Búið að ræða við kröfuhafa Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 9. júní 2015 05:00 Fjöldi fólks lagði leið sína í Hörpu til að hlusta á oddvita ríkisstjórnarinnar, seðlabankastjóra og sérfræðinga kynna áætlun um afnám hafta. Þar á meðal voru aðrir ráðherrar og að sjálfsögðu margir fréttamenn. VÍSIR/GVA Fulltrúar stærstu kröfuhafanna í slitabú gömlu bankanna hafa sent fjármála- og efnahagsmálaráðherra viljayfirlýsingu um að þeir undirgangist 900 milljarða stöðugleikaskilyrði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki rétt að einblína á hvor leiðin verði fyrir valinu, skilyrðin eða skatturinn, fyrst og fremst sé verið að fást við greiðslujafnaðarvanda. „Það væri að vissu leyti mjög ákjósanlegt ef slitabúin myndu ljúka sínum málum með gerð nauðasamninga, en þá verða þau líka að uppfylla stöðugleikaskilyrðin,“ segir Bjarni.Bjarni BenediktssonFréttablaðið hefur heimildir fyrir því að samningar séu komnir mjög langt og kröfuhafar muni velja leið stöðugleikaskilyrðanna. Þeir þurfa þó að leita samþykkis kröfuhafafundar, en ólíklegt er að nokkur velji að greiða stöðugleikaskattinn. „Þetta er ekki spurning um að nauðasamningar séu komnir langt, það er náttúrulega svolítið síðan það gerðist,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. „Þetta er spurning um það hversu langt menn séu komnir í það að sníða sína lausn að þessum stöðugleikaskilyrðum. Það verður upplýst um það þegar það verður upplýst um það. En það er þróun þar í gangi sem gæti verið jákvæð.“ Fjármálaráðherra segir að rætt hafi verið við hóp lykilkröfuhafa. „Okkar ráðgjafar hafa fyrir nokkru síðan kynnt fyrir þröngum hópi lykilkröfuhafa þau áform okkar að leggja á skatt og hafa kynnt fyrir þeim á hvaða rökum þau áform eru reist. Um leið var því lýst yfir að við værum reiðubúin til að greiða fyrir gerð nauðasamninga ef það væri eitthvað í lagalega umhverfinu sem gæti hjálpað til í því efni. Það má segja að það birtist núna í þessu lagafrumvarpi, hvað við erum tilbúin til að gera í því efni, en við höfum þá líka sagt að ef nauðasamningsleiðin er farin, þá þurfum við að ná sömu markmiðum.“ Bjarni segir stjórnvöld aldrei hafa verið tilbúin til þess að semja um þau markmið, en verið reiðubúin til að útskýra í hverju þau séu fólgin. „Samtalið hefur að einhverju leyti hjálpað til við að fínpússa, eða þróa, stöðugleikaskilyrðin. Þar er að einhverju leyti tekið tillit til þess hvað er líklegt og æskilegt fyrir slitabúin að gera, hvað varðar bindingu fjármuna inni í landinu, lengingu lána og svo framvegis.“ Gjaldeyrishöft Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Fulltrúar stærstu kröfuhafanna í slitabú gömlu bankanna hafa sent fjármála- og efnahagsmálaráðherra viljayfirlýsingu um að þeir undirgangist 900 milljarða stöðugleikaskilyrði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki rétt að einblína á hvor leiðin verði fyrir valinu, skilyrðin eða skatturinn, fyrst og fremst sé verið að fást við greiðslujafnaðarvanda. „Það væri að vissu leyti mjög ákjósanlegt ef slitabúin myndu ljúka sínum málum með gerð nauðasamninga, en þá verða þau líka að uppfylla stöðugleikaskilyrðin,“ segir Bjarni.Bjarni BenediktssonFréttablaðið hefur heimildir fyrir því að samningar séu komnir mjög langt og kröfuhafar muni velja leið stöðugleikaskilyrðanna. Þeir þurfa þó að leita samþykkis kröfuhafafundar, en ólíklegt er að nokkur velji að greiða stöðugleikaskattinn. „Þetta er ekki spurning um að nauðasamningar séu komnir langt, það er náttúrulega svolítið síðan það gerðist,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. „Þetta er spurning um það hversu langt menn séu komnir í það að sníða sína lausn að þessum stöðugleikaskilyrðum. Það verður upplýst um það þegar það verður upplýst um það. En það er þróun þar í gangi sem gæti verið jákvæð.“ Fjármálaráðherra segir að rætt hafi verið við hóp lykilkröfuhafa. „Okkar ráðgjafar hafa fyrir nokkru síðan kynnt fyrir þröngum hópi lykilkröfuhafa þau áform okkar að leggja á skatt og hafa kynnt fyrir þeim á hvaða rökum þau áform eru reist. Um leið var því lýst yfir að við værum reiðubúin til að greiða fyrir gerð nauðasamninga ef það væri eitthvað í lagalega umhverfinu sem gæti hjálpað til í því efni. Það má segja að það birtist núna í þessu lagafrumvarpi, hvað við erum tilbúin til að gera í því efni, en við höfum þá líka sagt að ef nauðasamningsleiðin er farin, þá þurfum við að ná sömu markmiðum.“ Bjarni segir stjórnvöld aldrei hafa verið tilbúin til þess að semja um þau markmið, en verið reiðubúin til að útskýra í hverju þau séu fólgin. „Samtalið hefur að einhverju leyti hjálpað til við að fínpússa, eða þróa, stöðugleikaskilyrðin. Þar er að einhverju leyti tekið tillit til þess hvað er líklegt og æskilegt fyrir slitabúin að gera, hvað varðar bindingu fjármuna inni í landinu, lengingu lána og svo framvegis.“
Gjaldeyrishöft Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira