur verið um að settur verði á stöðugleikaskattur upp á 40 prósent. Bjarni vildi ekkert tjá sig um efni frumvarpanna. „Nú ertu að spyrja mig um efnisatriði málsins sem við viljum ekki kynna fyrr en við höfum fyrst kynnt málið fyrir samráðshópi flokkanna og síðan fyrir þingflokkum. Þegar því ferli er lokið munum við halda opinbera kynningu á málinu þar sem verður farið nákvæmlega yfir efnisatriðin, en það er gríðarlega ánægjulegt og stórt skref að vera komin fram með málið og hafa náð að leggja það fyrir ríkisstjórn og við fórum mjög ítarlega yfir málið á þessum fundi.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að brýnt hafi verið fyrir ráðamönnum að tjá sig ekkert um þær tekjur sem frumvörpin gætu skilað ríkissjóði. Slíkt tal gæti styrkt málflutning kröfuhafa fyrir dómi, en fastlega má búast við að málið endi þar. Bjarni vildi þó lítið um það segja. „Ég ætla engu að spá um það hvort þetta fer fyrir dómstóla, en við höfum notað síðustu tvö ár mjög vel til að glöggva okkur á stöðunni og væntingum og hvað það er sem er líklegast til þess að skila árangri fyrir okkur í þessu. Það er aðalatriðið.“ Ljóst er að stöðugleikaskattur muni skila ríkissjóði umtalsverðum tekjum. Að hluta til eru þær þó í formi þess að spara útgjöld sem annars hefðu orðið. Ráðamenn hafa ekki viljað tjá sig um í hvað tekjurnar verði nýttar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sérstaklega horft til þess að greiða niður skuldir.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira